FJÁRMÁLAKERFIÐ AÐ GERA ÚT AF VIÐ ALMENNING

Ákveðin atriði sem varða samfélagið og skoðanir okkar á því hvernig við viljum að samfélag okkar virki félagslega, fjárhagslega og menningarlega eru ofar í hugum fólks en önnur. Við viljum að sátt sé um sanngirni og réttlæti í samfélaginu og við viljum ekki að eymd blasi við okkur á götum borgarinnar. Kannanir sýna að íslenskur almenningur hafi djúpa réttlætiskennd og láti sig varða náungann jafnvel þótt að einstaklingshyggjan sé ríkur þáttur í menningu okkar. Um 90% landsmanna vill að tækifæri manna séu jöfn og að bilið á milli ríkra og fátæka sé hvorki breitt né djúpt.motmaeli_a_hverfisgotu_vi_fundarsta_samfylkingarfelags_reykjavikur_1147742.jpg

Jafnvel þótt að vilji manna um réttlæti sé svo ríkjandi meðal almennings veita stjórnmálamenn þessum vilja litla svörum. Þau kerfi sem stjórnmálamenn, þ.e. fulltrúar almennings móta ala á óréttlæti og spillingu. Í aðdraganda kosninga og í upphafi hvers nýs kjörtímabils eru kjósendur hafðir af fíflum. Dæmi um þetta eru að loforð, um að leggja niður kúlulánabastarðinn sem menn í daglegu tali kalla verðtryggingu og færa kerfisbundið eignir frá ungum fjölskyldum inn í fjármálakerfið, eru jafnharðan svikin.

Samþjöppun valds og eignatilfærslur frá fjöldanum og til fárra hefur einkennt samfélagsþróun á Íslandi síðastliðin tuttugu ár. Sjálfstæðisflokkurinn notaði skattakerfið til þess að auka mismunun ráðstöfunartekna í valdatíð sinni. Láglauna- og millitekju fólk var skattpínt en skattakröfum aflétt af hálaunafólki, fyrirtækjum, fjármagnseigendum og erlendum fjárfestum. Sparnaður almennings var færður í hendur örfárra fyrirtækja sem töpuðu hundruðum milljarða af fjármunum sem launþegar höfðu lagt til hliðar.

Hvernig kemst valdaelítan á Íslandi upp með að haga sér svona gagnvart almenningi? Ég tel að skýringu á þessu megi m.a. finna í misnotkun á tungumálinu okkar, slægum hugtakaskilningi landsmanna og hræðslu sem er orðin samdauna menningu okkar. Ég hef undanfarið verið að skoða skilning landsmanna á hugtakinu HÆGRI/VINSTRI. Þetta hugtak er hugtak sundrungar rétt eins og hugtakið SAMEININGAETÁKN sem notuð eru til þöggunar og til þess að berja almúgann til hlýðni.arni_og_bjorgulfur_2.jpg

Fyrrum forsetar og núverandi forseti, fram að hruni, brugðust þeim skyldum sem mælt er fyrir í  stjórnarskrá lýðveldisins þegar þeir beigðu sig undir að vera SAMEININGARTÁKN í stað þess að standa vörð um velferð þjóðarinnar. Orðið SAMEININGARTÁKN sem kemur hvergi fyrir í lögum né heldur stjórnarskrá. Í skjóli þessa orðs hefur ríkisvaldið þurrkað úr aðkomu almennings að umdeildum málum og keyrt í gegn mál sem hafa dregið úr frelsi og lífsgæðum almennings.

Styrmir Gunnarsson skrifar nýlega pistil sem var birtur í Mogganum um sundrungu á VINSTRIvæng. Kannanir hafa sýnt að kjósendur hafa lítinn samræmdan skilning á VINSTRI/HÆGRI hugtakinu. VINSTRI þýðir samkvæmt ríkjandi skilgreiningu fræðimanna að viðkomandi vilji breytingar í þágu aukins lýðræðis og félagslegra og réttarfarslegra framfara. HÆGRI er hinsvegar skilgreint þannig að menn vilji standa vörð um hefðbundin kerfi og menningargildi. Menningargildi fortíðar fela í sér vistabönd og almúga sem bugtar sig og beygir fyrir hreppstjórnanum og prestinum. Sögur úr fortíðinni segja okkur frá einokun, kúgun og fátækt.

Íslenskir stjórnmálaflokkar hafa raðað sér á skalann VINSTRI/HÆGRI en allir stjórnmálaflokkar sem hafa verið við völd á Íslandi hafa í raun verið HÆGRA megin. Þetta birtist í tregðu til samfélagslegra framfara. Það má því segja að pistill Styrmis missi marks. Sundrungsframboð hafa myndast bæðir frá sjálfstæðisflokki og framsóknarflokki undanfarið en þetta eru HÆGRI GRÆN og BETRI FRAMTÍÐ Guðmunds Steingrímssonar. Sundrungin er alls ekki á VINSTRI væng stjórnmála heldur er almenn sundrung í hinum pólitíksa ranni. Í íslenskri stjórnmálamenningu er þægð við foringjanna skýlaus krafa og því ná einstaklingar engum áhrifum nema að stofna nýjan stjórnmálaflokk.

Nú mætti kannski segja að það þurfi ekki að tíunda hvers vegna sjálfstæðisflokkurinn brást en það er hins vegar svo að fólk virðist hafa takmarkaðan skilning á ábyrgð sjálfstæðismanna á skuldavanda heimilanna, atvinnuleysi og ónýtri krónu. Ég ætla því að minna á það hér. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN setti þjóðarbúið á hausinn. Þetta gerði sjálfstæðisflokkurinn með langvarandi og markvissu arðráni, með því að grafa undan lýðræðisstoðum samfélagsins og með því að lögleiða glæpi og ala á spillingu. Sjálfstæðisflokkurinn gróf markvisst undan stoðum réttarríkisins með klíkuráðningum í hæstarétt og með því að færa löggjafarvaldið til stærstu fyrirtækjanna í landinu en Viðskiptaráð hefur skýrt frá því að 90% af tilmælum þeirra til ríkisstjórnar sjálfstæðisflokksins voru samþykkt.fightthepova_1147738.jpg

Völdin voru færð til fámennrar fjármálaelítu sem á stærstu fyrirtækin í landinu og tekin frá almenningi. Hvernig skýrum við þá afhroð VG og Samfylkingar í skoðanakönnunum undanfarið? Vill fólk ekki félagshyggju? Jú, jú fólkið vill félagshyggju en stjórnarflokkarnir hafa brugðist fólkinu í því að snúa ofan af gjörðum Sjálfstæðisflokksins. Kerfin sem Sjálfstæðisflokkurinn bjó til til þess að draga úr lífsgæðum almennings eru enn til staðar og ekki hefur verið tjaslað upp á kerfi sem styðja fólkið en Sjálfstæðismenn eyðilögðu.

Ný stjórnarskrá er að mörgu leiti misheppnuð. T.d. vantar í hana ákvæði um að breytingar á henni verði ekki samþykktar nema með beinni aðkomu kjósenda. Það er lítið í henni sem stemmir stigu við siðrofi og spillingu. Það er ekkert í henni sem í raun tryggir landsmönnum yfirráð yfir auðlindum og vald yfir eignum sínum, sbr. Lífeyrissparnaði. Landið er galopið fyrir innrás erlendra fjárfesta og arðráni valdaelítunar.

Almenningur skynjar þýlyndi stjórnvalda við kapítalismann og sniðgöngu við félagshyggju og stjórnarfarsumbætur og þetta veldur reiði. Notkun hugtaka eins og norræna velferðarmódelið um íslenskt stjórnarfar verður í besta falli hlægilegt í munni stjórnmálamanna. Ástandið væri þó verra í höndum sjálfstæðimanna. Mannlíf í landinu markast ekki eingöngu af mælikvörðum eins og landsframleiðslu og hagvexti. Inni í mælingum á landsframleiðslu á Íslandi eru t.d. hráefni sem er flutt til landsins og út úr því aftur en stórum hluta arðsins er skilað í formi vaxtagreiðslna til erlendra móðurfélaga. Þetta á við um stóriðjuna á Íslandi. Útstreymi fjármagns í þessu formi dregur úr verðmætum krónunnar og veldur því að stóriðjan skilar minni sköttum en ella. Stóriðjan er ekki mannfrekur iðnaður og stefna sjálfstæðisflokksins er ekki atvinnuskapandi til lengri tíma heldur fyrst og fremst bólumyndandi.sleeping-dogs-300x224.png

Vandamálin sem sjálfstæðisflokkurinn skapaði eru viðvarandi. Þúsundir fasteigna standa auðar og ef þær eru settar á markað hrynur fasteignaverð. Ólöglegar aðgerðir s.s. samráð um markaðsmisnotkun af hálfu markaðsráðandi fyrirtækja sum hver í eigu ríkis og almennings halda uppi fasteignaverði á íslandi. Umræða um upptöku erlends gjaldmiðils og afnám gjaldeyrishafta er í raun bara vangaveltur vegna þess að raunverulegur gjaldeyrisvaraforði er enginn heldur er ásýnd um hann sköpuð með þúsund milljarða erlendum lántökum sem kosta skattgreiðendur tugi milljarða á ári og viðheldur því raunvandamálum varðandi gjaldeyrisvaraforða. Þetta er afleiðing af verkum sjálfstæðisflokksins og vondum ákvörðunum núverandi valdhafa.

Grundvallarvandamál í Íslensku samfélagi eru sköpunarverk sjálfstæðisflokksins en núverandi ríkisstjórn hefur eigi að síður brugðist. Hún hefur hreint ekki verið það félagshyggju- og umbótaafl sem vonir stóðu til. Rotnar stoðir velferðarsamfélagsins eru enn rotnar. Jafnvel þótt umbætur hafa verið gerðar í löggjöf um klám og vændi er þeim ekki fylgt eftir af framkvæmdarvaldinu. Jafnréttislöggjöfin er jafn hunsuð og hún hefur ávallt verið. Vinnuveitendur ráðskast enn með sparifé launafólks. Fjölskyldur eru enn að sligast undan kúlulánabastarðinum sem fjölskyldum er gert að taka á sig í séreignarstefnusamfélaginu. Klíku og bitlingasamfélagið lifir góðu lífi. Fjölmiðlaumfjöllun er rotin og forheimskandi. Ég hef persónulega reynslu af ritskoðun í Stalíniskum anda.

VINSTRI/HÆGRI hugtakið er stjórntæki valdablokkanna. Það er notað sem merkimiði á fólk og gefur í skyn að eingöngu séu til tvennskonar fólk, VINSTRIfólk og HÆGRIfólk. Tvíhyggja á borð við þessa gefur til kynna tvö stríðand öfl og dregur ekki bara úr samstöðu fólks í mikilvægum málefnum heldur dregur hún einnig úr gagnrýninni hugsun og skapar hindrun í skilningi fólks á samfélaginu. Í þægð við pólunarhugtök dreifist athyglin frá mikilvægum málefnum líðandi stundar.

Mikilvægasta úrlausnarviðfangsefni að bættu samfélagi er að laga umræðuna. Afstaða til málefna sem skapa átakalínur í samfélaginu dag er ekki afgerandi. Staðan í alþjóðasamfélaginu er flókin. Fjármálakerfið er farið úr böndunum og fjölskyldur, minni og meðalstór fyrirtæki ásamt launþegum hafa beðið afhroð í þeirri menningu sem hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar hefur mótað.bilde_pen.jpg

Nýfrjálshyggjan hefur alls ekki skapað almennt frelsi heldur hefur hún þvert á móti með samþjöppun valds skapað ánauð og frelsisskerðingu fjöldans. Sjálfstæðisflokkurinn hefur engan áhuga á því að skapa almennt atvinnufrelsi með því að bæta starfsumhverfi minni og meðalstórra fyrirtækja. Þvert á móti þá hefur sjálfstæðisflokkurinn mótað umhverfi sem drepur niður rétt almennings til atvinnusköpunar og stuðlar að einokun markaðsráðandi fyrirtækja.

Landamæri á milli landa hafa orðið sífellt óljósari í heimi glóbalismans en önnur landamæri hafa tekið á sig skýrari mynd. Þetta eru landamærin á milli öreiganna og arðránssamfélagsins. Þessi heimsmynd er ný útgáfa af kúgunarsamfélagi miðalda. Nornarveiðarnar fara fram í formi útskúfunar og misnotkunar. Þeir sem eru óþægir gagnvart ríkjandi viðmiðum nýfrjálshyggjunar fá á sig nornarstimpilinn sem kirkjan útdeildi forðum en fjölmiðlar sjá um að merkja fólk með í nútímasamfélaginu. Fjölmiðlar sem eru á valdi hinnar fámennu valdaelítu.

Verkefni samtímans er að koma valdinu til fólksins. Á Íslandi þýðir þetta að útrýma þarf kúlulánabastarðinum, að tryggja þarf frelsi til athafna í helstu atvinnugreinum, að tryggja yfirráð launþega yfir sparifé sínu og að búa til umhverfi sem tryggir almenna atvinnusköpun á forsendum fólksins en útrýma því að arðránssjónarmið stóriðju, LÍÚ og fjármálakerfisins stjórni hegðun stjórnmálamanna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, stjórnsýslufræðingur

Undirrituð er félagi í SAMSTÖÐU, flokks lýðræðis og velferðar


mbl.is Skuldir heimila aukast stöðugt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. apríl 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband