Enn um Icesave -Norska þingið með frumvap

Norskur Hagfræðingur sendi mér Þennan tengil.

Tengillinn er á frumvarp sem lagt hefur verið fram í norska þinginu en þar segir:

Representantforslag fra stortingsrepresentantene
Hans Olav Syversen, Dagrun Eriksen og Knut
Arild Hareide om bistand til Island uavhengig av
IceSave-avtalens skjebne

Lagt er til í frumvarpinu að Noregur aðstoði Ísland hvað svo sem líður niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslu um ríksiábyrgð á Icesave

eða orðrétt

Aðstoð til handa Íslandi hvað svo sem líði örlögum Icesave-samkomulagsins 

Í frumvarpinu segir m.a.

"Vi må alltid være forsiktige, og særlig i våre relasjoner
med mindre stater, slik at vi aldri foreslår en
avtale som vi ikke [selv] ville være villig til å akseptere
hvis situasjonen var motsatt".

eða á Íslensku:

Við verðum að vera varkár og sérstaklega í samskiptum við minni ríki þannig að við leggjum aldrei til samkomulag sem við sjálf myndum aldrei samþykkja ef aðstæður væru öndverðar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér að segja frá þessu, Jakobína. Ég var einmitt að átta mig á þessum mikla stuðningi þessa fólks við málstað okkar – takið eftir, að þessi þrjú, Hans Olav Syversen, Dagrun Eriksen og Knut Arild Hareide, eru öll þingmenn fyrir Kristilega þjóðarflokkinn í Stórþinginu – og ég skrifaði bæði inn á vefsíðu Syversens í nótt, sem og þetta blogg hér heima (þar sem líka er vísað í vefsíðu hans): Norski Kristilegi þjóðarflokkurinn tekur afstöðu með Íslandi og gegn tengingu norska lánsins við Icesave-málið.

Sem flestir af samherjum okkar, sem mælandi eru á Norðurlandatungur, ættu með einhverjum hætti að leggja málstaðnum lið, t.d. með lesendabréfum, netbréfum til norrænna vina sinna, veskrifum o.fl., því að svo mikilvægt er það að þrýsta á stjórnvöld þessara landa að aflétta lánabanninu sem þeir viðhalda í þjónkan við AGS!

Jón Valur Jensson, 24.1.2010 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband