Vilja ekki auðlindirnar í forsjá þjóðarinnar

Sjálfstæðisflokkurinn ber meginábyrgð á því hvernig byggðum landsins hefur blætt undanfarna áratugi. 

Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hönnuðu kerfi sem markvisst saug arðinn af íslenskum auðlindum og íslenskri vinnu og skilaði fjármununum inn á aflandsreikninga sem tilheyrðu kvótafurstum og mönnum sem sölsað höfðu undir sig ríkisbanka með fulltingi Davíðs og Halldórs. 

Sjálfstæðisflokkurinn gerði dómskerfið á Íslandi vanhæft með klíkuráðningum. DV segir frá tengslum hæstaréttardómara sem dæmdu í stjórnlagaþingsmálinu við kvótaklíkuna og sjálfstæðisflokk:

Viðar Már Matthíasson dómari er bróðir Guðbjargar Matthíasdóttur í Vestmannaeyjum, en hún og fyrirtæki hennar eru einn voldugasti handhafi veiðiheimilda í landinu og aðaleigandi Morgunblaðsins.
Jón Steinar Gunnlaugsson dómari barðist árum saman fyrir óbreyttu kvótakerfi og séreignarrétti í sjávarútvegi áður en hann settist í Hæstarétt. Hann var einnig í svonefndum Eimreiðarhópi frjálshyggjuarms Sjálfstæðisflokksins á áttunda og níunda áratugnum.
Gunnlaugur Claessen dómari var einnig í Eimreiðarhópnum ásamt Jóni Steinari, Davíð Oddssyni, Baldri Guðlaugssyni, Þorsteini Pálssyni, Geir H. Haarde, Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni og fleirum.
Árni Kolbeinsson dómari var lengi ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu meðan kvótakerfið, framsal og annað var fest í sessi. 

 


mbl.is Skapa þarf vissu um framhaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. janúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband