Kjaftshögg fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn?

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er staddur á Íslandi til þess að verja hagsmuni lánadrottna, verja fjármálakerfi sem er að fara á límingunum og tryggja veldi alþjóðafyrirtækja.

Landsstjórinn og leppar hans sjá tækifæri í kerfum sem eru notuð til þess að mæla skuldir á einstaklinga. Eignir eru reiknaðar af fólki. Þetta er form eignaupptöku sem viðgengist hefur í áratugi á Íslandi.

Fjármálakerfið græðir og einstaklingar tapa.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sér í þessum kerfum tekjulind sem takmarkar tap lánadrottna. Hvers vegna ekki að láta íslenska alþýðu taka á sig byrðarnar af tapi sem hlaust vegna glæfralegrar hegðunar fjármálastofnanna?

Ríkisstjórnin hefur kropið við fætur alþjóðagjaldeyrissjóðsins og boðið honum að setja komandi kynslóðir í ánauð  alþjóðafyrirtækja og fjármálastofnanna.

Dómur hæstaréttar brýtur niður eitt af ólögmætum mælikerfum sem eru vopn valdhafans við að kúga fjármuni og velferð af almenningi. 


mbl.is Ekki hætta á efnahagshruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. júní 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband