Icesave-sinnar þurfa að bera fyrir sig þvælu

Þetta sagði  Davies lávarður og undirráðherra í fjármálaráðuneyti Bretlands um ábyrgð Breta á Icesave reikningnum:

Samkvæmt reglum um evrópska efnahagssvæðið hefðu bankar innan þess leyfi til að opna útibú í Bretlandi og væru þá undir fjármálaeftirliti heimalandsins. Hins vegar – og takið nú eftir – bæri FSA (breska fjármálaeftirlitið) ábyrgð á eftirliti með umsvifum þeirra og lausafjárstöðu í Bretlandi. Útbúin væru bundin evrópskum reglum. FSA væri auk þess stöðugt í sambandi við eftirlitsaðila í heimalöndum útibúanna. Sjá hér.

Hinn ágæti Sigurbjörn Johnsen fer því með fleipur....svona rétt eins og Þórólfur Matthísasson prófessor við Háskóla Íslands hefur leyft sér að gera þegar hann skreppur til Noregs. 


mbl.is Íslendingar báru einir ábyrgð á eftirliti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband