Vont að ekki er hægt að stela af almenningi

Már Guðmundsson virðist bera hlýjar kenndir til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og kenninga hans.

Ríkisstjórnin hefur undirritað viljayfirlýsingu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Hún skuldbindur sig til þess að fara að ráðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í öllum málefnum sem hafa áhrif á gengi krónunnar, fjárlagahallann og upprisu bankanna.

Þetta er afsal á fullveldi þjóðarinnar sem hefur fengið litla athygli í fjölmiðlum. Þeir Már Guðmundsson og Gylfi Magnússon fylgja Alþjóðagjaldeyrissjóðum að málum. Það sem Alþjóðagjaldeyðisjóðurinn hefur ekki áhuga á er:

Réttlæti

Hagur almennings

Hagur íslenskra fyrirtækja

Vöxtur atvinnulífs

Að landið sé lífvænlegur staður fyrir Íslendinga

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er verndari alþjóðafjármálafyrirtækja og stóriðju. Jóhanna Sigurðardóttir hefur gjarnan kallað þetta alþjóðasamfélagið og telur að traust þeirra á Íslendingum sé verðmætt. Alþjóðafjármálakerfið og stóriðja ber traust til þeirra sem það getur grætt á. 

Það er óhugnanlegt að horfa á hvernig mönnum hefur verið raðað í valdastöður af alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Óhugnanlegt hvernig þessir einstaklingar ganga erinda hans í viðleitni til þess að stela af almenningi. 


mbl.is Hefðu lækkað vexti meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. júní 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband