Æi, æi, æi...

Mér líður eins og ég sé að reka sömu tána í sama þröskuldinn í fimmta skiptið.

Mér líður eins og að himnarnir hafi opnast og yfir mig rigni grænum froskum.

Mér líður eins og ég hafa vaknað upp í landi fáránleikans og að hópur trúða hafi tekið völdin í borginni.

Mér líður eins og ég hafi vaknað upp í furðuheimum þar sem kóngurinn vill að þegnarnir greiði skatt til óvinakóngsins í nágrannaríkinu.

Mér líður eins og Alþingi hafi gengið af göflunum og vilji flýta sér að koma þjóðarbúinu á vonarvöl.

Mér líður eins og forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann hafi vaknað upp alsber á gangi niður Laugaveginn.


mbl.is Icesave á hraðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. febrúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband