Ofbeldisglæpir þrisvar sinnum algengari á Íslandi

Frétt á Eyjunni hermir að þrisvar sinnum fleiri konur verða fyrir ofbeldi á Íslandi en í nágrannalöndum okkar Noregi og Danmörku.

Á "góðæristímabili" sjálfstæðisflokksins skapaðist á Íslandi anti-feminista kúltúr. Ég hef iðulega getað tengt kvenfjandsamlega orðræðu við kúltúr sem á uppruna sinn í Valhöll. 

Viðbrögð femínista hafa verið að nokkru karlfjandsamleg orðræða sem ekki á frekar rétt á sér en kvenfjandsamleg orðræða og er einnig hættuleg hugmyndafræði sem dregur upp mynd af samfélagi sem byggir á jafnrétti.  Samfélagi sem byggir á gagnkvæmri virðingu kynjanna.

Hið svokallaða góðæri var falsmynd af samfélagi sem elur á ofbeldi og félagslegum vandamálum sem eiga rætur sínar í hrokafullri afstöðu stjórnmálamanna sem krefjast hjarðhegðunar og mismunun sem ekki á sér sinn líka í nokkru vestrænu landi.

Ráðherrarnir ganga fram hver af öðrum og láta að því liggja að þeir séu að leysa samfélagsvandmál. Það er þó ljóst að mismununin eykst, félagsleg vandamál aukast og ekki er hroki forkólfanna að minnka.

Mismunun = ofurlaunafjölskyldur og fátækt

Ofurlaunafjölskyldur voru ekki 30. Þær voru 615 samkvæmt tölum sem Stefán Ólafsson Prófessor hefur birt og margar þeirra voru innvígðar í sjálfstæðisflokkinn. Þessar 615 fjölskyldur höfðu meiri árstekjur en sem nemur öllum ríkisútgjöldum til heilbrigðismála og k1201380  háskóla á síðasta ári. Það er kannski grátbroslegt að yfirmaður menntamála, menntamálaráðherra sjálfstæðisflokks, skuli hafa tilheyrt einni af þessum fjölskyldum.

Laun þessa fólks jókst bara með hverju árinu sem leið á meðan laun annarra í þjóðfélaginu drógust saman um 20%.

Þeir sem höfðu fjármagnstekjur þurftu eingöngu að greiða 10% í skatt af sínum tekjum. Þetta fólk er þó hvað drýgst við að notfæra sér það sem skattabyrði almennings stendur undir s.s. flugvelli, keyrir um á þyngstu bílunum og mengar mest.

Hugmyndafræði sjálfstæðisflokks

Almennt hafa sjálfstæðismenn ekki mikið vit á stjórnmálum og stjórnsýslu enda forðast slíkt en einbeitt sér að því að gera stjórnsýsluna að hvíldarheimili fyrir vini og vandamenn en í stjórnmálum hafa þeir haft uppi ábyrgðarlausa hugmyndafræði sem gengur út á að gefa kjölfestufjárfestum velferðarkerfið og undanskilja auðmenn frá því að greiða skatt en skattpína lágtekjufólk.

 Þróunin í tíð sjálfstæðisflokks

Stefán ólafson hefur gert grein fyrir þróun ójöfnuður á Íslandi og bólunni sem sprakk:

Ríkustu tíu prósentin hafi farið úr því hafa 21,8% heildarteknanna í að hafa 39,4% þeirra.

 Á sama tíma hafi því allir aðrir, þ.e. hin 90 prósentin, farið úr því að hafa 78,2% af heildartekjunum í að hafa 60,6% hlutdeild í þeim.

„Ísland var frjálshyggjutilraun heimsins á 10. áratugnum,“ sagði Stefán. Sú tilraun hafi nú hrunið yfir þjóðina.

Stefán sagði einnig að ríkasta eina prósent fólks á Íslandi hafi á árinu 2007 haft að jafnaði 18,2 milljónir í tekjur á mánuði. Það séu 615 fjölskyldur og því sé mikilvægt að muna að það hafi ekki aðeins verið í kringum þrjátíu menn sem höfðu ofurlaun hér á landi. 

Sóðaskapur í tíð sjálfstæðisflokks

Sjálfstæðisflokkur varði í ríkisstjórnartíð sinni vændi og rapevictim_976116.jpg viðskiptaheim sem þrífst á kvenfyrirlitningu. Þetta er menningarkimi í sjálfstæðisflokknum átti ítök bæði í löggjöf og dómskerfinu. 

Klíkuráðnir dómarar sjálfstæðisflokksins hafa einatt tekið afstöðu með ofbeldi t.d. gagnvart börnum, gert lítið úr alvarlegum kynferðisglæpum og hafa eyðilagt varnir í jafnréttislögum með fordæmisgefandi dómum.

Dæmi um hæstaréttardóm í ofbeldismáli

Í frétt á Vísi segir:

"Hæstiréttur hefur sýknað karlmann fyrir að hafa slegið tvisvar til þrisvar sinnum drengi á aldrinum 6 ára og 4 ára á beran rassinn með þeim afleiðingum að þeir hlutu roða á rassinn og fyrir að hafa að því loknu borið olíu á rassinn á þeim. "

Það má t.d. spyrja sig hvort að umræddir hæstaréttardómarar og dómsmálaráðherrann myndu telja meðferða að þessu tagi ásættanlega ef þeir yrðu fyrir henni sjálfir. 

Hélt satt að segja að svona hegðun gagnvart börnum væri ekki leyfð í siðmenntuðu nútímasamfélagi.

Er ekki komin tími til þess að stjórnmálamenn fari að taka hlutverk sitt alvarlega?

k2180334.jpg


mbl.is Bauð samfanga vinnu við vændi
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Á sama tíma hafi því allir aðrir, þ.e. hin 90 prósentin, farið úr því að hafa 78,2% af heildartekjunum í að hafa 60,6% hlutdeild í þeim."

og stóðu heildartekjurnar þá væntanlega algjörlega í stað á þessum tíma? Það er lágmark að fólk sem slær um sig með prósentum skilji prósentureikning.

Gulli (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 21:05

2 identicon

Helstu hugmyndafræðingar frjálshyggjuklíku sjálfstæðirflokksins eru kynvillingar. Samkvæmt rannsóknum í Bretlandi á kynvillingum, segir að innstu hugarórar þeirra, óski sér umhverfi þar sem allar konur séu hórur, og allir karlmenn séu sömuleiðis, hórur, eða öðru nafni hórkarlar. Það er því ekki að ástæðulausu að frjálshyggju draumaruglið hjá sjálfstæðisflokknum hafi haft draumaumhverfið í farteskinu. 

Robert (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 21:15

3 Smámynd: Leifur Finnbogason

Mér er forviða hve lágt langskólagengin og þá væntanlega viti borin manneskja getur lagst í lítilvert skítkast. Það tekur enginn mark á þér, nema jafndónalegar manneskjur með sömu extreme skoðanirnar. Temdu þér frekar, einsog þú ættir að hafa lært í grunnskóla og í síðasta lagi í menntaskóla, fágaða og rökstudda gagnrýni. Þú sýnir einmitt eitthvað í þá áttina þegar þú sýnir framá hve margar hátekjufjölskyldur voru til - en þó má benda á að enginn hélt að aðeins þrjátíu manna hardkor hópur hafi fengið þessi laun, þó talan sé eflaust hærri en flestir bjuggust við.

Þrátt fyrir að margt bendi til þess að Sjálfstæðismenn hafi gefið helst til mörgum kunningjum vinnu þá er þetta blogg of uppfyllt af hamslausri reiði til að þú komir því trúanlega frá þér. Einnig tengirðu antifeminista"kúltúr" við Sjálfstæðismenn, þegar staðreyndin er reyndar sú að Feministafélag Íslands rak fólk sjálft í burt með lélegri fjölmiðlatækni. Í staðinn halda nú langflestir því fram að þeir séu ekki feministar heldur jafnréttissinnar, með vísan í þá trú sína að Feministafélag Íslands vilji fremur stuðla að kvenræði en jafnrétti. Þetta eru jafnt stúlkur sem drengir, og reyndar er raunin sú að nánast aðeins öfgakenndustu ungmenni landsins titla sig feminista, á meðan restin titlar sig jafnréttissinna. Á yfirborðinu, hið minnsta, hef ég ekki orðið var við kvenhatur í þeirri kynslóð sem óx upp í "góðærinu" sem bendir til að þrátt fyrir "antifeminisma" hér á landi muni kvenhatur svo gott sem heyra sögunni til eftir fimmtíu ár, þó náttúrulega megi alltaf halda áfram að vinna að fullkomnun.

Ásakanir um að dómarar "á vegum Sjálfstæðisflokksins" séu fylgjandi ofbeldi eru náttúrulega ekkert annað en veikur áróður, og fréttin sem þú vísar í gengur langt með að sanna það. Dæmið sem þú tókst hefði einfaldlega talist uppeldi fyrir tuttugu árum, eða hélstu alltaf að "rassskellir" í uppeldi væri við sama borð og Grýla og jólakötturinn, eintóm hræðslutaktík? Dæminu sem var lýst er af týpískri rassskellingu, auðvitað fylgir smároði og eftirá er sjálfsagt að reyna að huga að þessu svo til litla sári. Á meðan það er alltaf einhver möguleiki á að þetta hafi ekki verið uppeldi heldur ofbeldi og að þessi olíuáburður hafi verið kynferðisleg misnotkun, þá eru líkurnar á því næstum engar.

Annars held ég að a.m.k. einn af umræddum dómurum hafi fengið svipaða rassskellingu í æsku og sloppið óskaddaður úr þeirri reynslu.

Það er eitt sem þú verður að skilja varðandi siðmenntað nútímasamfélag. Gömul gildi mæta nýjum og úr verða börn sem virða engan. Fólk er svo skíthrætt við að sýna börnum sínum aga að þau vaða útum allt, einfaldlega því þau komast upp með það. Það verður að sýna börnum reasonable aga, þarsem takmarkið er ekki að meiða heldur ala upp, því annars leysist þetta siðmenntaða samfélag sem þú talar um upp að lokum. Þegar hundar eru þjálfaðir þá er takmarkið ekki að meiða þá og fæstir kalla venjulega þjálfun dýraofbeldi, nema þá kannski öfgahópar. Ef þú hefur einhverntímann farið í sálfræði veistu að það þarf að refsa til að einhver eða eitthvað læri, og verðlauna til að viðkomandi haldi áfram góðri hegðun. Rassskelling er hluti af þessu.

Þrátt fyrir að vera svona hræðilega á móti þér líkar mér mjög illa við Sjálfstæðisflokkinn, er reyndar einhversstaðar vinstra megin, styð jafnrétti og útrýmingu ofbeldis o.sv.frv. Þú ert hinsvegar hreinlega öfgakennd og hatursfull.

Leifur Finnbogason, 30.3.2010 kl. 21:29

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Leifur

Ég vil leyfa mér að benda á að ég vitna hvortveggja í rannsóknir og hæstaréttardóm. 

Ég vil leyfa mér að benda á að málflutningur þinn er frekar dónalegur og illa undirbyggður. 

Ég vil ekki kalla tilfinningar mínar gagnvart stjórnartíð sjálfstæðisflokks að "vera uppfull af reiði" öllu heldur er ég dolfallin yfir yfirmáta heimsku, sóðaskap og græðgi sem réði ríkjum í þessu samfélagi miðaldra karla og afvegaleiddra kvenna.

Dæmigert að kenna börnum um. Sýnist að persónuárásirnar komi úr þínum herbúðum.

Málflutningur þinn ber vott um kvenfyrirlitningu og skoðanir sem eiga ágætlega heima í fasískri orðræðu. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.3.2010 kl. 22:18

5 identicon

Sæl Jakobína

Þrátt fyrir að ég sé frekar ung tel ég mig vera ágætlega að mér í stjórnmálum, og ég er bara alveg innilega sammála þér. Ef að sjálfstæðisflokkurinn fengi að ráða hefði þetta bann (nektardans) til dæmis aldrei orðið til, og ég veit það sjálf að þessir staðir eru ekkert annað en gróðrastía mannsals og allskyns óþverra.

Gaman að lesa bloggið þitt, greinilega einhver með vit í kollinum.

Kveðja Þórunn Sylvía

Þórunn Sylvía (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 23:41

6 identicon

Hvaða sálfræði kúrs kennir að það þurfi að beita ofbeldi til að einhver læri???

Veit ekki um einn sálfærðing sem mundi mæla með því að beita líkamlegum rerfingum í uppeldi, flestir viljameira að segja meina að það eigi ekki að beita refsingum í uppeldi, hvort sem hún er líkamleg eða sálræn (taka dót, banna útivist o.s.fr.)

Er eitthvað að? Agaleysi barna er jú uppeldinu að kenna, en alls ekki því að kenna að þau voru ekki lamin nógu mikið í æsku. Veit ekki hvað fór fram í þinni æsku en að líkja uppeldi barna við uppeldi hunda er dálítið uggvekjandi. Byrjaður að finna til með ófæddum börnum þínum Leifur.

En þegar kemur að tali þínu um feminista er ég alveg sammála þér, vonandi verð ég ekki kallaðu kvennfyrirlítari en viðhorf fólk til orðsins feminista er yfirleitt ekki jákvætt, það er eins og þú segir lélegt PR. Þau virðast eyða púðri á gjörsamlega vitlausum stöðum, væla yfir auglýsingum, og álíka tilgangslausu í staðinn fyrir að reyna að stuðla að hugarfarsbreytingu hjá yngri kynslóðum.

Ég persónulega finnst það rangt að einhver fái forskot út kyn, sem er einmitt nákvæmlega það sem sum jafnréttislög gera. Lög sem skilda til að velja fólk eftir ákveðnu kyni því það eru of margir af hinu kyninu. Hugsunin á að vera að þú getir þetta því þú ert klár og hæf. Ekki þú getur þetta, ekki að því ég er hæfust heldur því lögin voru með mér í liði.

Eins og ég segi hugafarsbreytingar, þá verður jafnrétti náð :)

Tryggvi (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 00:36

7 identicon

eg verð að seija jakobína að mer finnst þetta soldið gróft að halda þvi fram að sjálstæðisflokkurinn hefði haldið vendarhendi ifir vændi.

nu langar mer að sina þer smá comon sens, sjáðu

td, ef að eikkver kona er svo illa stöd fjárhagslega eða what ever, að hún þarf að selja sig jafnvel til að eiga firir mat. þá skiftir það hana litlu máli hvort að stripp se bannað á íslandi eða ekki, henni vantar samt pening. það sem ég gat séð jákvætt við Goldfinger er að þar voru dyraverðir ofl starsmenn sem höfðu eftirlit með þeim og kanski veitti þeim solitla vernd, og þetta var ur almannaleið í iðnaðarhverfi í kópavogi og svo var aldurstakmark 20 held eg.

en hvað verður um þessa starfsemi nuna???

ekki er fólk enþá svo þraungsýnt að það halti að það virki að setja bara bann, nei þetta færist i undirheimana aftur þar sem vondukallarnir eða konurnar ráða ríkjum er það betra??

einusinni var sagt fíkniefnalaust island árið 2000, en veistu hvað það er orðið 2010 og aldrei höfðu tollgæslumenn eins mikið að gera einsog árið 2009, svo það er kannski ekki alltaf rétt að banna hlutina skiluru hvað eg er að fara?

eg seiji firir mina parta að mer finns þetta blessaða feministafélag komið algjörlega i öfga og minni á að allt sé gott i hófi...

einar sædal (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 01:10

8 identicon

Hérna á þessu youtube video sjáum við hvað verður um bannað vændi (kaup og/eða sala) Þarna fáið þið að sjá konurnar neðanjarðar.


Moscow prostitution goes underground after ban:

[youtube]9eezjjRVmDw[/youtube]

Russahaukur (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 01:13

9 identicon

Fyrirgefið hérna er linkurinn.

Moscow prostitution goes underground after ban:

http://www.youtube.com/watch?v=9eezjjRVmDw

Russahaukur (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 01:16

10 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Sæl Jakobína mjög gott hjá þér, ég tel það besta sem komið hefur fyrir venjulega Íslendinga

að Gordon hinn breski setti á okkur hryðjuverkalögin, afhverju spyrja sumir ?Hvernig væri ástandið í dag, það væri búið að hreisa lífeyrissjóðina og skuldsetja þjóðina enn meira.

Við höfum ekki neitt gert í smábátaveiðum að undanskildri strandveiði þó að mannrettindadómsstóll hveði á um það.Isafjarðarfundurinn þar mátti ekki spyrja þaðan hafa horfið fyrir framan fólkið svo til allut kvóti, en á árum áður var Ísafjörður og Vestfirðir með mestan fisk togarar og línubátar í hverju byggarlagi. Kreppan hófst fyrir um 10.árum þegar braskið varð sýnilegt og nú hafa samherjamenn keypt flesta verkalíðskólfana. Það eru of fáar konur í framlínu í verkalíðsfélögum þarna þarf jafnrétti.

Bernharð Hjaltalín, 31.3.2010 kl. 01:23

11 Smámynd: Leifur Finnbogason

Jakobína, enda segi ég að þú sýnir tendensí til að koma með einhverskonar rök - þau drukkna bara í twisti á þeim til og frá í tilraun til að láta Sjálfstæðisflokkinn líta út einsog verstu ofbeldismenn.

Einnig er þessi "ásökun" þín að svar mitt sé litað af kvenfyrirlitningu örlítið kjánaleg, og ég bið þig endilega að útskýra þá ásökun betur. Ég minnist á þann antifeminisma sem hefur skotið rótum meðal ungs fólks og útskýri hann. Ef þér fannst eitthvað í þeirri útskýringu sýna framá almennt kvenhatur unglinga, eða hreinlega mitt, endilega útskýrðu hvernig. Taktu eftir því að þó fólk vilji ekki kenna sig við feminisma vegna þess að það er ekki fullkomlega aðferðafræðilega sammála feminisma, þá hatar það ekki konur og getur vel stutt jafnrétti kynjanna. Feministafélag Íslands hefur slæmt orðspor á meðal ungs fólks, og þó það sé í raun fremur lélegu PR að kenna fremur en nokkru öðru þá er þetta slæma orðspor staðreynd. Þessvegna hafa að miklu leyti aðeins þeir öfgafyllstu (sem þarf ekki að vera neikvæð staðhæfing, því þeir öfgafyllstu þurfa ekki að vera öfgafylltir, heldur aðeins öfgafylltari en almennt í þeim hóp sem um ræðir) tekið sér tíma til að virkilega fræðast um feminisma og fylgja honum.

Annars sé ég ekki hvernig þú getur twistað orðum mínum svo að ég sé, ef ég skil þig rétt, að "kenna börnum" um að hafa orðið fyrir "svakalegu ofbeldi". Ef það hefðu verið sannanir fyrir að í því dómsmáli sem um ræðir að um ofbeldi hafi verið að ræða, þá hefði ekki fallið sýknudómur. Það þarf ekki rosaleg högg til að framkalla roða á líkamanum, og hefðu börnin t.a.m. skartað marblettum hefði dómurinn fallið allt öðruvísi. Að öllum líkindum hefur þetta verið uppeldistaktík og að öllum líkindum hafa einhverjir dómararnir, þrátt fyrir staðhæfingu þína um "að þeir vildu ekki lenda í þessu", lent í þessu í barnæsku. Það getur hinsvegar verið að þarna hafi ofbeldismaður sloppið, en það er bara ólíklegt.

Annars þá lærði ég þetta í sálfræði103 í menntaskóla á sínum tíma, Tryggvi. Þrátt fyrir að mér finnist rassskellingar vera aðeins of extreme uppeldisaðferð, þá flokka ég það ekki sem ofbeldi nema það sé ofbeldi. Léttar rassskellingar, sem framkvæma lítinn sársauka eru ekki ofbeldi, en hinsvegar þónokkuð úrelt refsing. Svona lítill sársauki veldur börnum ekki sálfræðilegum skaða, en engu að síður væri sniðugra að "refsa" börnum öðruvísi. Rassskellingar er ekki það sama og að lemja börn, nema virkilega sé verið að lemja þau. Ef þessar rassskellingar hinsvegar virkilega meiddu börnin, í staðinn fyrir að vera nokkurskonar "fingrasláttur" (dæmi: lítill krakki reynir að laumast í deigið hennar ömmu, en hún slær létt á fingurgóma krakkans til að láta hann vita að þetta megi hann ekki, og telst það nógu léttvægt til að vera "expression" í ensku sem merkir að komast létt frá einhverju...sem ég kem samt ekki fyrir mig í augnablikinu), þá er það að sjálfsögðu ofbeldi. Ég vona að þú skiljir hvert ég er að fara með þessu.

Annars skil ég þá sálfræðinga sem vilja ekki refsa börnum at all ekki, því ef börn upplifa aldrei nein "leiðindi" þegar þau gera eitthvað af sér, þá eru þau líkleg til að gera sama hlutinn aftur því þau þurfa ekki að forðast afleiðingarnar. Að sama skapi ber þá hinsvegar að verðlauna góða hegðun. Ég tók hundadæmið eingöngu sem dæmi, en ekki leiðsögn til að fara með börn bókstaflega einsog hunda (þó það hljómi illa, þá þurfa börn að læra rétta hegðun, alveg einsog hundar...við lærðum rétta hegðun sem börn, og svo eftir því sem við eldumst mótast skoðanir okkar eftir þeirri mótun okkar. Ef þú hefðir aldrei lært að eitthvað væri rangt, þá væri mjög ólíklegt að þér þætti viðkomandi hlutur rangur, eða a.m.k. jafnrangur og þér finnst hann núna. Þetta útskýrir sem dæmi siðferðilegan mun milli menninga).

Leifur Finnbogason, 31.3.2010 kl. 02:05

12 Smámynd: Leifur Finnbogason

Og sem viðbót við síðustu efnisgrein mína vil ég benda á að "refsingar" eiga ekki að skaða börn, heldur eingöngu vera leiðinlegar og láta krakkana forðast þær. Það getur sem dæmi verið refsing að láta krakkann taka til í herberginu sínu, en verðlaun að taka til í því fyrir hann.

Leifur Finnbogason, 31.3.2010 kl. 02:18

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í þjóðarskýrslu starfsmanna IMF 2005 kemur fram að 60% [yngri hlutinn] þjóðarinnar sé bundinn í skuldgreiðsluþjónustu Fjármálgeirans. Er þá horft til leiðréttinga á húsnæðishöfuðstólum með neysluvístölu tengingu  [einokunarverðtyggingin frá um 1982 á öll útlán ekki bara neyslutengd, sem Íslendingar kalla verðtryggingu vegna vanþekkingar eða einföldunar. Bent er á að fasteignaveð séu kominn 20% yfir nýbyggingarkostnað og stefni með sömu óstjórn á 50% um 2007. Þetta minnki líkur Íslands á innflutningi neysluvöru frá [80% EU] heiminum í framtíðinni. Líka mun gífurlega há lífeyrissjóðs binding í samburði skerða verðmæti  innflutts neysluvarnings enn frekar.

Allir vita að öll ríki vilja losna við sem mest af fullvinnslu og tækni framleiðslu, það minnkar gervi-atvinnuleysi heima fyrir [á innri-markaði]. Viðskiptajöfnuður milli samkeppni markaða[ríkja] byggir á því. Ég kaupi jafn mikið af þér og þú kaupir af mér.  

Afæturnar gleymdu grunninum. Eina ferðina enn.

Þetta var staðreynd 2005, nú væri þetta ástand himnaríki miðað við endureista afætugeirann sem kostar það litla sem eftir er af velferðinni.

Betlar í röðum og sjúklingar á biðlistum hafa allt verið daglegt brauð að meðali í EU.  Ofbeldi á konum og börnum.

ÉG veit að hér búa hafa búið tvær þjóðir sú  þögla í meirihluta þar sem ofbeldi er jafnvel ekki undantekning.

Líkamlegt ofbeldi má rekja til þjóðfélagshefða utan Íslands, misnotkun á vímugjöfum og litlum ráðstöfunartekjum sem magna það er til staðar.

Ísland eitt þjóða telur vexti af híbýlum ráðstöfunartekjur og jafnvel  óbeina samfélagskatta.

Þetta gerir allan samburð ósanngjarnan, og þá sem ekki leiðrétta fyrir þessu og vekja athygli á þessum sér afætu hugsunarhætti [MANNLEYSU] fals-auðmannastéttarinnar hér að hræsnurum eða óhæfum að túlka samanburðar niðurstöður almennt.  

Píza rannsóknir [barna og grunnskólaeinkunnir] síðan um 1972 hafa bent okkur sem hafa til þess greind [fáir á Íslandi í dag, þó einn hafi verið í sjónvarpinu áðan sem toppar flesta á alþingi þó ungur sé, að, mínu  mati] á að mannauði hér hraki ár frá ári í samburði. Það er of seint að móta og innræta eftir 18 ára að flestra þroskaðra þjóða mati.

Sérhverjum finnst sinn fugl fagur. Margur hyggur mig sig.

Enda eru andleg afköst almennt orðin afar léleg hér og tímafrek.     

Mér var sýnt hvernig gaman væri að að laga til sérstakleg í eigin herbergi, það myndi styrkja skipulagshæfi síðar meir og gaman væri að endurraða endrum og eins. Svo mátti líka laga til á þann hátt að það líkist leikfimi taka hluti upp með tánum. Ég sá síðar Karete Kid.

Latir foreldar og afætu eru fyrirmyndir barnanna sinna.  Börn vilja vera eins og líka að á þau sé hlustað. Fæstir foreldrar horfa í augun á börnum sínum 5 mínutur á dag og ræða málin.  Tiltal er það eina sem mörg búa við þangað til þau komast á drykkju aldur.

Júlíus Björnsson, 31.3.2010 kl. 04:56

14 Smámynd: Júlíus Björnsson

Endurreisti greiðsluskuldaþjónustugeirinn er minnsvarði sem Jóhanna og Steingímur stálu frá hinum flokkum.

Til skammar fyrir þjóða á þessum skala þjóðartekna ef ég skil starfsmenn AGS rétt. Meira segja þeim getur ofboðið, forgangskröfur Íslenskra ríkistjórna. Það er en tími að skora á UK og Holland að fara með kröfur sínar fyrir alþjóða dómstóla. Skera niður fjámálakostnaðargeirann um 80%.  Færa hýbýlishöfuðstóla niður í nýbyggingar kostanað leiðrétta launa stöðuleika fals með gallaðri neyslu vísitölu.

Stöðug laun = 50% húsnæði + 50% Neysla.

Sparnaður er kannski neysla ekki vextir og og skattar. Þetta gildir í EU og USA sem óskrifuð lög um 80% minnst almennings. Um flesta aðra er húsnæði alt að 30%.

110% höfuðstóll í 40 ár er vitfyrring því 66% að jafnaði er eðlileg íbúðalánastarfsemi.  Ríkistjórninn fellur fyrir svona ráðgjöfum jafn arfa vitlaus.

Þeir sem voru að greiða mikið undir 30-50% af ráðstöfunartekjum í virkilegar fasteignir græða á þessu eins og allir, það er rétt hjá Ásmundi bankastjóra.

Enda er þar þá kominn raunverlegur skattstofn til að endurreisa velferðakerfið.     

Júlíus Björnsson, 31.3.2010 kl. 05:14

15 identicon

Ég veit allt, get allt, geri allt miklu betur en ,,fúll á móti".

Bjartmar Guðlaugsson (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 08:19

16 identicon

Hvernig tengist þessi "grein" fréttinni sem þú ert að tengja hana við?

Snýst fréttin ekki um tilraunir meints glæpakvendis til að ráða til starfa samfanga sinn?

Einhvern veginn tekst þér að snúa þessu upp á sjálfstæðisflokkinn og kvenfyrirlitningu? Burtséð frá þeirri umræðu, eru tengslin við þessa frétt ekki frekar vafasöm?

IÁ Einarsson (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 09:12

17 Smámynd: kiza

Ég verð nú að segja að mér þykir það ákveðin fyrirlitning að setja svona grafíska mynd inn í miðjan pistil (af marinni konu).  Það tíðkast oft (ekkert alltaf, en generalt meðal fólks sem vill láta taka sig alvarlega) á netinu að vara við ef myndir í pistlinum innihalda ofbeldisfullt efni, af einfaldri tillitssemi við lesendur.
  Að mestu leiti er ég sammála þeim punktum sem þú setur fram í póstinum, en ég myndi biðja þig að hugsa málið tvisvar áður en þú setur aftur inn triggerandi ljósmyndir af manneskju sem þú (líklegast) þekkir ekki neitt til, og sem hefur (aftur, líklegast) ekki gefið þér leyfi til að nota ljósmyndina til að færa rök fyrir þínum málum.

Ég bjóst a.m.k. ekki við að þurfa að vera minnt sjónrænt á eitt hræðilegasta tímabil í mínu lífi af hálfu manneskju sem kallar sig feminista. Aðgát skal höfð og allt það.

 -Jóna.

kiza, 31.3.2010 kl. 10:30

18 identicon

Thad er vidbjódslegt ad lesa athugasemdir heimska fólksins vid thessari faerslu.  Thetta heimska fólk kýs Sjálfstaedisflokkinn. 

Dóri (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 13:47

19 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég ætla ekki að standa í málalengingum en vil þó svara einni athugasemt sem ég tel mjög vanhugsaða. Leyfur ef þú ætlar að ala upp börn þá væri æskilegt að þú myndir dýpka hugmyndir þínar um barna uppeldi. Þú tekur tiltekt í barna herbergi sem dæmi en þetta dæmi þitt er litað nýfrjálshyggjuhugmyndafræði sem sér heiminn í gegn um þoku verðlauna og refsinga.

Tilgangur með herbergjatiltekt er að herbergið verði fínt. Sá sem vill hafa fínt herbergi sækist eftir vellýðan þegar hann tekur til í herberginu og fær því umbunina í árangri sjálfs verksins hvort sem það er barnið eða foreldrið.

Að gera tiltektargjörning að refsingu er mjög varasöm uppeldisaðferð sem getur hæglega gert börn afhuga röð og reglu. 

Ef flengingar á beran bossan eru eðlilegt samfélagslegt fyrirbæri þá held ég að þeir sem settu þjóðarbúið á hausinn ættu að bjóða sig fram til þess að fá þá trakteringu að hálfu þjóðarinnar sem þeir eru búnir að setja á hausinn. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 31.3.2010 kl. 14:50

20 Smámynd: Júlíus Björnsson

Refsa á ekki við um ólögráða, nema að gagnvart forráða mönnum þeirra.

Skamma, merkir að gera minni eða skemmri, setja niður við eða benda barninu á betri leiðir og leifa því að velja. Hefur ekkert með líkamlegt eða andlegt ofbeldi að gera. Börn vilja vaxa í áliti hjá foreldrum sínum, þeirra er að nýta sér það í sína þágu og afkvæmanna. Börn eru oftast bæði sterkari og greindari en margir halda.

Val skiptir barn öllu máli, mjög snemma, val til að gera betra og réttara er alltaf mjög góður valkostur í augum barna.

Hinsvegar borgar það sig ekki að spyrja barn hvort góður matur sé góður eins og hann á að vera.

Börn til að byrja með ráða ekki við að efast um hæfi uppalanda sinna, með þau eru að læra að vera sjálfstæð og þarf leiðandi dómbær á þrjá hliðar á öllum málum.

Kjósendur eiga að efast um hæfi stjórnmálamanna hinsvegar sökum aldur.

Júlíus Björnsson, 31.3.2010 kl. 16:33

21 Smámynd: Leifur Finnbogason

Þessi nýfrjálshyggjuhugmyndafræði mín er þó, því miður, studd af sálfræðilegum vísindum. Mörgum krökkum finnst leiðinlegt að taka til í herberginu sínu og því væru tilvalin verðlaun að taka til í þeim fyrir þau ef þau hafa hegðað sér vel. Finnist krökkum afturámóti gaman að taka til virkar þetta ekki, einsog augljóst er, og þú reiknar aðeins með.

Leifur Finnbogason, 31.3.2010 kl. 23:11

22 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í mínu uppeldi var grunnurinn að hegða sér vel, og fékk aldrei neinar tengingar að það væri sérstakra verðlauna virði. Hinsvegar var mér oft komið á óvart ef það má kalla verðlaun. Ég reiknaði samt út fyrir sjálfa mig sem barn 4 til 10 ára að ef ég var að gera tilraunir með að finna út hvernig viðbrögð væri við því að bregða út af að settum leikreglum að þá yrði sennilega minna um óvænt verðlaun. Ég þakka fyrir að mínar formæður hafa greinlega ekkert vitað um um nýfrjálshyggju sálfræði vísindi því þeirra fræðum fylgdu engin leiðindi eða vanlíðan.

Gott dæmi um hvernig verðlaun geta ruglað í ríminu er móðir sem tók eftir því að dóttir hennar var mjög drátthög og fann því upp á að borga henni fyrir "bestu" myndirnar afleiðingin var að dóttir hætti að teikna þar sem verðlaun hækkuðu ekki í samræmi við framfarirnar eða fjölda mynda.

Júlíus Björnsson, 1.4.2010 kl. 00:54

23 identicon

Jakobína, þú og Leifur eru soldið lík, ykkur þykir gaman að koma fram með órökstuddar alhæfingar og þið eru ekki þau kurteisustu á svæðinu.

Annars er ég nokkuð sammála þessari færslu þinni. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 1.4.2010 kl. 13:22

24 identicon

Þið eruð bæði efni í Íslenskan stjórnmálamann.

Bjöggi (IP-tala skráð) 1.4.2010 kl. 13:25

25 Smámynd: Leifur Finnbogason

Ég bendi á kennslubókina Sálfræði 103 eftir Aldísi, sem ég man ekki hvers dóttir er. Þetta er mjög góð bók, sem nýtist fólki framí háskólanám (leggi það sálfræði fyrir sig).

Leifur Finnbogason, 2.4.2010 kl. 14:00

26 Smámynd: Júlíus Björnsson

Sálfræðingar byggja á 90% rannsóknir sýnar á sjúkum grunni.

Flest okkar erum sérfræðingar í eðlilegum uppeldisvenjum. Mér skilst að Jakobína sé að vísa til aðalatriða.

Heilbrigð börn þurfa lágmarks athygli. Fái þau hana þurfa reynsluleysir uppalendur ekki að varpa ábyrgðinni á börnin. Frekar en stjórnasýslan á almenning. Sumir verða aldrei fullorðnir í mínum skilningi. Einfaldar reglur og venjur eru góðar til að byrja með. Löt fyrirmynd og ábyrgðarlaus bíður hættunni heim. Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Dropinn holar steininn. Þolinmæðin þrautir vinnur allar. Æfingin skapar meistarann. Eru siðmenningar staðreyndir. Einn málháttur er oft  ígildi eins nútíma sérfræðings.

15 ára las ég Danska bók sem heitir "Menneskets psykiske sygdomme. Erling Jacobsen". Munu margir eldri en ég hafa lesið margar bækur í þessa vera fyrir 18 ára aldur á eigin spýtur á mörgum málum. Fyrir 103. Þá voru áherslur á innrætingu almennra grunnforsenda í grunnmenntun til afleiðslu síðar meir hafðar í öndvegi til að skapa síðar tíma áttvísi og ályktunarhæfni.   Slíkar kennslu aðferðir eru forréttindi hinna efnameiri í hinum svo kölluð þroskuð ríkjum nútímans.  þeirra er geta séð fyrir sér óstuddar.

Hugmyndin að allir séu eins/jafnir eru einfaldast að gera raunverulega með því að gera alla jafn lina/veika líkamlega og andlega. Þessi umskipti  má glöggt greina í vestrænum samfélögum nútímans einna hlutfallslega mest á Norðurlöndum með Ísland í farabroddi. Hinsvegar er farsælast að meta alla að verðleikum og tryggja öllum sem besta grunnin á öllum sviðum.

Ekki refsa almenningi að ósekju. Það var ekki ekki glæpur að treysta stjórnvöldum. Fela þeim sameiginlegu ábyrgðina gegn ríflegri þóknun.

Júlíus Björnsson, 2.4.2010 kl. 15:57

27 Smámynd: Leifur Finnbogason

Ef þú ert nú að halda fram að þetta sé ekki rétt, einfaldlega því hlutirnir séu miðaðir við "sjúka" einstaklinga (ef ég skildi þig rétt), gæti verið ágætt að benda þér á að þrátt fyrir flókinn persónuleika erum við dýr sem þróuðumst, og höfum haldið ýmsum innrættum eiginleikum sem setja okkur niður á "dýraplan" í samanburði og erum við í þeim skilningi öll "veik", ef þú kýst að kalla það það.

Ef þú ert að vísa til þess að aðferðir sálfræðinga séu sjúkar, þá er það menningarsögulega rétt. Flest af grunnvitneskju okkar um sálfræði höfum við frá sálfræðingum sem misnotuðu fólk, en sönnuðu engu að síður það sem rannsakað var. Nú þurfa hinsvegar allir að framhlýða siðrænum gildum og því ekki lengur til sjúkar rannsóknir, nema þær fari fram í óþökk og eru þá að sjálfsögðu brot á lögum.

Ég hef ekki haldið fram að verðlauna/refsingarmethod-ið sé eina method-ið sem nota eigi í uppeldi, og auðvitað faktorar ýmislegt annað inn...en það útilokar ekki þörfina á minimum aga. Þó agi sé voðalega tabú orð núorðið og ýmsir að missa sig í gleðinni þá er munur á misnotkun og aga, og agi er ekki hlutur sem ber að forðast, og næst best fram með refsingum - sem auðvitað þarf að halda innan skynsamlegra marka, því refsing er auðvitað voðalega neikvætt orð sem ekki má nota í sambandi við börn, einfaldlega því fólk virðist ekki þekkja muninn á skynsamlegum og óskynsamlegum refsingum.

Hafi ég hinsvegar misskilið þitt síðasta svar til tunglsins biðst ég forláts.

Leifur Finnbogason, 2.4.2010 kl. 19:09

28 Smámynd: Júlíus Björnsson

Agi hljómar betur hagi það þarf ekkert ofbeldi til kenna börnum að haga sér ef börnin þurfa ekki á sálfræðilegri hjálp að halda. Það er það sem ég er að meina.

refði er vopn sem mátti nota fyrir staf. Lenda á refilstigum er að lenda á glapastigum. refja er að beita brögðum , pretta. refjar eru prettir , undirferli. Þess vegna er þetta orð yfirleitt notað um refsingar í laglegum skilningi. Þessi réttur var hér áður fyrir sér í lagi á meginlandi í höndum forráðamanna. En er víðast hvar búið að gera ó-löglegan hvað varðar ó-lögráða.

Ef börn treysta foreldrum sínum, tala af reynslu, hreinskilni ríkir í millum foreldra og barna þá lenda þau sjaldan á glapastigum eða beita foreldra sína prettum eða undirferli.  

Börn sem eru alin upp þannig að ræða má öll mál án fordóma og er kennt að velja og greina á milli tel ég að séu sáttust.

Hinsvegar gildir ennþá í sumum stéttum sér í laginu á meginlandinu skipananna samskipta mál. Þú gerir þetta af ég segi þér það. Spurðu ekki eins vitleysingur. Þú veist þetta þegar þú verður stór. Um þennan hóp mun kennslufræðin segja að gildi aðrar kennslu aðferðir í skólum til dæmis. Þýðir ekkert að útskýra því börnin séu ekki vön slíku uppeldi.

Svo vanræksla sökum anna  [brauðstrits] á hreinskilni við börnin getur líka skekkt myndina. Valdið vandamála hegðun.  

Sjálfsagi er nauðsynleg undirstaða til að standa undir ábyrgð. Það þýðir að geta hagað sér sjálfstætt og óstuddur í viðeigandi samfélagi.  Almennur skortur á honum er vaxandi vandamál í fyrrverandi almennum velferðasamfélögum eins og tíðkuðust fyrir 30 árum, þegar menn töldu að betli væri útrýmt og engin vissi hvað dýr lyf voru eða biðlistar eftir læknishjálp. Erlendir sérfræðingar eru óþarfir ef Íslendingar væru með þroskaða á alþjóðamælikvarða í forystu á öllum sviðum.  

Réttur agi skapar sjálfstraust og vellíðan segi allir sem hafa öðlast hann. Ég mælist óeðlilega sjálfsagaður og ekki þurfti að refsa mér.  Heragi er annað hugtak sem gerir líka aðrar kröfur og refsingar geta sannanlega flýtt fyrir upptöku hans.

Börn sem eru í miklum nánum samskiptum við foreldra sinna refsa sér sjálf ef þau skynja að foreldrarnir eru ekki sáttir við hegðun þeirra. Til að kom í veg fyrir þá refsingu er undirbúa börnin vel  þannig að þau viti hvernig best er gjalda líkt með líku. Foreldrarnir eru einu aðilarnir að mínu mati sem eru vandamál þegar börnin fæðast eðlileg.

Hér áður fyrr vöru lífshættir/aðstæður þannig að náttúruöflin voru ígildi hins mesta herhaga. Ef hundinum var ekki út sigandi þá þurfti maður að fara út sjálfur.

Júlíus Björnsson, 3.4.2010 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband