Kappræða fallins embættismanns

Það fer lítið fyrir reisn í máli Geirs Haarde. Geir tók glaður við leppunum eftir Davíð Oddson þegar þeir pössuðu honum ekki lengur. Hann tók líka að sér að þrífa upp skítinn eftir áratuga stjórnarsetu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Nú situr hann uppi með skítuga tuskuna og gerir hvað hann getur að fleygja henni framan í aðra.

Þetta er hinum að kenna, hinir gerðu þetta líka, allir vondir við mig og ég á þetta ekki skilið.

Vissulega tek ég undir það að Landsdómur er fornt fyrirkomulag en eigi að síður fyrirkomulag sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft tugi ára og völd til að breyta. 

Það er löngu kominn tími til þess að skoða það ófremdarástand sem ríkir í stjórnarfari og stjórnsýslu og láta hina ábyrgu svara fyrir það. 

Lömuð stjórnsýsla og lágkúrulegt alþingi er sköpunarverk þeirra sem hafa verið lengst við völd. Grafið hefur verið viðstöðulaust undan velferðarkerfinu. Fjölmiðlar eru mun fremur áróðursmaskínur en fréttamiðlar eða vettvangur gagnrýninnar umræðu. 

 Hverju er þetta að kenna. Afleitri löggjöf og vondri landsstjórn um áratugi. 


mbl.is Það var reitt hátt til höggs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. apríl 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband