Heimska eða neyð

Ef Icesave deilan fer fyrir alþjóðadómstóla og alþjóðadómstóll gefur út þann dóm að búið sé að hanna kerfi sem réttlætir það að mér beri að borga skuldir sem eru afleiðingar af glæpastarfsemi Björgólfs Thors þá verð ég að beygja mig undir það.

Ég er þá neydd til þess að fórna velferð aldraðra foreldra og menntun barna minna til þess að Björgólfur Thor geti áfram lifa í velllystingum í London og lúrt á þýfinu sem hann hefur komið fyrir í skjóli.

Ég neita hins vegar að fórna velferð barna minna og foreldra af einskærri heimsku. Bretar og Hollendingar fengu illa menntaða og reynslulausa nefnd og þeir hugsuðu einfaldlega þetta er fólk sem við getum tekið á heimskunni.

Ég neita að vera hluti af heimskunni. 


mbl.is Kosningarnar blasa við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þá er bara að segja sig úr VG og það tafarlaust.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 19:25

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Og hver er betri....einokunarþýði og ríkisfyrirtækjaþjófar og aulindaböðlar sjálfstæðisflokksins?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.3.2010 kl. 20:04

3 identicon

Hreyfing, Borgarahreyfingin, Nýtt Ísland. 

Bara tillögur.  Mér sýnist þú eiga meir samhljóm með þessum en VG svo ég held þú sért á röngum stað..

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband