Svíar stýra andstöðu Norðurlanda gegn Íslandi

Sænskir bankar eiga mikilla hagsmuna að gæta í austantjaldslöndum. Það er mikið hagsmunamál fyrir fjármálakerfið í Svíþjóð að skuldir þjóða séu viðurkenndar. Fjármálakreppa í Sviþjóð á síðasta áratug varð þess valdandi að verlferðakerfinu í Svíþjóð hnignaði. Bankakerfið í Svíþjóð hefur greinilega mikil ítök í stjórnmálum þjóðarinnar.

Græðgi bankanna hefur ráðist að mannlegri reisn. Þvinganir, hræðsluáróður, þöggun og samráð alþjóðastofnana um að ryðja út forheimskandi áróðri er orðið hið viðtekna í hinu svokallaða alþjóðasamfélagi.

Norðurlöndin stíga nú fram hvert af öðru til þess að láta vita af því að  forysta í stjórnmálaum þessara landa er á mála hjá fjármálakerfinu. Í gær steig Finnland fram og í dag gerir Svíþjóð hið sama.

Alþjóðastofnanir virðast allar hafa tekið að sér það hlutverk að vera varðhundar alþjóðafyrirtækja, alþjóðafjármálakerfis og stóriðju. Unnið er að því kerfisbundið að koma verðmætasköpun og yfirráðum yfir auðlindum úr höndum almennra borgara og í hendur þessara 5% sem þegar hafa umráð yfir helming af auðlindum jarðar. 


mbl.is Sænsk lán háð Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband