Aumingja litla krónan

Krónan er í sjálfu sér bara mælikvarði en því miður mjög ótraust sem slík. Ekki þætti smiðnum það þægilegt ef að tommustokkurinn hans skryppi sífellt saman og eitthvað yrði húsið skrítið sem byggt væri eftir leiðbeiningum slíks mælikvarða.

Það er ekki skrítið þótt margir kjósendur þori ekki að hugsa sjálfstætt þegar að allir tommustokkar í samfélaginu virðast skreppa sundur og saman. Svart er hvítt og hvítt er svart á þessari eyju hugtakabrenglunar. 

Sjálfstæðismenn hafa verið duglegastir við að notfæra sér að kjósendur fara í kvíðakast ef það er farið fram á það við þá að þeir hugsi sjálfstætt. 

Það hefur fallið gagnrýnislaust í frjóan jarðveg kjósanda sem aðhyllast frelsi og sjálfstæði að þessi flokkur vinni þessum þáttum brautargengi í samfélaginu þótt veruleikinn sýni allt annað. Sjálfstæðisflokkurinn hefur gengið lengst allra flokka í að setja höft, stuðla að einokun og verðsamráði og selt útlendingum ítök í stjórnun efnahagslífsins. 

Gjaldeyrishöftin eru verk sjálfstæðisflokksins, ítök alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru verk sjálfstæðisflokksins, einokunin um sjávarmiðin eru verk sjálfstæðiflokksins og sjálfstæðisflokkurinn á heiðurinn af hugtakinu kjölfestufjárfestar sem er fyrirbæri sem keyrði þjóðarbúið í þrot. 

Samfylkingin ætlaði að ganga fram með svipaðar blekkingar þegar Jóhanna Sigurðardóttir sleppti hugtakinu norræn velferðarstjórn út í loftið. En kjósendur í þeim ranni létu ekki blekkjast og gagnrýndu harðlega þessa misnotkun á hugtakinu og sömu útreið fékk skjaldborgarspilling_ja_1207820.jpgumræðan. Kjósendur vinstriflokkanna virðast í meira mæli byggja á sjálfstæðri hugsun enda hafa vinstri flokkarnir gengið skemmra í forheimskunni en þeir flokkar sem nú eru við völd.

Fyrir mörgum er sjálfstæðisflokkurinn trúarbrögð og nátengdur kirkjunni. Davíð Oddson er tekinn í heilagra manna tölu og orð hans lög. Frjálshyggjuhugtakinu hefur verið misþyrmt í flokknum sem í raun aðhyllist kommúnisma. Þeir vilja mikil ríkisafskipti til þess að vernda ákveðin fyrirtæki gegn nýliðum. Nýsköpun hefur löngum verið eitur í beinum sjálfstæðisflokksins. 

Löggjafinn og stjórnarráðið er notað til þess að tryggja refsileysi glæpa sem lúta að neytendum eins og t.d. verðsamráð og vörusvik. 

 


mbl.is Vill að Ísland taki upp bitcoin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. júlí 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband