2010-03-27
Stjórna Björgólfsfeðgar samfylkingunni?
Samfylkingin er samanherpt af leyndarhyggju. Öðru hvoru gusast úr herbúðum þeirra umhyggja fyrir erlendum hagsmunum og hagsmunum Björgólfs Thors. Í dag segir Jónas frá því að Katrín Júlíusdóttir lúri á frumvarpi um lög til þess að verja vatnsréttindi. Af hálfu samfylkingar hefur ekki verið stigið hænufet til þess að verja þjóðina fyrir hrægömmum sem sveima yfir landinu.
Samfylkingin lúrir í faðmi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem vill plata ríkisstjórnina til þess að taka erlend lán sem eru í raun óþörf en munu færa sjóðnum góðan hagnað um ókomna framtíð.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn keyrði mikinn áróður á vordögum 2009 og beitti ríkisstjórninni óspart fyrir sig í þeim efnum. Áróðurskonsept Alþjóðagjaldeyrissjóðsins voru TRAUST og STÖÐUGLEIKI. Auka þarf stöðugleika til þess að afla trausts alþjóðasamfélagsins. Alþjóðasamfélagið er eitt af áróðurskonseptum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og samfylkingarinnar. Virðist af umræðunni vera hulinsorð fyrir Björgólf Thor, erlenda fjárfesta sem vilja komast yfir íslenskar auðlindir og lánadrottna sem í flestum tilvikum eru spákaupmennskubraskarar.
Steingrímur hefur sett met í sviksemi við stefnu flokks síns og unnið einarður að leynistefnu samfylkingar. Össur virðist vera á mála hjá þeim sem vilja fá billega orku og vatn á Íslandi.
Samfylkingin hyggst skuldsetja þjóðina um hátt í þúsund milljarða til þess að safna gjaldeyrisvarasjóði. Gjaldeyrisvaraforði á Íslandi hefur þó í raun ekki verið eins sterkur eins og hann er í dag eða tæpir 500 milljarðar. Til samanburðar má geta þess að gjaldeyrisforðinn var um 65 milljarðar árið 2005
Ég ritaði eftirfarandi pistil í fyrra:
Villigötur Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins þyrnum stráðar
Nú velta menn vöngum yfir því hvers vegna AGS hefur frestað lánveitingu til Íslands.
Menn velta líka fyrir sér afleiðingum af frestun lánsins og ekki vantar dómsdagsspár þeirra sem vilja að Íslendingar afsali griðum fullveldisins til Breta og Hollendinga. Sjálfsagt hinir sömu og samþykkja afsal sjálfstæðis með því að færa vald í hendur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Menn hafa kannski ekki velt nægilega vöngum yfir því hvers vegna við tökum lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Megintilgangur lántökunnar er að styrkja gjaldeyrisvarasjóðinn. Gjaldeyrisvarasjóðurinn er í vörslu banka í Bandaríkjunum sem greiðir lága vexti af fjárhæðinni. Á hverjum degi mun ríkissjóður, íslenskir skattgreiðendur, þurfa að greiða fleiri tugi milljóna í vaxtamun vegna erlendra lána og það í GJALDEYRI. Tilgangurinn, jú efla þarf traust alþjóðafjármálakerfisins. Ha, fattar alþjóðafjármálakerfið ekki að þetta er bara lán eða treystir fjármálakerfið Íslandi mikið betur ef Ísland er mjög skuldugt.
Treystir alþjóðafjármálakerfið Íslandi t.d. betur ef Ísland skuldar 3.000 milljarða en ef Ísland skuldar t.d. 1.000 milljarða? Hvað ef Ísland skuldar t.d. 10.000 milljarða er því þá treyst enn betur?
Þetta gengur ekki upp í mínum huga og samræmist á engan hátt á skilningi mínum á hugtakinu traust. Það er vert að taka það fram að ég er mikill sérfræðingur í þessu hugtaki. Tók það fyrir í meistararitgerðinni minni, þ.e. hugtakið "traust í viðskiptum."
Man eftir því að Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún ferðuðust vítt og breytt um heiminn í fyrra og sögðu fólki frá góðri stöðu íslensku bankanna. Tilgangurinn, já að efla traust á íslenskum bönkum. Traust í skilningi nýfrjálshyggjunnar er nefnilega notað sem samheiti við að ljúga á skilvirkan hátt. Vel heppnuð blekking eflir traust. Þess vegna er lögð rík áhersla á að fjármálakerfið haldi að Íslendingar eigi mikinn gjaldeyrisvarasjóð. En auðvitað fattar alþjóðafjármálakerfið alveg að nettó gjaldeyrisvaraforði er lítill eftir sem áður. En vegna griðalegrar skuldsetningar verða Íslendingar undir stöðugri ógn af lokun lánalína.
Hvílíkt vald sem alþjóðafjármálakerfið fær yfir íslensku þjóðarbúi. Vegna þess að ríkisvaldið velur að ganga með betlistaf um heimsbyggðina í stað þess að takast á við vandann. Lítil reisn og lítil karlmennska. En það sem verra er, er aulahátturinn í strategískum samskiptum við aðrar þjóðir.
Það er alsendis óvíst að það takist að kjafta upp krónuna eða traust á henni. Rétt eins og Geir Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu tókst ekki að kjafta bankanna upp úr gjaldþrotinu. Og víst reyndu þau.
Lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fer ekki til uppbyggingar atvinnulífs. Ekki til þess að styrkja varnir samfélagsins gegn þeim sem vilja notfæra sér ringulreiðina á Íslandi og hirða hér auðlindir án þess að láta neitt á móti.
Stóriðjan á Íslandi er gott dæmi um bókhaldsbrellur alþjóðafjármálasamfélagsins. Erlendu móðurfyrirtækin lána dótturfélögum sínum, á Íslandi, hundruð milljarða. Við það hækka erlendar skuldir þjóðarbúsins. Hefur það áhrif á lánshæfismat? Hækkar það vaxtabyrði Landsvirkjunar? Hvers vegna skuldsetja alþjóðafyrirtæki dótturfélög sín hér á landi? Jú til þess að losna við að greiða skatt á Íslandi. Skattaleg hagræðing heitir það en þeir vilja eftir sem áður nota vegina sem við fjármögnum, hafnir og annað sem skattgreiðendur hafa byggt upp. Viljum við fleiri svona díla? Ekki ég.
Hvers vegna vill hinn græni forsætisráðherra byggja fleiri álver? Þegar erlendir aðilar byggja á Íslandi eykst eftirspurn eftir krónu. Krónan hækkar í verði.
Ég spyr er endalaust hægt að taka vitlausar ákvarðanir til þess að styrkja krónuna. Auknar lántökur skap í besta falli falskt traust á krónunni. Raunveruleg styrking felst í því að efla verðmætasköpun og tekjur þjóðabúsins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur engan áhuga á þeirri leið.
Í haust þegar bankarnir hrundu lá fyrir, að mínu mati, áætlun á borði Breta um það hvernig þeir ætluðu að beita öllum valdastofnunum hins vestræna heims til þess að græða sem mest á öngþveitinu.
Hegðun Breta, Hollendinga, Norðurlandanna, ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er strategísk. Fyrsta skrefið var að telja stjórnvöldum á Íslandi í trú um að aðeins ein leið væri út úr vandanum og síða var sú leið vörðuð þyrnum.
Stjórnmálamenn sitja fastir í hugmyndafræði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og eru þess vegna hluti af vandamáli þjóðarinnar. Þessi leið er einfaldlega of dýrkeypt.Ritað 31 júlí 2009
Ósamstaða VG veikir stjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Frábært.
Vilhjálmur Árnason, 27.3.2010 kl. 18:16
Ég vissi ekki betur en Jón Ásgeir og co stjórnuðu Samfylkingunni - þeir Björgólfsfeðgar eru kanski komnir í samstarf við hann.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 27.3.2010 kl. 18:44
Það er aldeilis að forsætisráðstýran fór á flug, ætli að hún sé ennþá skráð sem flugfreyja hjá Loftferðaeftirlitinu?? Ef svo er þá segi ég nú bara, góðir farþegar velkomnir í flug númer? Út í óvissuna.
Axel Guðmundsson, 27.3.2010 kl. 18:49
Olafur Ingi Hrolfsson er rassasleikja daudans i Valholl.
Petur av Storadimun (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 20:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.