Það gerist of oft að þegar þingmaður sjálfstæðisflokks viðrar álit sitt og færir rök fyrir því að ég fæ suðu í eyrun, Það hríslast um mig eins konar skömmustutilfinning, svona kjánahrollur eins viðkomandi hafi dottið á hausinn í fullum veisluskrúða.
Á tuttugu ára valdaferli báru sjálfstæðismenn í krafti valds sem þeir hafa rausnarlega skammtað flokknum ábyrgð á því að endurskoða og tryggja réttmæti og samræmi landslaga. Aldrei hefur flokkurinn gert athugasemd við landsdóm eða lög um ráðherraábyrgð. Í kjölfar bankahrunsins töldu sjálfstæðismenn eftir því sem best verður séð ekkert athugavert við lögin. Hvorki fyrir né eftir rannsóknarskýrslu.
Kannski var það hluti af vanrækslu, framtaksleysis, vítaverðs gáleysis eða margrómaðs ábyrgðarleysis sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðismaðurinn (homo snappus) hefur þróað með sér sérstaka hæfileika.
- Hann getur bergmálað forystuna af einstakri nákvæmni.
- Hann getur höndlað veruleikann þannig að hann fær á sig margræða mynd.
- Hann getur tengt ólíklegustu atriði saman og kallað það rök.
- Hann getur flækt mál sitt svo að fréttamaðurinn situr bara ringlaður eftir.
- Hann getur gert hluti eins og þekkingarleit tortryggilega
- Hann getur með ótrúlegum árangri fært eigin afglöp yfir á önnur stjórnmálaöfl (Icesave)
- Hann getur.....úff.... suða...svimi...ógleði...zzzzz
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2010-09-13
Sjaldan minnst á mannréttindi
Sjaldan er minnst á mannréttindi nema þegar athyglinni er beint að hvítflibbaglæpamönnum og stjórnmálamönnum.
Þessi grein birtist í smugunni fyrir nokkrum dögum:
Rannsóknir hafa jafnan það hlutverk að auka skilning á ferlum og ástandi sem hafa haft tilteknar afleiðingar. Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki rannsókn á einkavæðingu bankanna og vill ekki að ráðherrar verði kallaðir fyrir landsdóm. Afstaða Sjálfstæðisflokksins er í raun yfirlýsing um að flokkurinn sé enn fylgjandi sömu stefnu um ábyrgðarleysi í stjórnum fjármálakerfisins og stjórnun landsmála og leiddi til hrunsins. En afstaða flokksins er ennfremur yfirlýing um að flokkurinn vill ekki auka skilning sem getur kallað fram lærdóm. Framsóknarflokkurinn er einnig mótfallinn rannsókn á einkavæðingu bankanna. Úr herbúðum beggja þessara flokka hefur komið fram stuðningur við forystu kirkjunnar sem hefur hylmt yfir kynferðislegt ofbeldi framið af valdamönnum kirkjunnar gegn sóknarbörnum.
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa byggt upp samfélagsgerð sem vinnur gegn almennri velferð og styður mannréttindabrot. Íslendingar vilja gjarnan kenna sig við norræna velferð og trúa því að þeir búi í menningarsamfélagi með háu menntunarstigi. Staðreyndin er hinsvegar sú að menntunarstig á Íslandi er mun lægra en í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við og brottfall úr námi mjög hátt.Það er einnig áberandi á Íslandi að fólk er almennt illa menntað en þá er ég ekki að tala um magn heldur gæði. Rökræðan er almennt afleit og fjölmiðlarnir stunda það að villa um fyrir fólki en fólk hefur sýnt sig vera mjög trúgjarnt.
Ástandið í Reykjanesbæ er birtingarmynd á skertri dómgreind kjósenda sem hafa kosið yfir sig Sjálfstæðisflokkinn þrátt fyrir það að forysta hans hafi gert bæinn nánast gjaldþrota. Ég hef velt fyrir mér hvað það er í hugarfari þessa fólks sem gerir það að það leggur traust sitt á fólk sem bersýnilega hefur brugðist því.Það má spyrja hvort að kjósendur skynji það réttilega að þeir eru í raun eigendur sveitafélagsins en líti kannski fremur á sveitarfélagið sem yfirmann sinn sem því beri að hlýða. Að það bugti sig og beygi fyrir valdinu sem hefur gert það að öreigum. Ef svarið við þessari spurningur er já þá á þetta líklega við um 35% þjóðarinnar sem fylgja Sjálfstæðiflokki að málum. Trúgirni, dómgreindarleysi og þrælslund eru sennilega áskapað þessu fólki sem ekki virðist hafa eigin velferð eða velferð barna sinna og foreldra í huga þegar það gengur til kosninga.
Tryggð þessa fólks við Sjálfstæðisflokkinn virðist vera meiri en tryggð við eigin börn og foreldra. Ástæðuna fyrir þessum þunga áfellisdómi yfir kjósendum Sjálfstæðisflokksins má í raun rekja til þess að þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi brotið niður flest þau kerfi sem eiga að tryggja almenna velferð og réttlæti hafa kjósendur flokksins ekki kosið að yfirgefa hann.Stefna sjálfstæðisflokksins í veigamestu málefnum þjóðarinnar vinnur gegn almennri velferð. Landsbyggðinni blæðir vegna kvótakerfisins sem heftir athafnafrelsi og færir réttinn til þess að afla tekna af sjósókn til 166 aðila sem hafa í raun arðrænt bæjarfélögin á landsbyggðinni.
Vinnuveitendur fara með völdin yfir lífeyrissparnaði launþega og hafa skert framfærslu lífeyrisþega verulega og halda enn áfram að spila með sparifé lauþega.Millistéttinni á Íslandi er ógnað vegna stefnu Sjálfstæðisflokksins en hún felur í sér að sífellt fleiri sogast inn í þann hóp sem lifir undir fátækarmörkum. Þetta ástand má rekja beint til einkavæðingar bankanna, erlendrar skuldsetningar sem rekja má til uppbyggingu álvera sem skila hvorki skatti né arði til þjóarinnar en einnig fyrirkomulagsins í stjórnun sjávarútvegs síðustu áratugi og færslu framleiðslugreina og arðs úr landinu.Einokun og fákeppni hefur einnig dregið verulega úr almennri velferð. Orka hverju nafni sem hún nefnist er að verða lúxusvara í landinu. T
il þess að tryggja sérhagsmuni hefur Sjálfstæðisflokkurinn mótað lagaumhverfi sem elur á misrétti hvað varðar réttarstöðu einstaklinga. Dómskerfið sem er sýkt af klíkuráðningum tekur einatt afstöðu með hinum valdameiri og bregst hlutverki sínu við að tryggja réttlæti og jafnræði í kerfinu. Fylgismönnum Sjálfstæðisflokksins virðist vera fyrirmunað að koma auga á þetta ástand.Jakobína Ingunn ÓlafsdóttirStjórnsýslufræðingur
![]() |
Telur ákæru standast mannréttindareglur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2010-09-13
Vanvirðir Alþingi
![]() |
Þorgerður sest aftur á þing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2010-09-13
Núverandi fyrirkomulag vinnur gegn lýðræði
Í fyrsta sinn frá hruni hafa farið af stað raunverulegar umræðum um brotalamirnar í stjórnskipulaginu.
Við núverandi aðstæður er umboðið tekið af þinginu og fært hagsmunaaðilum, embættismönnum og ráðherrum.
Hið viðtekna er að óbreyttir þingmenn hafa ekki hugmynd um hvað makkað er í stjórnarráðinu og þeim gert ókleift að hafa áhrif á mótun lang eða vinna að málefnum þeirra sem þeir þiggja umboð sitt frá, þ.e.a.s. þjóðinni.
![]() |
Auka verður sjálfstæði þingsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2010-09-13
Nennir ekki að sinna þeim á Litla Hrauni
![]() |
Fráleitt að sækja ráðherrana til saka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |