Hugmyndafræði ný-frjálshyggjunar sökudólgurinn

Hannes Hólmsteinn Gissurarson opinberaði visku sína þegar hann greindi hverjir væri fylgismenn sjálfstæðisflokksins. Fylgismenn eru fólk sem treystir stjórnvisku sjálfstæðismanna, hugmyndafræði ný-frjálshyggjunnar og kemur sér fyrir við grillið.

Lítið hefur farið fyrir því að reynt sé að greina hvað það er í hugmyndafræði sjálfstæðisflokksins sem setti þjóðarbúið á hausinn. Sjálfstæðismenn þustu fram í kjölfar hrunisins og sögðu að kapítalisminn væri ekki vondur heldur hafi vondir kapítalistar setið við stjórnvölinn. Síðan hefur leitin af vondum kapítalistum staðið yfir en skoðun á raunverulegri stefnu sjálfstæðisflokksins og fyrri ríkisstjórna vanrækt. Þessi tilhneiging hefur reynst hindrun í lærdómi sem hefði þurft að eiga sér stað í kjölfar hrunsins.

Sjálfstæðismenn kölluðu valdatíð sína góðæri og notuðu orðræðu sem breidd var yfir mismunun, glæpastarfsemi og vanhæfni. Athyglinni var beint frá ömurlegum kjörum stórs hluta þjóðarinnar með því að tala í villandi frösum. Meðalaun, meðaltals sparifjáreign, landframleiðsla og jöfnuður eru orð sem gjarnan eru notuð til þess að skapa ásýnd um almennt góðæri sem í raun var bóluhagkerfi sem innihélt svigrúm fyrir siðblinda til þess að arðræna launþega og ungt fólk.

Því miður hefur stefna sjálfstæðisflokks sem miðar að því að skapa mismunun og óréttlæti tekið sér bólfestu sem réttmætt markmið meðal annarra flokka. Grundvöllur kapítalismans er enn við líði og ráðherrar einblína á einstaklinga en forðast að gagnrýna hugarfar sem hefur tekið sér bólfestu í þeirra eigin röðum. 


mbl.is Ekki vondum útlendingum að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. apríl 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband