Fagmaður er ekki vitur eftir á eða vit-laus við ákvarðanatöku

Það er auðvitað hægt að læra mikið af reynslunni. En ástæðan fyrir því að oft er sóst eftir vel menntuðu fólki til starfa er sú að mistök geta verið dýrkeypt. Sérfræðingi leyfist einfaldlega ekki að nota frasann "það er auðvelt að vera vitur eftir á". Fyrir sérfræðinginn er það að vera vitur eftir á ekki valkostur.

Fagmaðurinn á að nota vitið við undirbúning ákvarðanna en ekki sem eitthvað verkfæri sem hann beitir í framtíðinni til þess að velta fyrir sér klúðrinu sem ollu brunarústunum.

Það er heldur ekki boðlegt að forstjóri ríkisstofnunnar sem hefur gerst sekur um afglöp í starfi segi þetta er búið og gert.

Fyrir fjölda Íslendinga er þetta ekki búið og gert heldur lifa þessi mistök með okkur í samtímanum og speglast í öreiga kynslóð á aldrinum 25 til 45 ára.  Embættisafglöp Guðmundar Bjarnasonar og pólitísk spilling Framskóknarflokksins verður þung byrði á ungu fólki um langt skeið.


mbl.is „Auðvelt að vita betur í dag“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvö lýðveldi á Íslandi

Ég legg til að stofnuð verði tvö lýðveldi á Íslandi.

Eitt fyrir kjósendur Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sem borga í sér ríkissjóð og fá síðan þjónustu frá vanhæfu, klíkuráðnu starfsfólki og borga svo tapið þegar að allt fer til fjandans.

Hitt lýðveldið borgar svo í annan ríkissjóð sem rekur stofnanir sem veita faglega þjónustu og bera ábyrgð. Þeir sleppa síðna við að borga fyrir klúður hinna.
mbl.is Gleyma þætti bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. júlí 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband