Hverju skilaði stjórnartíð sjálfstæðisflokksins

Gjaldþrota seðlabaka, gjörvallt bankakerfið fór á hausinn, flestir businessmenn urðu glæpamenn, hundruð barna hafa misst heimili sín, minni og meðalstór fyrirtæki eru gjaldþrota eða berjast í bökkum, 50 ríkisfyrirtæki voru einkavædd með leynd og lentu flest í höndum vina eða stjórnmálamanna, stöndug fyrirtæki eins og Landsvirkum og Orkuveitan töpuðu gríðarlegum fjárhæðum og römbuðu á barmi gjaldþrots, heil kynslóð Íslendinga var gerð að öreigum, þúsundir starfa töpuðust og þetta virðist Bjarni líta á sem stjórnvisku.

Hann vill lækka skatta en skattarnir fara til þess að mennta börnin okkar og að sinna sjúkum. Hann vill að með lækkun skatta verði hrægammasjóðum gert auðveldara fyrir að innheimta ólögmætan kostanð af íslenskum heimilum (verðtrygginguna).

Nú og til þess að kóróna viskuna vill Bjarni rétta fólki hjálparhönd. Mín reynsla af hjálparhöndum sjálfstæðisflokksins er að yfirleitt lenda þær í vösum mínum og annarra þar sem þær hjálpa mínum peningum yfir í vasa hinna sem njóta velþóknunar sjálfstæðisflokksins.

 


mbl.is Nauðsyn að lækka skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. febrúar 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband