2013-04-13
Fyrir íslenska neytendur
Neytandinn í íslensku samfélagi á sífellt í vök að verjast. það stafar af þeirri fákeppni sem ríkir á íslenskum markaði á flestum sviðum. Stóru markaðsráðandi fyrirtækin eru staðin reglulega að samráði og eru dæmd til sekta sem þau snýta út úr neytandanum.
Þessu þarf að breyta. Það þarf að koma á ábyrgð stjórnenda gagnvart þeim lögbrotum sem þeir fremja í starfi. Skapa betri aðstæður fyrir minni fyrirtæki.
Íslenskur almenningur er orðin leiður á þessu fokki sem viðgengst stöðugt í íslenskum viðskiptum.
![]() |
Regnboginn hafnar ofurtrú á frjálshyggjunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2013-04-13
Sett mörg fyrirtæki á hausinn
Framsóknarflokkurinn ber mikla ábyrgð á mörgum verstu stjórnsýsluákvörðunum sem teknar hafa verið í Íslandssögunni. Þessar ákvarðanir voru flestar teknar í skjóli Sjálfstæðisflokks.
Valdanetið sem Framsókn spinnur þegar flokkurinn fer með völd minnir meira á mafíu en stjórnmálaflokk.
Fólk sem kann lítið og getur lítið er bakland flokksins þegar hann velur í stjórnir og nefndir. Þetta eru aðilar sem hafa lítinn skilning á stjórnsýslusiðferði og stjórnmálasiðferði og veigrar sér ekki við að misbeita valdinu.
Klíkuráðningar, klíkuútboð, ofsóknir gagnvart þeim sem samsama sig ekki klíkunni, einkavæðingar til klíkuvina, einkaréttur til klíkuvina...allt hefur þetta verið aðalsmerki framsóknar.
Dautt lífríki og Kárahnjúkavirkjun
Ónýtur Íbúðalánasjóður og brask
Ónýt orkuveita og spilling
Kvótalögin og sægreifarnir. Kvótahafarnir fengu 44 milljarða króna árið 2012 eftir að hafa greitt 2 milljarða kr. í veiðigjald
![]() |
Syndir framsóknarmanna eru stórar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
2013-04-13
Kvenfyrirlitning í röðum Pírata
Hvað ætla píratar að gera við sýn Jón Þórs á konur en hann hefur skrifað:
Sjálfstæðir karlmenn sem sætta sig ekki við að sóa lífinu í rifrildi og vilja vernda tilvonandi börn sín fyrir því að alast upp við stríðsástand, leita þar til þeir finna konu sem finnst mikilvægara að veita fjölskyldu sinni griðastað en að rífast um heimilisverk; konu með fjölskyldufaðm, þar sem frið er að finna. Það er auðvelt að gleyma því sem við viljum í raun og fórna meiru fyrir minna.
Inntakið í þessum texta er að konur beri ábyrgð á því að halda friðinn, skulu vera auðmjúkar og hlífa karlinum við röfli um húsverk. Konur sem ekki eru búnar þessum kostum virðast vera "ónýtar" konur að mati Jóns Þórs.
![]() |
Hvetja til útstrikana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |