Í skjóli trausts alþýðunnar var landið sett á hausinn

Jú það er þægilegt fyrir valdhafann að búa við blint traust alþýðunnar. Karl Sigurbjörnson er hluti af valdinu. Valdið þráir auðsveipni, tryggð og blindan almenning.

Tortryggni og vantraust hefðu getað komið í veg fyrir hrunið. 

Neikvæðar tilfinningar eru viðspyrna við skrumi og blekkingum.

Allar tilfinningar eiga rétt á sér þótt æskilegt sé að þær komi fram í viðeigandi samhengi. 

Vissulega hefur biskupin verið fylgjandi þöggun og undirokun. 

 Kannski þráir hann meira af slíku og kannski er hann ekki ánægður yfir því að sauðsvartur almúginn skuli rísa upp og tjá sig um vanþóknun sína á spillingu og græðgi.

Almenningi á Íslandi hefur verið misboðið og það er eðlilegt að fólk tjái sig um það. 


mbl.is Verðum að læra að treysta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. apríl 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband