Dularfyllsta mál aldarinnar

Það er mér sífelld ráðgáta hversu Steingrímur virðist áfjáður í að gera Íslendinga að skattgreiðendum í Hollandi.

Ég hef aldrei dregið dul á þetta vandamál mitt jafnvel ekki eftir að Steingrímur lét henda mér út af framboðslista VG fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar að því er sögur herma vegna þess að ég fór í taugarnar á honum. 

Steingrímur fer ekkert í taugarnar á mér. Vandinn er fremur að málflutningur hans kemur mér sífellt á óvart og ég á erfitt með að stilla mig um að hafa skoðun á honum.

Ofuráhersla Steingríms á það að tala við Hollendinga eins og hann bíði þess eins að geta hrakið sjúka og fátæka út úr velferðakerfinu rek ég helst til þess að Steingrímur sé að uppfylla leynisamning við Samfylkingun.

Samning sem felur í sér að Steingrímur fái að vera fjármálaráðherra meðan hann er málpípa Samfylkingarinnar í þessu vandræðamáli sem ógnar ESB draumsýninni.  

Það er svo margt í sambandi við Icesave sem má alls ekki segja.

 


mbl.is Óvarlegt að tala svona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. september 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband