Hvar eru samtök barnafjölskyldna?

Vissulega eru öryrkjar líka í barnafjölskyldum en hvað með annað fólk.

Athyglinni er gjarnan beint að öryrkjum og öldruðum þegar talið berst að fátækt.

Ég hef þó mestar áhyggjur af venjulegum fjölskyldum hvort sem um er að ræða öryrkja eða ekki. 

Finnst eiginlega að fólk eigi ekki að þurfa að vera öryrkjar til þess að njóta mannréttinda. 

Hvað þýðir bensínkostnaðurinn og matvælaverð fyrir fjölskyldur með nokkur börn? Sem þurfa að keyra börn í leikskóla? Sem þurfa að fæða marga munna? Sem þurfa að borga leikskólagjöld?


mbl.is Hvorki efni á mat né bensíni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofurvald viðskiptamafíunnar

Það hefur verið ævintýri líkast að horfa á slagsmálin um auðlindirnar.

Kvótakerfið er afsprengi stjórnmálaspillingar sem á sér varla sinn líka nema í löndum sem við viljum ekki bera okkur saman við. Undarfarna áratugi hafa LÍÚ ekki eingöngu átt stjórnmálin. Þeir hafa einnig verið stjórnmálin.

Styrkur launþega er lítill. Vinnuveitendur hafa smeygt sér inn í stofnanir launþega þar sem þeir ráðskast með velferð þeirra og fjármuni.

Lífeyrissjóðirnir eru gott dæmi um þetta. Oft veit ég ekki hvort Gylfi Arnbjörnsson er að koma eða fara. 

Hótanir og ofríki SA hefur ekki farið framhjá mörgum undanfarnar vikur.

Auðvitað hefur maður spurt sig hvar er ríkissáttasemjari? Hvar er verkfallsrétturinn? 

Er enginn að berjast fyrir réttindum launþega? Hví er vinnuveitendum ekki hent út úr lífeyrissjóðunum?

Hví er spilltum stjórnendum ekki vísað þar á dyr?


mbl.is Vísi deilu til sáttasemjara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. apríl 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband