Forheimskandi kjaftæði á borð við þetta nær hjarta hins þrælslundaða fylgjanda.

Styrmir tekur einn miða sem merktur er VINSTRI og hengir á alla flokka aðra en sjálfstæðisflokkin og kallar þá svo sundraða. Þetta eru ein af verri forheimskunarskrifum sem ég hef séð og karlinum til lítils sóma. Í pistlinum reynir Styrmir ekki á nokkurn hátt að útskýra hvað hann á við með VINSTRI. Hann reynir heldur ekki að útskýra hvaða forsendur hann hefur fyrir því að kalla þessa flokka til VINSTRI.

Algeng skilgreining á VINSTRI er að VINSTRIhugsjónin feli í sér vilja til breytinga. Vilji lýðræðisþróun ekki bara á sviði efnahags heldur einnig félagslegar og réttafarslegar framfarir.

HÆGRI er gjarnan skilgreint sem vilja til þess að viðhalda gömlu kerfi og menningargildum þar sem almúgurinn bugtar sig og beygir fyrir hreppstjórnanum og prestinum. 

Kannanir hafa sýnt að 90% íslendinga aðhyllast jöfnuð en sjálfstæðisflokkurinn notaði skattkerfið til þess að auka ójörfnuð á valdatíð sinni. Rannsóknir Stefáns Ólafssonar hafa sýnt að aukning í svokölluðum 90/10 mismuni var 16.1% fyrir skatta en 39,4% eftir skatta. Skattkerfið var notað til þess að auka mismunun ráðstöfunartekna. Auk þess sem skattpíning á millistéttar og láglaunafólki var stefna sjálfstæðiflokksins var skerðing á atvinnufrelsi, höft og einokun ofarlega á dagskrá flokksins. 

Hvernig komst sjálfstæðisflokkurinn upp með að vega svona að almenningi, ekki bara að vinstrix13862413.jpg sinnuðum almenningi heldur einnig sínum fylgjendum. Jú með því að búa til áróðurstæki á við þau sem Styrmir framleiðir í þessum pistli. Forheimskandi kjaftæði á borð við það sem Styrmir býður upp á nær hjarta hins þrælslundaða fylgjanda. 

Auk sjálfstæðisflokksins eru sex flokkar. Með tilliti til VINSTRI/HÆGRI er afstaða þessara flokka mismunandi. Sjálfstæðisflokkurinn er hluti sundrungar á pólitíska sviðinu og er alls ekki eini valkosturinn við VINSTRI. Hver og einn flokkanna hefur eitthvað til að bera sem aðgreinir hann frá öðrum flokkum en það sem aðgreinir helst sjálfstæðisflokkin eru svik hans við almenning, þjónkun hans við auðræðið og atlögur hans gegn lýðræðinu.  


mbl.is Sjö kvíslir vinstrimanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. apríl 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband