Er þetta tromp fjármálaráðherrans?

Ég horfi upp á það hvernig ríkisstjórnin og vanhæf stjórnsýsla rænir almenning endalaust. Kosningaloforð eru svikin til hægri og vinstri. Allar smugur eru notaðar til skattheimtu og óreiðufólk í fjármálum fær afskrifað.

Ég þekki til þess að einn útrásarvíkingurinn keypti sér hús á hundarð milljónir. Reif það  og byggði 600 fermetra kastala. Færði kastalann á nýja kennitölu fyrir hrun. 

Framundan er að bera út þúsundir sem ekki ráða við stökkbreytt lán.

En ég er að velta fyrir mér hvort fólk geri sér grein fyrir hvernig stjórnsýslan og stjórnmálamenn eru sífellt með alla þræði úti til þess að hafa fé af almenningi. Allur fjórflokkurinn ástundar þetta og beitir allskonar kúnstum.

Dæmi er t.d. hækkun fasteignamats sem leiðir til hærri fasteingnagjalda sem eru óháð tekjum. Annað dæmi er útreikningur á íbúðalánssjóðslánum sem hafa þann undarlega einginleika að hækka eftir því sem fólk borgar meira. 

Lífeyrssjóðirnir hafa nýtt sér þetta til þess að raka inn peningu sem þeir fóru að leika sér með í æfintýrafjárfestingum sem þeir síðan töpuðu í hruninu.

Nýjasti leikurinn er að koma fjármunum lífeyrissjóðanna í hendur verktökum með þvi að láta þá fjármagna steypuframkvæmdir. 

Hvenær rís almenningur upp?


mbl.is Vísar ásökunum um lygar á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Það er ömurlegt til þess að vita að við almenningur skulum þurfa að borga kastalann, vona að þetta verði tekið af honum

Eyjólfur G Svavarsson, 3.2.2010 kl. 13:41

2 identicon

www.kjosa.is

lífeyrissjóðeigandi (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 17:03

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk H.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.2.2010 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband