Pólitík í kreppu

Ég hef boðið mig fram í forvali VG fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Það gengur ekki þrautalaust því fréttarblaðið telur gagnrýni mín á fjármálaráðherran sé skrítinn kosningabrella. (þeir sem vilja styðja mig í þessu framtaki geta farið inn á http://www.vg.is/ganga-i-flokkinn/ en það þarf að gera fyrir 26. jan nk en forvalið verður haldið 6. feb)

Ég sendi Fréttablaðinu svargrein sem það sér sér ekki fært að birta í pappírsmiðlinum en ég birti hana hér:

Lestur Fréttablaðsins getur á tíðum verið hin besta skemmtun. Ég er ekkert sérlega fræg og get vart talist sérlegt umfjöllunarefni fréttablaða en hann Bergsteinn sem sér um innsendar greinar tók upp á því í gær að fjalla sérstaklega um mig í dálkinum „frá degi til dags“. Bergsteinn veltir því fyrir sér hvort ég beiti öfugri sálfræði í kosningabaráttu en ég hef boðið mig fram í forvali VG. Bersteinn vekur athygli á því að ég hef skotið föstum skotum á Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra og formann flokksins.

Hvers vegna er það „öfug“ sálfræði? Er það „rétt“ sálfræði að lúta höfði ef foringinn virðir ekki stefnu flokksins? Ég hef gengið í lið með vinstri grænum vegna þess að stefna flokksins er umhverfisvæn, boðar jöfnuð og styrka stoð samfélagsins við borgarbúa. Ég styð alla þá sem tilbúnir eru að fylgja þessari stefnu og myndi einnig styðja Steingrím ef hann væri að því. Það er mikilvægt fyrir frambjóðendur Vinstri grænna að gera sér grein fyrir því að þeir eru þjónar fóksins en ekki þjónar foringjans. Foringjaþægð hefur kostað landsmenn gríðarlegar fórnir og foringjar Íslands hafa ekki staðið sig vel sama hvar í flokki þeir standa.

Ég verð þó að játa að ég hef ekki sterka tilfinningu fyrir því að Steingrímur hafi neitt sérstakt dálæti á mér. Hann hafði t.d. ekki samband við mig þegar hann valdi hóp til þess að semja um Icesave en leiða má líkum að því að ég hefði landað betri samningi en Svavar Gestson. Ég tel það þó litla upphefð þar sem ég tilheyri mjög stórum og almennum hópi hvað þetta varðar. En af hverju get ég þá státað mig sem hugsanlega myndi styrkja framboð Vinstri grænna? Ég held að hver manneskja ætti að hugsa um þetta þegar hún býður sig fram til þess að starfa í almannaþágu.

Við skulum þá aðeins skoða málið. Jú ég er stjórnsýslufræðingur og hef því nokkuð vit á stjórnsýslunni. Ég hef einnig lokið MSc gráðu í stjórnun og stefnumótun og var að ljúka við doktorritgerð en rannsóknin fór fram á vettvangi borgarinnar. Pólitíkin, stjórnsýslan og grunnskólarnir voru vettvangur rannsóknarinnar. Þá er það afgreitt, þekkingin er til staðar en auðvitað þarf að nota þekkingu til góðra hluta. Hverjar eru mínar hugmyndir um stjórnmál í borginni. Ég er mjög Vinstri græn. Það er mér t.d. kappsmál að borgarfulltrúar fari ekki að selja eignir borgarinnar aðilum sem vilja græða á því að gera velferðarkerfið að söluvöru.

Þar sem AGS hefur komið að málum hafa lífsnauðsynjar s.s. vatn, orka og verlferðarþjónusta einatt orðið að dýrum söluvarningi og það valdið hryggð margra en gleði fárra. Það er einhver barnsleg trú sumra manna að með komu sinni hingað hafi þau öfl sem standa að baki AGS misst áhugann á því að græða. Ég fór sjálf í kaffi til Rozwadowski og spurði hann um starfshætti AGS og hann sagð mér að sanngirni og réttlæti væri ekki þættir sem væri innbyggðir í það módel sem þeir notuðu. Það er því köld krumla nýfrjálshyggjunar sem ræður þar ferð. Gegn þessu þarf að sporna og við sem byggjum landið þurfum að standa vörð um þá velferð sem við höfum sjálf byggt upp í landinu en forysta sjálfstæðisflokksins verið að rústa í óþökk margra.

 


mbl.is Deilt um fjárfestingar REI í borgarráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Takk fyrir brosið fyrir svefninn.

Ef það væri den, til dæmis 2007, þá myndi ég ganga í VG og kjósa þig.

En af prinsipp ástæðum geri ég það ekki í dag.  Það er liðið að þeir fái mitt atkvæði.

Ekki nema ef þeir sjái að sér og bjóði þig fram til formanns.

Þá færðu mitt atkvæði.

Og mikið takk fyrir skemmtilegan pistil.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.1.2010 kl. 23:45

2 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Sæl Jakobína

Vonandi fer að heyrast aftur í mér eftir langa þögn.

Ég hef stutt stóran hluta af stefnu VG í þónokkurn tíma en ég hef alltaf haft smá áhyggjur af því að skelegg framganga þingmanna flokksins hafi verið í skjóli þess að þeir þurftu ekki að taka ábyrgð á orðum sínum.

Þegar VG komst í stjórn voru áhyggjur mínar að hluta til staðfestar. Og raunin er sú að VG er lítið öðruvísi en aðrir flokkar.

Eða hvað? Þrátt fyrir fyrirsjáanleg vonbrigði mín með flokkinn þá er smá ljós í myrkrinu. Í VG virðist vera greiðari leið fyrir "grasrótina" að koma sínum málum og fólki að, heldur en í öðrum flokkum.

Sú staðreynd  að Lilja mósesdóttir komst að og virðist hafa stuðning innan flokksins þrátt fyrir sjálfsæði sitt gefur örlita von um að VG geti orðið stjórnmálaafl sem stuðlar að stefnubreytingu frá þeirri alþjóða nýfrjálshyggjusefnu sem stjórnar öllu um þessar mundir. Ég bý því miður í Kópavogi og hef því ekkert með það að gera hvernig VG í Reykjavík raðar á lista en ég styð þig heils hugar í þessu framboði og vona að VG liðar í Reykjavík beri gæfu til styðja þig inn í borgarstjórn.

Það er gríðarleg þörf fyrir fólk sem hugsar gagnrýnið og er óhrætt við að tjá þær skoðanir. þú hefur sýnt báða þessa eiginleika. 

Gangi þér vel í forvalinu.

Varðandi fréttablaðið: Svo virðist sem Fjórflokksgleraugu fjölmiðla séu óbrjótanleg. Ég held að fréttafluttningur hér á landi fari hratt versandi með hverjum deginum sem líður. Hvar endar þetta eiginlega?

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 21.1.2010 kl. 23:54

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk fyrir innlitið.

Það er ágætt viðtal við Lilju í helgar-DV. Hún hefur staðið sig gríðalega vel. Styðjum við bakið á henni. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.1.2010 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband