Er femínisminn á Íslandi á villigötum?

Frétt á Eyjunni hermir að þrisvar sinnum fleiri konur verða fyrir ofbeldi á Íslandi en í nágrannalöndum okkar Noregi og Danmörku.

Á "góðæristímabili" sjálfstæðisflokksins skapaðist á Íslandi anti-feminista kúltúr. Ég hef iðulega getað tengt kvenfjandsamlega orðræðu við kúltúr sem á uppruna sinn í Valhöll. 

Viðbrögð femínista hafa verið að nokkru karlfjandsamleg orðræða sem ekki á frekar rétt á sér en kvenfjandsamleg orðræða og er einnig hættuleg hugmyndafræði sem dregur upp mynd af samfélagi sem byggir á jafnrétti.  Samfélagi sem byggir á gagnkvæmri virðingu kynjanna.

Hið svokallaða góðæri var falsmynd af samfélagi sem elur á ofbeldi og félagslegum vandamálum sem eiga rætur sínar í hrokafullri afstöðu stjórnmálamanna sem krefjast hjarðhegðunar og mismunun sem ekki á sér sinn líka í nokkru vestrænu landi.

Ráðherrarnir ganga fram hver af öðrum og láta að því liggja að þeir séu að leysa samfélagsvandmál. Það er þó ljóst að mismununin eykst, félagsleg vandamál aukast og ekki er hroki forkólfanna að minnka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nú verð ég að andmæla þér, hvergi hef ég orðið vör við það í sjálfstæðisflokknum, þar sem ég hef starfað að þar sé kvenfjandsamleg stefna eða áróður, eini staðurinn sem ég hef rekist á slíkt í lífi mínu er frá vinstra kvenfólki, það er eitt af því sem gerði mig afhuga þeim sem kalla sig feminista.

Ásdís Sigurðardóttir, 30.3.2010 kl. 17:45

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæl Ásdís

Sjálfstæðisflokkur varði í ríkisstjórnartíð sinni vændi og viðskiptaheim sem þrífst á kvenfyrirlitningu. Þetta er menningarkimi í sjálfstæðisflokknum sem þú hefur kannski ekki orðið vör við en átti eftir sem áður ítök bæði í löggjöf og dómskerfinu. 

Klíkuráðnir dómarar sjálfstæðisflokksins hafa einatt tekið afstöðu með ofbeldi t.d. gagnvart börnum, gert lítið úr alvarlegum kynferðisglæpum og hafa eyðilagt varnir í jafnréttislögum með fordæmisgefandi dómum. Ég er að hugsa um að skrifa fræðigrein einhvern tíma um þetta afrek sjálfstæðisflokks. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.3.2010 kl. 18:08

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innlits kvitt, við erum ekki alveg á sama máli en ég virði algjörlega þínar skoðanir.

Ásdís Sigurðardóttir, 31.3.2010 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband