Áróðursmaskína alþjóðasamfélagsins (ESB)

Áróðursmaskína alþjóðasamfélagsins

Það er undarlegt að horfa upp á röksemdarfærslur þeirra sem vilja að Íslendingar gangist undir nauðung Breta og Hollendinga.

  1. Því er haldið fram að Íslendingar þurfi að greiða háa vexti af lánum vegna lélegs lánhæfismats ef þeir samþykki ekki Icesave. Til umhugsunar: Hvað kostar það Íslendinga að taka lán ef kostnaðurinn við að samþykkja Icesave er tekinn með í reikninginn?
  2. Því er haldið fram að Íslendingar verði að samþykkja veru alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi vegna þess að Íslendingar þurfi á lánum að halda til uppbyggingar. Til umhugsunar: Hvað er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn búin að skaða uppbygginguna mikið með því að hefta ríkisstjórnina í aðgerðum sem stuðla að uppbyggingu, þ.e. aðrar aðgerðir en að taka lán?
  3. Því er haldið fram að það verði að byggja álver til þess að koma af stað hjólum atvinnulífsins. Til umhugsunar: Einungis örlítið brot af íslensku vinnuafli starfar við stóriðju. Gjaldeyristekjur af stóriðju eru nánast engar.

mbl.is „Vorum nálægt samkomulagi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi færsla er skýr og góð!

kona (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband