Hreinsa til í yfirstjórn orkuveitunnar

Stjórnendur sem geta rekið fyrirtæki með tapi sem selur hita í Reykjavík eiga að finna sér annað starf. Skuldir orkuveitunnar hafa hækkað um hundruð milljarða á örfáum árum. Gríðarlegt bruðl hefur verið í fyrirtækinu.
mbl.is Trúnaðarsamtöl á leynifundum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnuleysi og fátækt alvarlegasta ógnunin

Ég er að horfa á Ísland umbreytast fyrir augum mér. Landið sem bjó við velsæld horfir nú fram á langdregna erfiðleika sem eiga eftir að birtast í auknum félagslegum vandamálum og vandamálum sem stjórnvöld hafa ekki skýrt hvernig þau ætla að leysa. 

Viðvarandi sljóleiki hefur ríkt gagnvart innrás Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Alþingi og ríkisstjórn Íslands. 

Fjölmiðlar tala í glöðum tón um ánægjulega viðburði og dugnað Íslendinga. Fjölmiðlar hampa Jóni Gnarr og flokki hans sem birtir enga stefnu fyrir kosningar. Kannski ekki sérlega skaðlegt því stefnuskrá flokkanna virðist hvort sem er tómt plat þegar flokkseigendurnir komast til valda. 

Fjölmennir hópar hafa reynt að koma að máli sínu í fjölmiðlum og vekja athygli á þeirri atlögu sem gerð er á íslenskan almenning í skjóli núverandi ríkisstjórnar. 

Fjölmiðlar hafa ekki rými fyrir óánægjuraddir ekki nú frekar en fyrir hrun. 

Sannleikurinn blasir þó við fyrir þá sem eitthvað nenna að hugsa.

Raungengi krónunnar er 250 krónur gagnvart evrunni. Haldið er uppi gervigengi með gjaldeyrishöftum til þess að viðhalda neyslu og innflutningi. 

Þetta þýðir í raun að verið er að fjármagna neyslu núverandi kynslóðar á kostnað ungs fólks og komandi kynslóða. Það má til sanns vegar færa að 40% vöruverðs sé fjármagnað af börnum okkar og barnabörnum. 

Slæm staða fólks í dag er ekki aðaláhyggjuefnið heldur sú staðreynd að það er verið að festa viðvarandi fátækt í sessi á Íslandi. Þetta er að gerast á vakt Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. sem trúa á velvilja og skynsemi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem í raun hefur hernumið landið.

Aðkoma Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á í raun meira skylt við valdarán en aðstoð. 


mbl.is Staða heimilanna afar slæm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. júní 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband