Það sem ekki fer hátt

Sjálfstæðismenn hafa sett þjóðarbúið á hausinn. Sveitafélög og fyrirtæki blæða en almenningur er látinn fármagna bankanna til þess að greiða skuldir Ólafs Ólafsonar sem síðan fær meira gefins.

Ég fékk athyglisvert bréf frá Frakklandi en á síðu Landsbankans segir eftirfarandi:

Reykjavík, 1. febrúar, 2010 - NASDAQ OMX Group, Inc. (Nasdaq:NDAQ) tilkynnti í dag að Clearstream, dótturfyrirtæki Deutsche Börse Group,  verði með beina aðild að íslenskum markaði frá og með deginum í dag. Aðild Clearstream þýðir greiðari aðgang erlendra fjárfesta að skráðum hluta- og skuldabréfum hjá Verðbréfaskráningu Íslands.

Í bréfinu frá Frakklandi stóð eftirfarand:

Mér lýst ekki vel á ýmislegt sem er verið að gera og sumt skil eg hreinlega ekki. Dæmi: nýlega tilkynnti Kauphöllin það hróðug mjög að Clearstream væri kominn með beina aðild að Kauphöllinni og að það auðveldaði aðgang erlendra fjárfesta........

ég hef ekki heyrt hina vægustu stunu út af þessu. Þetta er banki þekktur fyrir peningaþvætti og hefur verið mjög liðlegur við flutning fjármagns í Paradísir þessa heims. Það var þessi banki sem um var að ræða í málaferlum Sarkosis forseta og fyrrv. forsætisráðherra hans nýlega. Það ekkert til að vera hróðugur af að vera bendlaður við þannan banka og er fólki á Íslandi ekki kunnugt um það? 
Atburðarásin í samfélaginu bendir til þess að helsta áhugamál ESB í málefnum Íslands sé að ýta á að alþjóðaglæpaklíkur geti rakað fjármunum frá Íslandi.

mbl.is Fjárhaldsstjórn skipuð
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Gíslason

Aðeins varðandi Álftanes.

Heildarskuldir og skuldbindingar eru 7,2 milljarðar.

Fyrrverandi bæjarstjóri segir að 1 milljarður sé hruningu að kenna

Þá eru eftir 6,2 milljarðar

Íþróttamannvirki kostuðu ríflega 1 miljarð

Þá eru eftir 5,2 milljarðar.

Það er sagt að sveitarfélagið geti borið um 2 miljarði í skuld.

Þá stendur útundan 3,2 milljarðar sem urðu til á 3 árum hjá fyrrverandi meirihluti, sem hlýtur að vera algerlega óábyrg fjármálastjórnun.

Gísli Gíslason, 9.2.2010 kl. 09:14

2 Smámynd: Gísli Gíslason

smá viðbót.  Þegar Á listi tók við var um 1 milljarða skuld á sveitarfélaginu.

Gísli Gíslason, 9.2.2010 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband