Græðgin hreiðrar um sig meðal presta

Biskupi Íslands fannst ekki mikið um kreppuna í október 2008 og kallaði hana velferðarkreppu. Er það ekki nokkuð lítilmótlegt af manni sem hefur 999.495 í mánaðarlaun. Mánaðarlaun biskups eru nema um 70% af því sem atvinnulausir hafa til framfærslu á ári en þeir munu nú vera um 10% af vinnufærum einstaklingum í landinu ef frá eru dregnir þeir sem hafa valið að fara í nám. 

Prestar telja laun bískup Íslands, séra Karls Sigurbjörnssonar, vera óeðlilega lág samkvæmt fundargerð Prestafélags Íslands frá 18. febrúar síðastliðnum.

Mánaðartekjur séra Karls Sigurbjörnssonar á árinu 2008 voru 999.495. Þá hafa prestar áhyggjur af hækkun á húsaleigu prestssetra þeirra.

Persónulega er mér alveg sama hvað biskupinn hefur í laun en tel að hann eigi ekki að vera á framfæri hins opinbera nema að hann þurfi að þyggja atvinnuleysisbætur. Það eru engin þjóðhagsleg rök fyrir að vera með biskupinn á þjóðarframfæri sem slíkan. 


mbl.is Ný stofnun kostar milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Hvað hafa prestan með landbúnaðarstefnu EB að gera?

Guðmundur St Ragnarsson, 13.3.2010 kl. 14:59

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Það má samt láta þá biðja fyrir því að við göngum ekki í EB en það er annað mál...

Guðmundur St Ragnarsson, 13.3.2010 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband