Hann birtir þessa grein á vald.org
Ágætu alþingismenn:
Ágreiningur Kristrúnar Heimisdóttur og Indriða H. Þorlákssonar um staðreyndir Icesave-málsins gefur tilefni til athugunar á gögnum málsins varðandi forfjármögnun" Breta á endurgreiðslum til eigenda Icesave innstæðureikninga.
Var þar um að ræða einhliða ákvörðun brezkra stjórnvalda án samráðs við íslenzk stjórnvöld, eða lántöku íslenzkra stjórnvalda með ótilgreindum skilmálum?
Það er vandséð að hér sé um neitt álitamál að ræða þar sem Alistair Darling lýsti því yfir í viðtali á BBC þann 8. október 2008 að íslenzka ríkisstjórnin, þótt ótrúlegt sé, hefur sagt okkur, þeir sögðu mér í gær að þeir ætla ekki að heiðra [Icesave-] skuldbindingar sínar.
You know the problems weve had with Icesave which is owned by an Icelandic bank which has gone down and the Icelandic government, believe it or not, have told us, they told me yesterday that they have no intention of honouring their obligations here.
Af yfirlýsingu Alistair Darling má ráða að sú ákvörðun brezku ríkisstjórnarinnar 8. október 2008 að tryggja Icesave innstæður var hugsuð sem nauðvörn gegn meintri ákvörðun ríkisstjórnar Íslands að heiðra ekki skuldbindingar sínar.
Þegar í ljós kom að Darling hafði farið með rangt mál var úr vöndu að ráða fyrir brezk stjórnvöld. Afturköllun á ákvörðuninni hefði afhjúpað fljótfærnisleg og óvönduð vinnubrögð þeirra í Icesave-málinu á kostnað brezkra skattborgara. Því var ákveðið að knýja íslenzka skattborgara til að axla þær byrðar sem glapræði þeirra félaga Gordon Brown og Alistair Darling hafði búið þeim brezku.
Í drögum að lánasamningi sem Bretar og Hollendingar sendu stjórnvöldum þann 4. desember 2008 er því réttu máli hallað varðandi þetta lykilatriði, en þar segir að óskað hefði verið eftir því að Bretland og Holland aðstoðuðu TIF, íslenska innstæðutryggingasjóðinn, við fjármögnun.
Starfsmenn utanríkisráðuneytisins virðast hafa haft forsögu málsins á hreinu, sbr. tillögu þeirra um breytt orðalag þar sem tilvísun til Bretlands er felld niður:
aðilar málsins hafa samþykkt að Holland skuli veita Tryggingarsjóðnum lán til að forfjármagna greiðslu á kröfunum
[ the parties have agreed that the Netherlands shall make a loan available to the Guarantee Fund to prefinance and settle the claims .]
Af erindisbréfi samninganefndar íslenzkra embættismanna, sem fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon undirritaði 24. febrúar 2009, og umsögn Indriða í þá veru að ákvörðun Breta 8. október 2008 hafi verið tekin að beiðni íslenskra stjórnvalda virðist mega ráða að samningsdrög Breta og Hollendinga hafi villt þeim sýn varðandi forsögu málsins.
Íslenzkir embættismenn kunna því að hafa gengið til samninga við Breta og Hollendinga í góðri trú á falskar forsendur.
Virðingarfyllst,
Gunnar Tómasson, hagfræðingur
Ræddi við þingnefnd um ESB-umsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæl Jakobína Ingunn ég viðurkenni að það setur þögn að mér við þennan lestur. Það verður ljótara og ljótara þetta Icesave mál með hverjum deginum sem líður og alveg ótrúlegt hvað Ríkistjórnin er föst á að við eigum bara að borga þetta og ganga helst að öllum skilmálum Breta og Hollendinga þrátt fyrir allar staðreyndir sem segja annað.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.3.2010 kl. 20:08
Ég er sammála henni Ingibjörgu þetta Iceslave mál verður ljótara og ljótara, og Steingrímur, Össur og Jóhanna vilja bara borga og sem mest.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.3.2010 kl. 02:06
Þessi eindregni vilji til að borga þrátt fyrir eindregna andstöðu þjóðarinnar, mikin lagalegan vafa og óréttlætið bendir til þess að eitthvað verulega slæmt muni gerast eða komast upp. Hvað það er hef ég ekki ímyndunarafl til að nefna.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 13.3.2010 kl. 08:21
Íslenzkir embættismenn kunna því að hafa gengið til samninga við Breta og Hollendinga í góðri trú á falskar forsendur.
Mikill meirihluti sannanlega. Skýrsla starfsmanna AGS byggir upp sannanir fyrir því að séreignarbankakerfið sé byggt upp á fölsku forsendum hvað varðar aðgang að 1 flokks veðbréfamörkuðum EU [árið 2004]. 1 flokkur veðbréfa er gefin út á híbýlasjóði sem innihalda 1 veðréttar kröfur vel innan raunvirða híbýla með til tilliti til 30 til 40 ára lánstíma. Frá 1994 upphafi inngöngunnar var markmiðið að sögn Íslenskra ráðamanna að tryggja hér sambærileg húsbréfalán og í þeim löndum EU sem við viljum bera okkur saman við. Auka neyslu tekjur Íslenskra heimila á öllum 25 - 40 ára tímanum. Aukin upphæð í innflutnings á neysluvöru frá EU tryggir aukna upphæð neysluvöru til EU.
Híbýlasjóður í Séreignar innlánastofnunar er áhættufrír langtíma markamiða sjóður sem gegnir því hlutverki að styrkja höfuðstól Séreignarbankans auka mat alþjóða stofnanna á gæðum og traustverðugleika allra sjóða séreignarbanks sem heildar minkar afföll af sölu útgefinna bréfa. Eðlileg stækkun hans er í samræmi við íbúaþróun og raunvöxt þjóðartekna [það má kalla hagvöxt þegar verðmæti innri raunframleiðslu aukast á haus og erlendar skuldir minnka eða standa í stað].Hámarks íbúaaukning er 1,8 % og raunávöxtum eðlilegs hýbýla sjóðs er 1,5-2,5 % á 30 ára tíma bili. Þetta gerir raunvaxtarkröfu um 3,2-4,2%. Föst verðbólga til að halda upp væntingu á mörkuðum má ekki vera minni en 1,5%, stundum verður verðbólga [ fjármagnsinnflæði á neytendamarkað] vegna þess að innri verðmæta framleiða hækkar og allir eða allir stéttir hækka jafnt þá þarf ekki að auka fjármagn í umferð til að auka væntingar.
Við eru því að tala um heildarvexti á bilinu 3,7 - 5,7% sem lágmark.
Hér virðist ennþá engin skilja þessar forsendur. Svo tekin voru lán til áhættu fjárfestinga með því að taka bakveð í híbýlum landsmanna. [Félagsmálaráðuneyti, Fjármála yfirlit, Húsbréfasjóður].
Til þess að auka verðmæti veðanna sem áttu að útvega reiðuféð á EU mörkuðum er haft eftir íbúðalána sjóði 2004 að búið sé að gera byltingu á hugarfari landans hvað varðar verði á virkilegum fasteignum. Til dæmis með því að hrósa aðilum fyrir snilli sem felst í því að gefa út 100 millarða húsbréfaflokk, sem skila um 90% vöxtum fyrstu 5 árin og nánast engri innborgun á höfuðstóla. Híbýla lán voru 80% lána almennings. Svo séreignabankarnir sögðust hafa um 50% ávöxtun að meðaltali, Glitnir var komin niður í 35% 2007.
Ef heildar híbýlaskuldir í hýbýlasjóði séreignabanka og flestar eignar á markið nýja [ekki 500 ára eins og voru í S-EU] eru um 100 milljarðar þarf hann að leggja á um 1,8 milljarða í vexti til að mæta eðlilegri íbúafjölgun eða taka svipað upphæð á láni.
Hér var hinsvegar talið að það myndi ganga upp að gefa út húsbréf óháð hvað væri byggt. Hinsvegar voru aðilar 2005 búnir að átt sig á að híbýlasjóðir hér voru sýndarmennska til að næla sér í gjaldeyri og fasteignaverðið skipulega þannið upp til dæmis 2003 með að minnka útgáfu bréfa til nýbygginga niður í 3% og koma svo með 40 ára lán og lægri nafnvexti í kjölfarið. Fasteignaverð frá 1998 var búið að vera um 20% hærra en nýbyggingar kostnað fram til 2004 þegar hrafi hækkunarinnar stefndi á 50% inna 24 mánaða.
Þá gerist það á EU mörkuðum að 100 milljarða veð skilar reiðufé eins og um 50 milljarða væri að ræða. Þess vegna gátu áhættu fjárfestar ekki staðið í skilum við frá með árslokum 2005. Þegar tæknilega séreignarkerfið á fölsku forsendunum var hrunið: stefndi í reiðufjárskort.
Hollendingar og Bretar unnu með aðilum á Íslandi og leyfðu Icesave og fleira til að tryggja frá 2005 að Íslensku séreignabankarnir gætu greitt upp skuldir lykil aðil í UK, Hollandi og Íslandi. Glitnir var uppáhaldi lykili aðila í UK að mínu mati enda átti að loka honum 2005.
Tilskipunin 98 telur upp aðila sem fá ekkert bætt ef sýnt er fram á langvarandi reiðufjárskort séreignarstofnunnar. Til dæmis fjölskyldur yfirmanna : Félagmálaráðuneytis, Fjármálayfirlits og íbúðalánsjóð hér á landi. Sjáls söguð endurskoðenda og hlutahafa og yfirbanna séreignabankans.
Starfsmenn AGS 2005 í þjóðrskýrslu um Ísland sannfærðu mig. Ég tilheyri miklum minnihluta í Ísendinga sem bý að breiðum þekkingar grunni og IQ til að tryggja mér yfirlei á mínum langa fjölbreyta náms og lífsferli 8-10 í einkunnir.
Varið ykkur á þeim sem vilja borga lán til að fela eigin heimsku og græðgi og telja sér trúum að geta endurtekið leikinn. Því hér eru engin veð lengur sem tryggja hagstæð lán. Allir aðilar á fjármálamörkuðum EU vita um neysluverðstryggingu á híbýlalánum á Íslandi [Í stað híbýlavísitölu] og hvernig það veldur misræmi í efnahagsreikningum. Höfuðstóll hækkar en ávöxtun minnkar vega verri greiðslu getu almennings. EU lánar í samræmi með miklum afföllum.
Þeir sem vilja fá meiri lán [og borga annarra lán til þess] gera það á okkar kostnað að þeirra mati, þetta er ekkert annað en skuldaþrælasala nútímans. 10% þjóðarinnar veldur 90% kostnaðinum og hún situr fastast með gulu hænurnar yfirgefa skerið.
Júlíus Björnsson, 13.3.2010 kl. 16:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.