Forheimskunarherferð sægreifanna

Í aldir hafa Suðurnesjamenn sótt bjargir á miðin.

Frumbyggjaéttur þeirra til þess að nýta sjávarauðlindina var tekin af þeim þegar einokunarréttur var afhentur fámennum hóp manna, sægreifum.

Auglýsingar LÍÚ eru talandi dæmu um aðför fjármagnsins gegn lýðræðinu. Hreinræktuð forheimskunarherferð. Útgerðin hefur ekki bara dregið til sín fjármagn heldur veðsettu líka sægreifarnir sjávarauðlindina og notuðu stofnanir almennings til þess að belgja upp gengið á meðan þeir voru að forða fjármunum úr landi. Með hruninu var gengisskuldin færð á almenning.

Því miður er mjög erfitt að tala fyrir frumvarpi ríkisstjórnarinnar því það er mengað af sérhagsmunum sægreifanna. Það hallar á smábátaútgerð og herðir enn á rétti sægreifanna umfram aðra. Ekki er tekið vandamálum þeirra sem þurftu að kaupa aðgang af sægreifum að þjóðareigninni.

Firring stjórnvalda fullkomnaðist þegar ríkisstjórnin framseldi heimild til skattheimtu til sægreifanna sem er miðaldafyrirkomulag.

Gunnar Másson segir um ástandið á Suðurnesjum:

Á Suðurnesjum býr vafalaust þróttmikið og áræðið fólk og harðir sjósóknarar aftur í aldir. Ógæfa þessa fólks eru menn eins og Árni Sigfússon,sem hefur selt allar eignir samfélagsins til þess að fixa bæjarbókhaldið, Sjálfstæðisflokkurinn og afleiðingar gamla hermangsins.


mbl.is Störfin sem ekki urðu til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. maí 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband