Vill Gylfi að bankarnir séu styrktir með framlagi skuldara?

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vill beita því snilldarbragði að láta skuldara reisa við bankanna með ólögmætum vöxtum.

Þegar það bregst verður Gylfi áhyggjufullur.

Ég velti því fyrir mér hvað Gylfi er að hugsa.

Er betra á láta fáum blæða alvarlega en að dreifa byrðinni. 

Nú þegar hefur fjöldi fyrirtækja verðið keyrð í gjaldþrot og fjölskyldur bornar út af heimilum sínum vegna myntkörfulána.

Menn hafa tekið líf sitt í kjölfarið.

Gríðarleg mannréttindabrot hafa verið framin vegna þessara gengistryggðu lána.

Það er deginum ljósara að bankarnir vissu að gengistryggðu lánin voru ólögleg

Lagaákvæðið er mjög skýrt og bankarnir höfðu hundruð lögfræðinga á sínum snærum

Og hvað....

Gylfi hefur áhyggjur af því hvernig bönkunum líður

Er Gylfi ráðherra bankanna eða ráðherra fólksins


mbl.is Almenningur fengi reikninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. júní 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband