Það þarf nú kannski að svara því fyrst hvað er venjulegur Íslendingur. Eru stjórnmálamenn venjulegir Íslendingar? Til dæmis stjórnmálmaður sem hefur verið í forsjá flokks síns og skattgreiðenda frá því að hann lauk skólagöngu. Hvað með Íslendinginn sem fékk 20 milljónir í mánaðarlaun?
Hinn venjulegi Íslendingur fékk á bilinu 150 til 600 þúsund í mánaðarlaun. Hann keypti hús eða íbúð á uppsprengdu verði og skuldsetti sig upp í rjáfur. Stjórnmálamenn sem fengu góða styrki frá byggingaverktökum tóku ákvarðanir sem leiddu til gerviverðs á húsnæðismarkaði. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar handfærði upp fasteignamat til þess að auka veðhæfni húsnæðis. Sama ríkisstjórn færði veðmörk upp í 90%. Þá var fyrirkomulagi á úthlutun lóða hagað þannig að því fylgdi lóðabrask. Í kjölfar þessara ákvarðanna hækkuðu fasteignagjöld og vaxtabætur þurrkuðust út hjá mörgum fjölskyldum.
Ríkissjóður græddi, borgarsjóður græddi, byggingarverktakar og lóðarbraskarar græddu en síðast en ekki síst græddu bankarnir sem voru komnir í eigu vildarvina Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.
En fyrst að svo margir græddu þá hljóta einhverjir að hafa tapað. Það liggur nefnilega í eðli málsins að þegar að einn græðir þá tapar annar. Jú þeir sem töpuðu voru þeir sem keyptu sér húsnæði á tímabilinu 2003 til 2008. Sérstaklega þeir sem voru að kaupa í fyrsta skipti, þ.e.a.s. unga fólkið.
Þetta ferli hófst ekki óvart. Stjórnmálamenn voru á mála hjá bönkum og bröskurum. Í stað þess að taka ákvarðanir sem voru góðar fyrir venjulega Íslendinga" tóku þeir ákvarðanir sem voru góðar fyrir óvenjulega Íslendinga, þ.e.a.s. fyrir fólk sem hafði milljónir í mánaðartekjur og fyrir stjórnmálamenn sem þáðu greiða af óvenjulegu Íslendingunum.
Auk þess sem venjulegum Íslendingum er ætlað að greiða gerviverð fyrir húsnæði sitt er þeim ætlað að fjármagna bankanna. Fjármagna banka sem nú þegar eru búnir að hafa af þeim gríðarlegt fjármagn vegna vaxta og verðbóta af lánum. Lánum sem fjármagna gerviverð sem nú er að hjaðna niður í byggingarkostnað án þess þó að skuldir vegna húnæðis hjaðni.
Óvenjulegum Íslendingum er ekki ætlað að bera skaðann. Þýðir þetta að venjulegur Íslendingur er sá sem tapar en óvenjulegur Íslendingur er sá sem græðir?Óvissu um framtíð Haga eytt | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:58 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Heimsóknir
Greinar og viðtöl
- Jakobína rasende på Halvorsen
- Jeg er en av islendingene som den norske finansministeren Kristin Halvorsen mener skal ta konsekvensen av «vår egen gambling».
Icesave
- Fyrsti Icesave samningurinn
- Grein eftir Jón Daníelsson
- Grein á Íslensku eftir Jón Daníelsson
- Sjálfstæðisflokkurinn klúðrar Icesave
- Brot á tilskipun ESB að veita tryggingasjóð ríkisábyrgð
- Icesavelög
- Seinni lög um ríkisábyrgð
- Fyrri lög um ríkisábyrgð
- Icesave Nauðurgarsamningur I
- Nauðungarsamningurinn á Íslensku
- Settlement agreement
- Meira klúður sjálfstæðisflokks
- Uppkast sjálfstæðisflokksins að Icesavesamningi
Mínir tenglar
- Opinn borgarafundur
- Nei
- Smugan
- Nýir tímar
- Nýja Ísland
- Göngum til lýðræðis
- Íslendingar í ánauð
- Raddir fólksins
- Hver veit?
- VALD
- Ákall til þjóðarinnar
- Nafnlaus upplýsingagjöf
- Atvinnutækifæri
- Betra Ísland
- Eyjan
- Borgaraleg óhlýðni
- Leyniþjónusta götunnar
- Neyðarstjórn kvenna
- Ábyrgðarstöður: fjarvera kvenna
- stjórnarskrárnefnd
- Interpool corruption
- Bloomberg
- Íslendingar í ánauð
- Sigurbjörg Sigurgeirs
- Hagfræðiskólar
Skýrslur
- Bankahrunið
- Skýrsla Roberts Wade
- Skýrsla Danske Bank
- Mishkin skýrslan
- Skýrsla IMF
- Hagkerfi bíður skipbrot
- Aliber
- Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
- Franska skýrslan um innistæðutryggingar í ESB
- Doktorsritgerð Herdísar Drafnar
Lög og frumvörp
- Fjárlög
- Norska stjórnarskráin
- Frumvarp til stjórnskipunarlaga
- Ríkisfjárlagafrumvarp
- Frumvarp til fjárlaga 2010
Greinar
Landflótti/þjóðflótti
- Innlimun í Nýja Lýðveldið Ísland Rakið fyrir þá sem vilja vera þátttakendur í nýju samfélagi án þess að flýja land
ESB efni
Leyniskjöl
- The settlement agreement Leynisamningur milli ríkisstjórnar Íslands og breskra yfirvalda
- Útlán Kaupþings
Svikul Ríksisstjórn
Kreppu-greinar
Áróður
Góð blogg
Spurt er
- Við megum ekki gefast upp (þið verðið að sætta ykkur við að vera skuldaþrælar)
- Óyndisúrræði (ef að fólk stendur með sjálfu sér)
- Leiða ófarnað yfir okkur öll (skaða markmið alþjóðagjaldeyrissjóðsins)
- Fólk á að hugsa sinn gang (sýna þrælslund)
- Takmörk sett sem menn geta gert við þessar aðstæður (það segir Rozwadowski)
Efni
Færsluflokkar
Bloggvinir
- alla
- malacai
- andres08
- andrigeir
- volcanogirl
- arikuld
- gumson
- skarfur
- axelthor
- franseis
- ahi
- reykur
- hugdettan
- thjodarsalin
- gammon
- formosus
- baldher
- baldvinj
- creel
- kaffi
- veiran
- birgitta
- launafolk
- bjarnihardar
- bjarnimax
- brell
- gattin
- binnag
- ammadagny
- dagsol
- eurovision
- davpal
- diesel
- draumur
- egill
- egillrunar
- egsjalfur
- einarolafsson
- elinerna
- elismar
- estheranna
- evags
- eyglohardar
- jovinsson
- ea
- finni
- fhg
- geimveran
- gerdurpalma112
- gesturgudjonsson
- stjornarskrain
- gretarmar
- vglilja
- bofs
- hreinn23
- dramb
- duna54
- gudrunmagnea
- gudruntora
- zeriaph
- gunnaraxel
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- silfri
- sveinne
- hallibjarna
- veravakandi
- maeglika
- haugur
- haukurn
- heidistrand
- skessa
- heimssyn
- diva73
- helgatho
- hehau
- helgigunnars
- hedinnb
- hildurhelgas
- drum
- himmalingur
- gorgeir
- disdis
- holmdish
- don
- minos
- haddih
- hordurvald
- idda
- ingibjorgelsa
- imbalu
- veland
- isleifur
- jakobk
- jennystefania
- visaskvisa
- johannesthor
- islandsfengur
- jon-dan
- joninaottesen
- fiski
- jonl
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- jonsnae
- prakkarinn
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- kaffistofuumraedan
- karlol
- katrinsnaeholm
- askja
- photo
- kolbrunh
- leifur
- kreppukallinn
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjan9
- larahanna
- liljaskaft
- ludvikjuliusson
- ludvikludviksson
- maggiraggi
- vistarband
- marinogn
- manisvans
- morgunbladid
- natan24
- nytt-lydveldi
- offari
- bylting-strax
- olimikka
- olii
- oliskula
- olafurjonsson
- olinathorv
- omarbjarki
- omarragnarsson
- huldumenn
- iceland
- rafng
- ragnar73
- rheidur
- raksig
- rannsoknarskyrslan
- rannveigh
- raudurvettvangur
- reynir
- rutlaskutla
- undirborginni
- runarsv
- runirokk
- samstada-thjodar
- fullvalda
- sigrunzanz
- amman
- duddi9
- sigurfang
- siggi-hrellir
- sij
- siggisig
- siggith
- sigurjonth
- stjornlagathing
- slembra
- scorpio
- lehamzdr
- summi
- susannasvava
- spurs
- savar
- tara
- theodorn
- ace
- nordurljos1
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- valdimarjohannesson
- varmarsamtokin
- vefritid
- vest1
- eggmann
- ippa
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- vga
- thorsteinnhelgi
- valli57
- toti1940
- thordisb
- tbs
- thorhallurheimisson
- thj41
- thorsaari
- iceberg
- aevark
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 578589
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessuð Jakobína.
Mikið sammála þér um orsakir og afleiðingar. Ég myndi svei mér þá ganga í VG til að styðja þig ef ég væri á suðurhorninu.
En í huga er ég eitt atkvæði, atkvæði gegn heimsku og spillingu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.2.2010 kl. 09:39
Og hverjir ætli séu að græða núna? Lögfræðingapakkið í skilanefndunum og annað pakk tengt þeim. Bananalýðveldið Ísland er spilltasta ríki hins vestræna heims og því verður seint breytt.
Guðmundur Pétursson, 5.2.2010 kl. 10:16
Varðandi:"Auk þess sem venjulegum Íslendingum er ætlað að greiða gerviverð fyrir húsnæði sitt er þeim ætlað að fjármagna bankanna"
Mér heyrist á þér að þig undri þetta
Áttu virkilega von á því að það verði breyting hér meðan það er sama fólkið lykilstjórnendur í stjórnsýslu og viðskiptalífinu ? Hver "á" t.d. núna, enn og aftur, annað af tveimur skipafélögum sem flytja vörur til landsins núna ?
Taktu smástund í að skoða forsíðu hvítbókarinnar hvitbok.vg og teldu hvað það eru margir þar sem eru ekki enn að. Æði !
Ef eitthvað er óskýrt í þessu þá svona almennt talað sýnist mér sama liðið (elítan - úrvalið - hinir útvöldu - hinir smurðu ) vera að bæði bak við tjöldin og uppi á yfirborðinu. Einhverjum peðum hefur þó verið fórnað, (flutt að öllu eða hluta til) svona rétt til að halda andlitinu.
En það má ekki gleyma húmornum í þessu öllu, hann er víða Þetta eru miklir húmoristar, því skal haldið til haga.
Hér er t.d. mjög fyndið "vefsvæði".
Takk annars fyrri frábæra pistla. Margir hafa undanfarið verið kengbeygðir til hlýðni í bloggheimum, en þú stendur upprétt.
Ábótinn (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 12:42
Jónas fv DV ritstjóri og núverandi eftirlaunaþegi með örugg laun hefur annað orðalag á þessu í dag en ég.
Ég birti það hér til gamans en ljóst má vera að húmornum linnir ekki.
"Við endurreisn banka og stofnun Bankasýslu ríkisins voru enn ráðnir siðblindingjar í æðstu stöður. Siðblindan er enn á fullu"
Bankasýsla ríkisins - minnir á raftækjaverzlun ríkisins.
Ábótinn (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 13:17
Þú ert klár, líkar vel við hvernig þú hugsar.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.2.2010 kl. 14:02
...elítan - úrvalið - hinir útvöldu - hinir smurðu
Ábótinn er alveg kostulegur, það á að ráða hann umsvifalaust sem pistlahöfund á helstu vefsvæðum landsins til þess að lyfta umræðunni á léttara plan.
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 14:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.