2011-03-07
Ritskoðaður Silfur Egils
Egill Helgason fjarlægði athugasemd frá mér úr athugasemdakerfi sínu.
Ég benti á að 85% álitsgjafa eru karlar og spyr hvort að konur eigi ekki jafnan rétt á að koma fram áliti sínu og sjónarmiðum í ríkisfjölmiðlinum. Konur greiða jú nefskatt eins og karlar.
Ég stakk einnig upp að því að femínistafélagið færi að berjast fyrir að Egill yrði rekinn frá RUV.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2011-03-07
Sveltandi börn og feitir bankastjórar
Það er súrrealískt að stjórnvöld ætlist til þess að foreldrar á Íslandi samþykki að taka á sig og fyrir hönd barna sinna ólögvarðar skuldbindingar í nauðungarsamningi við Breta og Hollendinga á sama tíma og stjórnvöld hafa brugðist hrapalega við að takast á við spillinguna í fjármálakerfinu.
Það er farið fram á það við íslenskan almenning að hann taki á sig ábyrgð sem nemur 2 milljónum á mann eftir því sem kemur fram í Financial Times. Ég á fjögur börn þannig að fyrir mína fjölskyldu myndi þetta þýða 12 milljóna ábyrgð. Svo það sé alveg á hreinu þá hef ég aldrei skrifað upp á slíkan víxil fyrir nokkurn mann ekki einu sinni börnin mín.
Mynd: Snekkjan sem við eigum að fjármagna fyrir Björgólf með því að draga úr lífsgæðum barna okkar.
Icesave er afsprengi spillingar og þvingunar sem upphófst með því að Davíð Oddson gerði díl við nágranna minn Björgólf Guðmundsson og son hans Björgólf Thor.
Ég fékk ekki tækifæri til þess að hafa skoðun á því þegar Landsbankinn var með leynd gefinn Björgólfunum. Ég var ekki spurð ráða þegar ákveðið var að opna Icesave reikninga í Bretlandi og Hollandi.
Það voru hins vegar ýmsir sem komu þar að máli t.d. Svafa Grönfelt Kjartan Gunnarsson og fleiri.
Björgólfarnir notuðu Landsbankann sem þeir fjármögnuðu með kúluláni úr Búnaðarbankanum sem sína prívat bankabók.
"Novator Pharma, félag Björgólfs Thors Björgólfssonar, fékk 43 milljarða að láni hjá útibúi Landsbankans í London á fyrri hluta ársins 2007. Fyrrverandi stjórnendur Landsbankans segjast ekki hafa litið á Björgólf Thor sem tengdan aðila þegar útibú bankans lánaði félaginu. Þetta kemur fram í kvöldfréttum RÚV."
Ríkisstjórnin hefur brugðist því að kalla til saka þá sem störfuðu að þessari glæpastarfsemi og telur ekki við hæfi að upplýsa almenning um hvert peningarnir streymdu.
Við horfum upp á bankastjóra skilanefndir og skiptastjóra maka krókinn á meðan öryrkjar og börn þeirra svelta.
Ríkisstjórnin gengur nú fram af miklu offorsi við að fá fólk til þess að taka á sig ábyrgð af gjörðum glæpamanna til þess að orðspor þeirra bíði ekki hnekki og til þess að þeir geti haldið áfram uppteknum hætti við hagstætt lánshæfismat.
Siðblindir einstaklingar gera sér mat úr hruninu og vilja græða meira en almúginn á að taka skellinn.
Ég segi bara nei takk.
![]() |
Þjóðaratkvæðagreiðslan auglýst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)