2011-04-18
Færir ekki fórnir, nei, nei.
Margir hafa þurft að færa fórnir vegna bankahrunsins. Laun almennings lækkuðu um helming í einu vettvangi við hrun krónunnar og kaupmáttur hefur stöðugt rýrnað. Fjöldi lífeyrissjóða tapaði háum fjárhæðum, eignum lífeyrisþega og launamanna. Lánþegar töpuðu vegna gengis og verðbólgu. Börn eru að tapa vegna niðurskurðar í skólum. Sjúklingar eru að tapa vegna niðurskurðar í heilbrigðiskerfi. Skattgreiðendur sem ekki hafa komið sínu undan til Tortóla eru líka að tapa.
En hverjir mega alls ekki tapa og eiga helst bara að græða? Jú það eru útgerðamenn. Þeir hafa grætt á falli krónunnar, þeir hafa grætt á milljarða afskriftum. Og nú vilja þeir græða meira með því að halda launþegum í gíslingu.
Nei Vilhjállmur Egilsson ætlar sko ekki að taka þátt í hallærinu.
![]() |
Líst illa á samningstilboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2011-04-18
Fræðandi umfjöllun um kvótakerfið
Hér er áhugavert myndband um kvótakerfið og nánar skýringar á því hverjir eiga kvótann. Sjötíu einstaklinga eiga 70% kvótans.
Áskorun um þjóðaratkvæðagreiðslu um kvótakerfið er hér
![]() |
Kvóti verði aukinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2011-04-18
...en ekki má hrófla við bröskurum
Jú endilega að láta börn, starfsfólk leikskóla og skóla gjalda fyrir kreppuna. Enda eru þetta bara konur og börn.
Braskarar fá hins vegar að gera borgina sóðalega með því að láta hús grotna niður. Hvers vegna? Jú vegna þess að þeir eiga samúð borgaryfirvalda sem ekki vilja rukka þá um dagsektir í erfiððu árferði.
Þurfum við ekki að spyrja okkur um samfélagsþroska þeirra félaga í hópi Jóns Gnarr og Dags Eggertssonar.
![]() |
Rétt viðbrögð við þröngum fjárhag og barnasprengju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2011-04-18
Umræður eflast um kvótakerfið
Kröfur um þjóðaratkvæði um kvótakerfið hafa tekið flug. T.d. hér eða hér eða hér.
Það þarf að setja kvótakerfið í þjóðaratkvæði og hafa niðurstöður til hliðsjónar áður en frumvarp um kvótakerfi er samið.
Um er að ræða þrjá meginvalkosti:
1. Kvótakerfið óbreytt
2. Samningaleið
3. Kvótinn innkallaður og jafnræði og atvinnufrelsi tryggt í nýju kerfi.
Fyrsti valkostur felur í sér miðaldakerfi lénsskipulags
Annar valkostur er ólýðræðislegur (Samtök sem ekki hefur umboð almennings og hefur auk þess beitt ofbeldi og þvingunum fær að koma að ákvörðun ríkisvaldsins)
Þriðji valkostur er lýðræðislegur
Hér er áskorun um þjóðaratkvæðagreiðslu
Og hér er umfjöllun um kvótakerfið
Og hér er viðtal um kvótakerfið:
![]() |
Fara yfir stöðuna á sáttafundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)