Já, á dauðalista

það er ævintýralegt að fylgjast með umræðunni um prófgráður Sigmundar Davíðs. Sigmundur Davíð er eftir því sem næst verður komist með eina prófgráðu, BA próf frá Háskóla Íslands. Það er svo sem ekkert við það að athuga annað en að hann hafi við einhver tækifæri titlað sig sem sérfræðing á einhverjum sviðum sem hann vart geti talist sérfræðingur vegna þess að hann hefur ekki lokið þeim verkefnum sem sýna fram á að hann hafi höndlað viðkomandi faggrein.

Ýmsir hlaupa upp til varnar Sigmundi Davíð. Birgitta Jónsdóttir sem sjálf hefur eingöngu lokið gangfræðaprófi þykir heppilegur álitsgjafi hjá DV um menntun og þekkingu annars fólks.

Ögmundur Jónasson hefur áhyggjur af þessu liði sem sprangar um á Íslandi með prófgráður en hann segir: Það er dapurlegt hve margir með ágætar  prófgráður upp á vasann koma aldrei neinu á framfæri við sína samtíð - ná aldrei að nýta það sem þeir hafa lært - og kannski lærðu þeir aldrei neitt sérstaklega mikið þrátt fyrir gráðurnar.

Vissulega getur fátækt ráðið för þannig að fólk nái ekki að ljúka námi en varla getur það átt við í tilviki Sigmundar Davíðs sem efnaðist vel á sölu Kögunar sem faðir hans stýrði. Það hafa enda ekki allir námsmenn efni á því að flakka á milli erlendra háskóla án þess að ljúka prófgráðu.

Ögmundi virðist finnast óviðeigandi að Fréttatíminn fjalli um það að Sigmundur Davíð telur sig ekki þurfa að gera hreint fyrir sínum dyrum. 

Engar kröfur eru gerðar til menntunar þingmanna og tel ég persónulega að heppilegt sé að gott þversnið af þjóðinni sitji þingið en ekki eingöngu fólk með æðri prófgráður. En umræðan um menntun og þekkingu er að rata á miklar villigötur á Íslandi. Vissulega er til vont fólk með prófgráður og gott fólk með engar prófgráður. Það dregur þó ekki úr gildi þess að vera með prófgráður og gerir ekki minni þýðingu þess að spyrja hvers vegna fólk lýkur ekki námi með tilheyrandi prófgráðum. 

Margir þeirra sem ljúka ekki námi heykjast á lokaverkefnum sem er skapandi hluti námsins. Lokaverkefni krefjast sjálfstæðra vinnubragða, úthalds og nákvæmni.

Það er kostur að þingmenn komi úr sem flestum kimum samfélagsins og hafi mismunandi bakgrunn hvað varðar menntun og reynslu. Ég myndi þó telja að heppilegt að þingmenn hafi almenna góða þekkingu og vissulega telst það Sigmundi Davíð til tekna að hafa dvalist erlendis.

Það er þó áhyggjuefni hversu margir þingmanna virðast hafa gefist upp í námi. Í þessum hóp er að finna bæði ráðherra, forseta Alþingis og fjölmarga þingmenn. 


Bloggfærslur 22. apríl 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband