Það er ýmislegt ómerkilegt þessa daganna

Það ljótasta sem ég heyri er þegar menn segja "við erum öll sek". Það eru oftast pólitíkusar sem þyggja bitlinga til hægri og vinstri, stunda sjálftöku og hygla að vinum sínum.

Það er einfaldlega þannig að yfir 90% þjóðarinnar hafði enginn áhrif á það hvernig mál þróuðust. Fjórflokkurinn er fyrir löngu búinn að eyðileggja kosningakerfið og ekki samþykkir almenningur endalaus svik kosningaloforða.

Ekki er það almenningi að kenna að nánast ALLIR fjölmiðlar eru í vasanum á fjármálaöflunum (undanskil DV og útvarp Sögu) og varla verður almenningi kennt um það að stjórnmálamenn eru í vasanum á fjármálaöflunum.

 


mbl.is Sakaði þingmenn um mannaveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ja, ekki er ég sek svo mikið er víst, en þessir fjórflokka meðlimir eru að verða búnir að skíta út í öll horn, það minnkar álit mitt með hverjum deginum sem líður.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.2.2010 kl. 14:54

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Okkar mesta sök felst í því að vera íslendingar.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 3.2.2010 kl. 15:37

3 identicon

'Eg er líka alsaklaus, m.a. af spillingu, pólitískri, jafnt sem fjármálalegri, og á ekki einu sinni flatskjá, og er þar að auki óflokksbundin.

Engu að síður finnst mér að við, almúginn, séum sök að því að hafa ekki séð í gegnum þau sem við höfum kosið til að stjórna þjóðarskútunni fyrr en þau voru búin að sigla henni í strand og á daginn kom að það voru bara til björgunarhringar fyrir fyrsta farrými.

Það er furðulegt að gáfaðasta, menntaðasta og elsta lýðveldi heims vandaði ekki betur foringjaval sitt.

Kannski ættum við að leiða hugann að því hvernig við getum best undirbúið næstu kynslóð til að axla sínar skyldur sem þegnar í lýðveldisríki.

Agla (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband