Bannað að kalla mútur, mútur

Já ilhýra málið getur reynst mönnum dýrkeypt. Mútur til stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka er uppspretta þeirrar hnignunar sem er við lýði og mun áfram verða við lýði vegna þess að núverandi valdhafar Steingrímur Joð og Jóhanna Sigurðar hafa löggilt múturnar. Með því er verið að tryggja áframhaldandi sóðaskap í stjórnmálum.gudlaugur_thor3.jpg

Fyrirtæki hafa ekki kosningarétt. Auðmagnið hefur ekki kosningarétt.

En íslenski stjórnmálamenn sem ekki geta byggt á eigin mannkostum og flokkar sem vinna gegn alþýðu landsins hafa tryggt sér lagaumhverfi sem færir valdið til fyrirtækja og auðmagns. 

Stjórnmálamenn eru til sölu. Flokkar eru til sölu.

Eigur almennings eru gerðar upptækar og færðar í hendur forréttindastéttarinnar sem kaupir sér þingmenn. 

Er ekkert við þetta að athuga?


mbl.is Krefst afsökunarbeiðni frá þingmanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. apríl 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband