Á fólk að borga sjálft fyrir alla heilbrigðisþjónustu?

Fyrir suma getur það rúllað á milljónum á ári.

Bændur og prestar standa með pálmann í höndunum í fjárlögum fyrir árið 2014. Framlög eru aukin til presta en Sjálfstæðisflokkurinn stígur fyrsta skrefið í að skapa ríki þar sem eingöngu hinir efnameiri hafa efni á dýrari heilbrigðisþjónustu. Það er aðalsmerki velferðarsamfélagsins að veita öllum umönnun og læknisþjónustu í alvarlegum veikindum án kröfu um endurgjald. Á Íslandi hefur verið brotið blað. Velferðarsamfélagið hefur verið höggvið niður. Samfélag sem samþykkir legugjöld á sjúkrahúsi er ekki lengur velferðarsamfélag. Upphæðin skiptir ekki máli. Það er verið að draga upp á yfirborðið formgerð samfélags þar sem eingöngu hinir ríku fá lækningu. Nú þegar þessi formgerð er til staðar þá munu talsmenn forréttindasamfélagsins ýta á að legugjöldin verði hækkuð. Bjarni Ben segir jú að hallarekstur ríkisins sé of dýr.

En hallarekstur ríkisins skýrist fyrst og fremst af kostnaði vegna erlendra lána. 85 milljarðar á þessu ári sem er tvöfaldur kostnaður reksturs Landspítalans. Forréttindastéttin sem flutti gjaldeyrinn í landinu á aflandseyjar vill fá fína heilbrigðisþjónustu í fínu hátæknisjúkrahúsi sem almennir skattgreiðendur eiga að fjármagna. Líka þeir sem eiga ekki fyrir legugjöldunum.


mbl.is Ummæli Sigmundar óskiljanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. október 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband