Ljótt að hugsa um þetta mál af einfeldni

Fyrirliggjandi samningur setur ALLA áhættuna af Icesave samtals 750 milljarða á axlir Íslendinga.

Það varð bankahrun árið 2008 og það geru endurtekið sig. Hvar standa Íslendingar ef eignir Landsbankans gufa upp í einhverri lægð.

Málið er grafalvarlegt og það er verulega ljótt að líta fram hjá tilteknum hliðum þess. 

Með því að samþykkja ríkisábyrgð er í raun verið að samþykkja allt að 1.000 milljarða skuldbindingu. 


mbl.is Nýtt mat liggur ekki fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig væri nú að greiða Icef skuldina með eignum  ef þær eru þá til, það er þá allavega byrjunin og sjá svo hvað eftir stendur, hef það á tilfinningunni að búið sé að nota þær upp í aðrar skuldir sem banka þjófarnir hafa komið sér í ásamt Bretum og Hollendingum.

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 21:18

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þetta er alla vega mjög furðulegt

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.2.2010 kl. 23:50

3 identicon

Á öxlum hverra stendur bankakerfið ?  Karlsins í tunglinu máske ?

Annað bankahrun kæmi ekki á óvart.

Ástæðan er einfaldlega sú að það eru sömu "stjórnendur" og lykilmenn meira og minna bæði á alþingi og í bönkunum. Sýsla með sömu fjármunina og áður (m.a. fjármuni lífeyrissjóðanna, sem nú á að grafa dýpra eftir) sami markaður og svo framvegis. Enda því skyldu þessi ofurmenni víkja ? Karlar og konur sem eru löngu búin að sanna "hæfni" sína   

Önnur vísbending: Haldið er áfram að hygla verulega að fáum útvöldum, eins og gert var á síðustu árum ( í stað þess að slá skjaldborg um heimilin ).

Og svo framv. 

Nú svo til gamans og fróðleiks birti ég hér tilkynningu vegna  stofnunar sjóðs sem á að höndla með fjármuni lífeyrissjóðanna (þ.e. hluta af því sem eftir er):

 "Á stofnfundinum var kjörin sjö manna stjórn Framtakssjóðs Íslands. Hana skipa Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, Auður Finnbogadóttir, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar, Baldur Þór Vilhjálmsson, forstöðumaður eignastýringar hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, Guðfinna Bjarnadóttir, fyrrverandi alþingismaður, Ragnar Önundarson, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri fjármála- og þróunarsviðs  Háskólans í Reykjavík, og Vilborg Lofts, rekstrarstjóri heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands"

Þetta er ábyggilega allt hið besta fólk og vel meinandi en það sem stingur mig í augun er að hér er ekkert um "nýliða" í hópnum.  Allt saman vel tengt fólk í atvinnulífinu og stjórnmálum. 

Sum sé sama gamla súpan 

Ábótinn (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband