2010-02-07
Þegar Árni Þór hvæsti á mig
Ég vil þakka þeim sem studdu mig í forvali VG en það mun hafa verið drjúgur fjöldi
Þeir sem studdu mig er fólk sem þekkir mig vel
Vinir, vandamenn og fólk sem ég hef staðið við hliðin á í byltingunni
Fólk sem ég treysti eins og það treysti mér
Ég gekk til liðs við VG fyrir prófkör flokksins fyrir síðustu Alþingiskosningar og studdi Lilju Mósesdóttur sem ég trúði á að gæti komið inn með þekkingu og stuðning í starfi sínu sem alþingismaður. Hún hefur ekki valdið mér vonbrigðum en það hafa ýmsir aðrir framármenn vinstri grænna gert.
Ég var stödd á fundi VG í fyrra þar sem Icesave var rætt. Ég fór í pontu og benti á alvarlegar afleiðingar þess að skera heilbrigðiskerfið harkalega niður vegna ríkisábyrgðar á einkaskuldum. Ég benti á að ef þessari stefnu yrði haldið til streitu myndi það kosta mannslíf og spurði jafnframt hvort að stjórnmálamenn sem styðja Icesave gætu horfst í augu við þá staðreynd.
Björn Valur sem er mikill taglhnýtingur foringjans gekk þá í pontu og brigslaði mig um að ásaka sig fyrir að vilja að drepa fólk. Svarið var að mínu mati á lágu plani og fremur ósmekklegt. En rannsóknir hafa sýnt að þar sem harður niðurskurður hefur farið fram í velferðarkerfi hefur dánartíðni aukist og það var ég að benda á.
Þegar ég gekk að sæti mín hvæsti Árni Þór á mig: skammastu þín, sagði hann.
Stjórnmálamenn vilja ekki að við fjöllum um alvarlegar afleiðingar stefnu ríkisstórnarinnar fyrir fölskyldur og börn og jafnvel mannslíf. Þeir vilja að umræðan snúist um þjóðhagsspár, landsframleiðslu og vergar tölur.
Það er þægilegra að horfa bara á tölurnar en hunsa veruleikann sem skapast að baki þeim.
Þegar konur eins og ég stíga fram á sjónarsviðið sem tala um óþægilegann raunveruleikann fer maskínan í gang. Það þarf að þagga niður í þessari konu því veruleikinn sem verið er að skapa í landinu er ekki vel fallin til umræðu fyrir þá sem hafa valið að standa með fjármálakerfinu og hunsa velferð barna og þeirra sem hafa ekki styrk til þess að berjast gegn ofureflinu.
Ég var að lesa grein í the Guardian sem fjallar um fórnarlömbin á Íslandi: BÖRNIN.
Lítið hefur farið fyrir fréttaflutningi hér á landi um bága stöðu fjölda barna vegna þeirra hamfara sem sjálfstæðismenn, framsóknarmenn auk samfylkingar kölluðu yfir þjóðina og karlar eins og Björn Valur og Árni Þór telja að ekki sé viðeigandi umræðuefni.
Foringinn sendi vin sinn til margra ára, stúdentinn, á vit samninga en stúdentinn mætti síðan á kajan með slæm örlög barna Íslands í farteskinu. Foringinn kallaði þennan afrakstur fararinnar glæsilegan samning.
En þótt Árni Þór og Björn Valur vilja ekki gera örlög íslenskra barna eða lífsskilyrði að umræðuefni er Guardian á öðru máli og telur litla skömm af því að ræða hlutskipti þeirra sem jafnan hafa ekki háa rödd í samfélaginu.
Guardian vekur athygli á auknum fjölda barnaverndarmála, áhyggjur af geðheilsu barna á Íslandi og vanrækslu og vísar í sérfræðinga máli sínu til stuðnings. Við erum í upphafi kreppu. 25% af fyrirætlunum um niðurskurð hafa verið framkvæmdar. Framundan er stríð gegn þeim öflum sem gera vilja glæpi fortíðarinnar að vandamálum barna okkar.
Iceland's children paying for slump kallar the Guardian greinina.
Sóley sigraði í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:00 | Facebook
Athugasemdir
Æ, fökking skammastu þín
Freyr (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 01:25
Ég kaus í þessu prófkjöri og meðal annars setti ég tölustaf framan við þitt nafn Jakobína en ég er ekki viss um að ég kjósi þennan lista í vor. Ég er lítt hrifinn af plotti og ef það er rétt að stuðningsmenn Sóleyjar hafi smalað sínu fólki í flokkinn bara til að kjósa Sóleyju þá held ég að ég sitji bara heima. Hvað halda allar þessar ungu konur að þær hafi fram að færa? Ekki reynslu, það er næsta víst. Mest eitthvað femínista kjaftæði sem birtist í forsjárhyggju og fáránlegum götunafnabrenglun. Afhverju ekki að nota þessi kvennanöfn í nýjum hverfum eftir því sem þau byggjast? Við þurfum fólk með reynslu sem hefur skýra sýn á framtíðina. Ekki krakka sem eru aldir upp af ungliðahreyfingum flokkanna
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.2.2010 kl. 01:34
Sæll Jóhannes
Ég er sammála þér hvað varðar þekkingu og reynslu. Ég gaf kost á mér fyrir þá sem telja borginni betur borgið í höndum einstaklinga með reynslu, þekkingu og þroska til þess að standa gegn straumnum.
Geri ráð fyrir að hafi þótt ógnandi því ég hef heyrt verulega rætin ummæli í minn garð sem koma úr herbúðum smalanna. Það er eiginlega sárt til þess að hugsa að vinnubrögð af þessu tagi skuli virka best. Ósjálfstæði kjósenda er nokkru um að kenna. Það er ekki gott að láta smala sér á kjörstað. Betra að fara af eigin hvötum.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.2.2010 kl. 02:13
Hann hefur verið þekktur fyrir að hvæsa á fólk sem hefur verið honum ósammála, alþingismenn, flokksmenn, hverja sem er.
En þessi umræddi fundur var góður, við gátum labbað út af honum stolt á meðan Björn Valur, Álfheiður og Árni Þór voru rökþrota og hafa verið það síðan.
Ágúst Valves Jóhannesson (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 10:00
Hefur Hanna Birna ekki staðið sig prýðilega þrátt fyrir að tilheyra Sjálfstæðisflokknum? Frambærilegur borgarstjóri. Sveitastjórnarmál þurfa að snúast um annað en flokkspólitík. Sammála þér, Lilja Mósesdóttir ber af í lið i VG.
Palli (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 10:05
Hvaða þroskatal er þetta?
Er verið að segja að Sóley Tómasdóttir vanti þroska í pólitík.
Fyrirgefðu Jakobína Ingunn en það er þér ekki til sóma að veitast með þessum hætti að baráttusystkinum þínum með þessum hætti.
Ég kaus Sóleyju, Þorleif og Líf vegna þess að ég trúi því statt og stöðugt að þetta sé fólk með hjartað á réttum stað og að það muni líklegt til góðra verka.
Sama gerðu fleiri mér tengdir.
Það þurfti ekki að "smala" okkur til eins eða neins.
Forval ganga út á að fólk velur sína fulltrúa.
Það gengur betur næst kæra JI.
Svona er lífið og nú er bara að brosa.
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.2.2010 kl. 10:41
Jakobína ég held að þú hafir þarna nokkuð til þíns máls utan að þú sérð gallana á nokkrum frambjóðendum í eigin flokki án þess að yfirfæra þá á heildina en alhæfir að gallar á meðlimum annarra flokka sé almennur status þar. Málið er að það er nákvæmlega sama baráttan að eiga sér stað innan allra flokka þessa dagana þ.e. baráttan um hvort eingöngu eigi að horfa á hvað henti fjármálakerfinu vs. rétt íbúanna og samfélagsins. Það sem gerðist í aðdraganda hrunsins hér jafnt sem í hinum vestræna heimi var að það skapaðist algjört ójafnvægi milli valds peninganna og réttinda íbúa samfélagsins. Ég held að fólk í öllum flokkum sjái það skýrt og greinilega en það er tregða gegn breytingum líkt og þú sérð í Steingrími, Álfheiði og Árna Þór.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 7.2.2010 kl. 11:46
Sæl Jenny Anna
Ég efa ekki að ekki hefur þurft að smala þér og veit ekki hvers vegna þú tekur ummæli mín til þín. Kannast ekki við að hafa nefnt þig á nafn.´
Það sem ég er að vitna í er að fólk hefur verið að hafa samband við mig vegna verulega rætinna ummæla sem féllu í minn garð í aðdraganda forvalsins. Þeir sem gera slíkt þurfa að búa við það að hafa ráðist að einstaklingi sem þeir þekkja ekki.
Persónulega finnst mér það ekki vera Sóleyju til framdráttar að vilja að forsetinn segi af sér vegna þess að hann stendur með lýðræðinu. Skil ekki hvernig konur geta kallað sig feminista og stutt á sama tíma að dætur þeirra séu gerðar að skuldaþrælum Breta og Hollendinga.
Það ber ekki vott um þroska eða heildstæðan karakter að kalla sig feminista en beygja sig undir karlaveldið.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.2.2010 kl. 12:20
Málið er að ég tók þetta ekki persónulega til mín en þar sem við erum í sömu pólitísku hreyfingunni þá taldi ég ekkert annað en eðlilegt að svara þessu.
Mér er ekki sama um VG.
Ég vil þennan forseta frá líka og ég harðneita því að það geri mig að minni femínista.
Forseti sem rænir völdum og hossast um heiminn á sjálfshátíð er vondur forseti, án tillits til hvað mér finnst um Icesave og fjömiðlafrumvörp.
Reyndar vil ég ganga lengra, ég vil leggja þetta fáránlega forsetaembætti niður.
Sem góður femínisti sko.
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.2.2010 kl. 13:52
Sæl Jenný Anna
Forsetinn hefur í raun forðað stórslysi með því að beina Icesave málinu til þjóðarinnar. Máli sem foringinn var búinn að koma í öngstræti.
Ólafur Ragnar hefur lagt sig fram um að tala máli þjóðarinnar í "alþjóðasamfélaginu" og fyrir það á hann heiður skilið hvort sem maður er hlynntu forseta embættinu eða ekki.
Minn skilningur á feminisma er sá að hann feli í sér hugmyndafræði sem tekur afstöðu með þeim sem eru undir í samfélagi með tilliti til valda, umráða yfir gæðum og áhrif á orðræðu og almennan skilning.
Margar konur sem vila kalla sig femista skilja ekki hugtakið en beita því fyrir sig sem valdatæki. Þær standa með valdinu en ekki gegn því.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.2.2010 kl. 14:41
Þú átt hrós skilið Jenný Anna að ganga inn í ljónagryfjuna gegn Vg harðlínu ICESAVE-genginu. Jenný Anna sýnir hér að hún tekur FLOKKINN fram yfir hugsjónina - það þarf að hafa það í huga í bloggskrifum hennar eftirleiðis. Ólafur Ragnar, forseti Íslands, var í vinstra-LIÐINU áður en hann tók þá ákvörðun að standa með Íslandi og lýðræðinu. Þar með var hann fallinn úr náðinni og Jenný Anna og Sóley o.fl. vilja manninn BURT. ,,Raddir fólksins" hafa hrópað. Þetta kalla ég að halda sig í pólitískum skotgröfum fram í rauðan dauðann og er ekki trúverðugt framlag í stjórnmálaumræðuna.
Það er tjáningarfrelsi í landinu og á að vera í FLOKKUNUM þó að sú skoðun sem þú hefur þarna haldið fram á flokksfundi hafi fallið í grýttan jarðveg hjá flokkseigendunum. Það sýnir hins vegar styrk stjórnmálamanna að standa með sannleikanum og hugsjónunum þrátt fyrir að það kunni að koma flokkseigendum illa.
Ég tek ofan fyrir því heiðarlegum stjórnmálamönnum, konum sem körlum, sem stendur með sannfæringu sinni og er í stjórnmálum af hugsjón - af prinsipp-ástæðum. Það væri ekki svo illa komið fyrir Íslandi ef þeir hefðu verið fleiri fyrir hrun.
Jón Baldur Lorange, 7.2.2010 kl. 15:06
Blessuð Jakobína.
Ég hef verið að reyna að komast að því hver raunveruleg útkoma þín var í forvalinu. Þú virðist ekki hafa komist á blað á þeim listum sem ég hef séð.
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 15:59
Sæl Jakobína og þakka þér skrifin -
ekki styð ég VG og mun ekki gera
hitt er annað sem þú nefnir - rætin ummæli um þig í aðdraganda forvals/prófkjörs.
Því miður er þetta alltof algengt og ekki bundið við VG - sjaldnast eru það frambjóðendur sem haga sér með þessum hætti heldur stuðningsmenn sem telja sig vera að vinna "sínum" frambjóðanda gagn en eru í raun að skaða frambjóðandann og flokkinn allan. Á hinum ýmsu spjallsíðum koma fram allskonar einstaklingar sem virðast þrífast á því að moka skít yfir annað fólk. Þetta er miður og ætti tvímælalaust að loka fyrir aðgang þessa fólks að spjallþráðum - vefjum og hvað þetta heitir nú allt.
Forsetaembættið - burt með það enda þótt ég viðurkenni að ÓRG sé að gera sitt til þess að vinna upp á móti því tjóni sem hann olli með því að greiða götu útrásarliðsins.
Svo má að skaðlausu fjarlægja merki kóngsins af þinghúsinu og setja skjaldarmerkið þar upp.
Árni Þór hvæsti á þig - til hamingju með það - það færir þér heim sanninn um það að þú sért á réttri leiðog gengi þér sem allra best. Hvað varðar Lilju þá er ég sammála þér um hana - hún stendur sig vel.
Um Álfheiði og Björn Val ætla ég ekki að hafa nein orð - orð eru nefnilega dýrmæt og ber að umgangast þau með virðingu -
Ólafur Ingi Hrólfsson, 7.2.2010 kl. 16:40
Sælar, ekki taka inn á þig þroskaleysi Árna Þórs & Björns Vals, það er sorglegt hvernig sumir aðilar innan VG & annara FLokka bregðast við mótmælum, þá eru viðkomandi aðilar oft lagðir í eineilti, þeim sýndur "hroki & dónaskapur" og oft snúið út úr málum. Því miður þurfa flest allir FLokkar landsins að taka sig verulega á, það á sér ekki stað neinn eðlileg endurnýjun í FLokkunum og nær vonlaust er fyrir nýtt fólk að ná framgangi. Löngu tímabært hjá FLokkunum að fara í þá þörfu vinnu að endurskoða alla þá nálgun sem tengist fábjána prófkjörum þeirra.
Í þessum prófkjörum gerist það t.d. að viðkomandi aðilar þurfa að setja mikið fé í auglýsingar, viðkomandi aðilar fara í það smala fólki í flokkinn til að kjósa sig, svo gerist það að ólíkir frambjóðendur sem eiga að vera SAMHERJAR eru í því á fullu að NÍÐA skóginn af öðrum frambjóðendum sýnum...lol..! Fólk er á fullu í að stinga hvort annað í bakið. Margir kjósendur VG töluðu illa um þig út frá tengingu þinni við Hreyfingarinnar...lol...! Kannski væri þeim nær að spyrja sig á hvaða leið VG sé sem FLokkur? Flokkurinn & sérstaklega formaður FLokksins hefur gjörsamlega brugðist kjósendum FLokksins. Í raun ekkert annað en gróf VÖRUSVIK og ég hef þegar kært SteinFREÐ til Talsmanns neytenda, en það er nú önnur saga. Ég kaus þig í 2. sætið, alveg eins og ég kaus helling af konum í efstu sætin hjá Ránfuglinum, ég reyndi að kjósa nýtt fólk inn hjá Samspillingunni, en það mistókst líka! Það er eins og þessir FLokkar vilji bara enga endurnýjun. Ömurlegt - sorglega vitlaust, en KERFIÐ slær SKJÁLDBORG um sína spiltu & lélegu forystusveit.
Að lokum, ég heyrði það að Oddný hjá Samspillingunni hafi fengið DV í lið með sér til að gera þessu ÓSMEKKLEGU árás á Sigrúnu, því Oddný sá hana sem mestu ÓGNUN við sig & sitt framboð. DV (sorpblað) fór á fullt að raka niður Sigrúnu og gera ferðir hennar hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) tortryggilegar. Það skilað þeim árangri að Sigrún endaði í 8. sæti...ótrúlega fyndið...! Svo eiga þetta að heita SAMHERJAR, en í raun snýst málið bara um að komast á RÍKISSPENNAN hjá þessu liði. Flest allir frambjóðendur eru í þessu til að moka pening undir "sig & sýna félaga - sem sagt siðblint lið sem við sitjum uppi með". Ég vona innilega að FLokkunum beri gæfa til að stokka upp sýn málefni og hætta þessum skrípaprófkjörum, það liggur við að maður ÆLI...!
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson, 7.2.2010 kl. 17:21
Þetta átti að sjálfsögðu að vera: Þú átt hrós skilið Jakobína Ingunn o.s.frv.!
Jón Baldur Lorange, 7.2.2010 kl. 20:16
Jenný Anna er ekkert annað en svona flokkshestur. Hún ákveður að halda með ákveðnum stjórnmálaflokki eins og sumir halda með ákveðnu íþróttaliði. Hún bloggar alltaf eftir flokkslínunni og því sem hún heldur að forysta flokksins fíli.
Maður þekkir slatta af liði sem hagaði sér svona gagnvart Davíð í Sjálfstæðisflokknum þegar kallinn var upp á sitt besta. Jenný er önnur hlið á sama peningi.
Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 20:18
Stjórnmálamaður sem stendur við sitt og sínar skoðanir, það ert þú.
Mættu fleiri fylgja sannfæringu sinni sem þú.
Halla Rut , 7.2.2010 kl. 21:36
Sæl Jakobína. Leitt að þú fékkst ekki betri kosningu. Það var svo sem fyrirsjáanlegt, Keisarinn bregst ílla við því þegar honum er bent á að hann er nakinn, sbr. viðbrögð Árna þórs og Björns Vals. Því miður þá er hætta á því að eini glugginn innan fjórflokksins (þ.e. VG) fyrir gagnrýnisraddir sé að lokast, enda er VG-deild Flokksins kominn að kjötkötlunum.
smá pælingar um fjölmiðla umræðuna.
Þessi Guardian grein, sem þú bendir á, er mjög sláandi (þó þarna komi ekkert á óvart). Sérstaklega er það umhugsunarefni (eins og þú bendir á) að þetta er ekki umfjöllunarefni í fréttatímum. Það hefur örlítið verið talað um þessa hlið kreppunnar á rás 1 í þáttum eins og t.d. samfélagið í nærmynd. En það er öll umfjöllunin.
Það er hvergi í fréttum fjallað um félagslegar afleiðingar þeirrar efnahagsstefnu sem er við lýði. Það er engin beðin um að réttlæta þennan fórnarkostnað. Dæmið þitt hér er líklega dæmigert; það er beinlínis argasti dónaskapur að benda stjórnvöldum á afleiðingar gjörða þeirra.
Það er merkileg þversögn að Þegar fólk réttlætir IceSave þá grípa sumir til þess að tala um ábyrgð almennings á "lýðræðislega" kjörnum fulltrúum (sem er reynda mjög langsótt því LBI var í einkaeigu), en þetta sama fólk bregst ókvæða við þegar ætlast er til að kjörnir fulltrúar taki ábyrg á gjörðum sínum.
Róf þeirra skoðana og sjónarhorna sem koma fram í fréttum er satt að segja fáránlega takmarkað. Til dæmis takmarkast umræðan um IceSave við frasann "Íslendingar verða að standa við skuldbindingar sínar". Hér er að sjálfsögðu innifalið að almenningur verður að borga allavega hluta af skuldum einkabankans. Menn geta rökrætt alls konar tæknileg atriði eins og hvort vextir séu of háir eða eitthvað í þeim dúr en fari fólk út fyrir þann ramma er það nánast umsvifalaust afskrifað sem "óábyrgt" eða eitthvað slíkt.
Meðan umræðan í aðalfréttatímum fjölmiðlanna er svona takmörkuð, þá verður erfitt að koma að einhverju öðru en sjónarhorni valdhafa (kjörinna og ekki kjörinna).
Benedikt Gunnar Ófeigsson, 7.2.2010 kl. 22:10
Kæri Benedikt Gunnar, svo kalla spunameistar Samspillingarinnar núverandi stjórn "Norræna velferðastjórn...." - þeir fá mig alltaf til að brosa.
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson, 8.2.2010 kl. 11:30
Já, Orwell yrði hrifin af hugtakanotkunn stjórnvalda og fjármálakerfisins.
Það ætti einhver að taka sig til og setja saman orðabók með þýðingum á öllum spunafrösunum.
smá byrjun.
"Norræn velferðastjórn" -> niðurskurður í velferðakerfinu af áður óþekktum stærðagráðum og einkavæðing sem "frjálshyggjumönnum" dreymdi aðeins um.
"skjaldborg heimilanna" -> skjaldborg um fjármálkerfið og endurúthlutun fyrirtækja til útrásarvíkinga.
"endurvinna traust alþjóðasamfélagsins" -> borga öllum spákaupmönnum upp í topp og galopna íslenskt efnahagslíf fyrir arðráni.
o.s.frv.
Benedikt Gunnar Ófeigsson, 8.2.2010 kl. 16:01
Þarf ekki bara að fara stofna hægri græna, þvílíkur er klofningurinn?
Bjöggi (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 20:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.