Menn bulla fyrir stóriðjuna

Þorsteinn Víglundsson virðist halda að ef ekki væri stóriðja væri ekki hægt að nota orkuna í annað. stori_ja.jpgEitt af því sem stóriðjuárátta Framsóknarflokksins hefur haft í för með sér að menn hafa ekki beint athyglina að öðrum tækifærum. Tækifærum sem myndi eflaust færa landsmönnum meiri tekjur og meiri lífsgæði.

Störf í stóriðju eru ekki spennandi. Stóriðjan nýtir ekki frumkvæði, sköpunarkraft og sjálfstæði landsmanna. Menn verða leiguliðar í eigin landi sem vinna fábreytt og leiðinleg störf.

Nýjasta útspil Steingríms J var að gera samninga um kísiljárnsverksmiðju á Bakka. Dæmigert kjördæmapot en saga uppbyggingar stóriðjunnar er einmitt vörðuð atburðum um vonda samninga sem menn hafa gert til þess að afla sér velvildar fólk í héraði. 

Steingrímur vill veita stóriðju á Bakka ívilnanir. Hann vill gefa eftir greiðslu skatta og tryggingagjalds. Aðrir launþegar og önnur fyrirtæki eiga að borga tryggingagjaldið fyrir stóriðjuna á bakka. 

Stóriðjan á Íslandi er að greiða hreina skömm í skatta. Nettótekjur af útflutningi eru sáralitlar vegna þess að stóriðjan fer með mikið fjármagn úr landi í formi fjármagnskostnaðar til erlendra aðila.jarnarusl.jpg


mbl.is Útflutningstekjur marklaust hugtak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. apríl 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband