Hverjir fá vondan póst í dag?

Nú geta einhverjir gluggapóstsþegar huggað sig við að aðrir eru að fá verri póst.

Ég á mjög erfitt með að hafa samúð með þessum einstaklingum. Þeir vörðuðu sjálfir sína leið. 

Ég hef fyrst og fremst samúð með fórnarlömbum vanhæfni þeirra.

Nú er stóra spurningin hverjir eru póstþegar rannsóknarnefndar alþingis. 

 


mbl.is 12 hafa fengið bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð spurning. Við fáum væntanlega svar þegar skýrslan kemur fram, eða einhver lekur einhverju.  Undarlegt annars að ekki hafi lekið neitt úr um efni hennar.  En ég er algjörlega sammála þér vorkenni þessu fólki ekki vitundarögn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.2.2010 kl. 19:45

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Ásthildur ætli það sé ekki nær að veita samúðinni til þeirra sem takast á við gríðarlega erfiðleika án þess að hafa haft áhrif á aðdragandann.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.2.2010 kl. 19:55

3 identicon

Þetta er eins og Dallas í gamla daga, ef að maður missti af einum þætti fór allt í kleinu. Þess vegna dettur mér í hug að þessi sápuópera rannsóknarnefndar alþingis verði brytjuð niður í 14 þætti og sýnd í ríkissjónvarpinu. Og að Jóhanna Sigurðardóttir flytju ávarp í lok síðasta þáttar, sem hefst með orðunum Í ljósi aðstæðna þykir ekki rétt að aðhafast meira í málinu.

axel (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 20:11

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þorgerður Katrín slapp allavega, enda vissi hún ekkert um fjárglæfra manns síns.  Hún er bara saklaus eiginkona fjárglæframanns sem kostaði þjóðfélagið aðeins 800 milljónir.  !!!!  Mér finnst þetta frekar ógeðfellt.  Ég vil gera allt kúlulánsfólkið og innherjana á Alþingi okkar Íslendinga burtrækt, og banna því að bjóða sig fram til opinberra starfa í allavega 25 ár...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.2.2010 kl. 02:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband