Hvorki fugl né fiskur?

Þær sögur fara af rannsóknarskýrslunni að ummæli um krassandi innihald séu stórlega ýktar. En það kemur í ljós við birtingu skýrslunnar hvort tár Tryggva hafi verið ekta eða hvort Tryggvi sér sérlega viðkvæmur.c_ordid_kjartan_gunnarsson_og_thorger_ur_katrin_955566.gif

Ýmsir fjölmiðla-, stjórnmála- og bankamenn eru sagðir áhyggjufullir vegna þess að þeir óttast að upp komist um fjármálatengsl þeirra við fjármálamafíuna.

Merkilegt því nú þegar liggur fyrir að hálf stjórnmálastéttin og góður hluti fjölmiðlastéttarinnar eru flæktur upp fyrir haus.

Það er athyglisvert að það er ekki hægt að ráða í forstjóra- eða bankastjórastöður hjá ríkinu nema kúlulánaþega og braskara. Er tryggara að hafa sökudólga við stjórnvölinn vegna þess að þeir hafa hag af því að þegja um það sem þeir verða áskynja?davi_ii_955565.jpg

Þorgerður Katrín hefur kostað ríkissjóð 850 milljónir fyrir utan 50 milljónir sem manneskjan hafði geð í sér til þess að gefa handboltaliðinu þótt hún vissi að efnahagskerfið væri að hrynja árið 2008.

Nú er spurningin hvernig bregðast menn við þegar syndir þeirra verða afhjúpaðar í skýrslunni. Mín spá er, þeir munu sitja sem límdir á sínum stólum og fara með rulluna "við eru öll sek". 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Takk fyrir góða grein!

Heidi Strand, 28.1.2010 kl. 09:07

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Séð og heyrt ?

hilmar jónsson, 28.1.2010 kl. 09:09

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Flest þessi mál hafa verið nánast upplýst að minni hyggju gegn um okkar ágæta DV. Nú bíð ég bara eftir því að gera úttekt á því sem vantar í skýrsluna af þeim upplýsingum sem DV var búið að birta upp að hinum ýmsu stigum.

Og vel að merkja: Skyldi vera búið að ákæra í Giftarmálinu sem orðið er býsna gamalt? 'Olafur í Samskipum er enn að kaupa fyrirtæki.

Árni Gunnarsson, 28.1.2010 kl. 09:30

4 Smámynd: Auðun Gíslason

Já, Árni.  Og Valgerður Sverrisdóttir situr á öllum fyrirlestrum um aðdraganda hrunsins, sem í boði eru!  Ráðherraábyrgðin er að verða firnd!  Hvort afglöp eða meint misferli með meint almannafé firnist á sama tíma, veit ég ekki!  Kannski liggja meintu Giftarmilljarðarnir á  meintum reikningi meints sparisjóðsins á  meintri Svalbarðsströnd, meintri heimabyggð meints fyrrverandi ráðherra???

Auðun Gíslason, 28.1.2010 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband