Fjármálakerfi í dauðateigunum

Hið vestræna fjármálakerfi speglar hugmyndafræði um rányrkju og nýlendustefnu. Sýnilegir og ósýnilegir vefir liggja á milli fjármálakerfis, stjórnmála og rányrkju auðlinda.

Ísland hefur fylgt þessari stefnu. Stefnan er eins og foreldrar sem éta börnin sín. Mokað er upp auðlindum og þær nýttar til þess að færa fámennri stétt manna auð og völd. Í kjölfarið fylgir örbyrgð og hnignun lífskjara hinna almennu borgara eða þegna.

Stjórnmálamenn eru fótgönguliðar þeirra sem hafa eignarhald á fjármálastofnunum og stjórna seðlaprentun. Stjórnmálamenn eru drukknir af hugmyndafræði eða trúarbrögðum sem boða að ef fjármálakerfinu líði vel þá líði öllum vel. Þeir taka hundruð milljarða úr velferðakerfi og dæla í fjármálakerfi.

Fjöldanum er haldið í skefjum með lyginni. Þörf fólks fyrir að trúa á styrk stjórnvaldsins er svo rík að það snýr blindum augum að sannleikanum. Fólkið trúir að lausnin sé handan við hornið en stjórnmálamenn halda uppi viðteknum hætti við að moka í fjármálakerfið og þá sem vilja ræna auðlindir.

Stétt sérfræðinga í að túlka heiminn í þágu rányrkjunnar hefur risið upp. Tölfræði og hagtölur eru notaðrar til þess að stýra fólki og temja það til þess að vinna gegn eigin hagsmunum. Það er ekki fyrr en fólk er króað af í eymd sem það fer að véfengja skipulagið.

Á Íslandi hafa þeir hæst sem hafa skapað ástandið sem ríkir. Þeir eru hugmyndasnauðir þegar kemur að lausnum öðrum en þeim sem þjóna þeirra eigin hag.  


mbl.is Möguleiki á Sovéthruni vestra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. febrúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband