Endar fáránleikinn einhverstaðar?

Eignarhaldsfélaginu Fasteign sem leigir sveitarfélaginu Álftanesi sundlaugina fyrir hundruð milljóna á ári.

 

Meðal annarra eigna sem voru lagðar inn í Sjóvá var 6,2 milljarða skuldabréf á Askar Capital sem hefur þegar gengið í gegnum nauðasamninga (og Tryggvi Þór Herbertson stjórnaði en hann hjálpaði Miskin að falsa góðærisskýrslu sem Miskin fékk 20 milljónir fyrir að skrifa.)

Sveitarfélagið Álftarnes er víst komið á hausinn en hvernig stendur á því að ríkið á eignarhaldsfélagið Fasteign?


mbl.is Veð í sundlaug stofnfé Sjóvár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, Jakobína.  Það gerist ekki fyrr en síðasti fávitinn er fæddur.  Og ég hugsa að langt sé í það, hér á Íslandi allavega.

jóhanna (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 05:08

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Leiðist ógurlega að taka undir þetta ákall um fáránleikann! 

Held í raun að við séum rétt að sjá hann birtast. 

Endurreisn fáránleikans, með sömu og svipuðum persónum og leikendum, og nákvæmlega sama bissnessplani.

Eitt af því sem mér finnst töfrandi og trekkjandi við Ísland eftir áralanga dvöl erlendis (11+ ár), er hversu vel allir þekkja alla (í góðum skilningi), færð aldrei hálsríg af því að maður er stöðugt að kinka kolli til kunningja og kollega, vina og vandamanna.  Þess vegna skil ég ekki þessa "múra" sem allir byggja í kringum sig, horfa á eitthverjar tölur sem eru greiðsla eða veð og svo þegar potað er í greiðsluna vita allir að hún er gúmmítékkur  eða sundlaug í gjaldþrota bæjarfélagi.´

Maður spyr sig;  hefur gufan úr Hellisheiðavirkjun verið efnagreind; hljóta að vera einhver áður óþekkt ofskynjunarefni í henni

Jenný Stefanía Jensdóttir, 20.1.2010 kl. 05:23

3 identicon

Ég er búin aðlifa í tæp 7o ár, og búin að muna tímanna tvenna. Mínir kunningjar eru nú farnir að tína tölunni svo engan fæ ég hálsríginn. en mér er líka sama."Öll förum við víst sömu leiðina, ef okkur endist líf og heilsa."Sagði sú gamla í kirkjugarðinum forðum.  Kæra Jenny Stefanía Þú semsagt ert að gefa upp heilbrigða stöðu hér á Íslandi því allir kinka kolli og kyngja skítnum sem verið er að troða í landanna.  Ég held að þú ættir að drífa  þig burt áður en þú ferð að rannsaka gufuna ú Hellisheiðarvirkjun.þetta eru bara góð ráð til þín.  kveðja.

Jóhanna (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 05:47

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæl Jóhanna mín, ég held að þú hafir misskilið mig að einhverju leyti; kinka kolli til vina og kunningja þýðir ekki að kyngja skít, síður en svo.  Það er einmitt það sem er svo töfrandi við Ísland Jóhanna, maður labbar einn rúnt í bæinn, og kinkar kolli til kunnulegra andlita, faðmar og kyssir jafnvel aðra sem á vegi manns verða.

Ég þarf ekkert að drífa mig neitt, ég er í burtu, en sendi þér hlýjar kveðjur og kollakink.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 20.1.2010 kl. 05:55

5 identicon

Sæl Jenný mín !  Það var vitinu meira að vera ekki á Klakanum, því það er að æra óstöðugan.. Hafðu það sem best ílandinu sem þú býrð í , og reyndu að hugsa sem sjaldnast til álagaeyjunnar.

Jóhanna (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 11:16

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæl Jenný Anna

Jú við höfum sem betur fer enn efni á að kinka kolli en sem betur fer er fólk hætt að kinka kolli þegar það heyrir bullið um Icesave

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.1.2010 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband