Á hinn íslenski ríkissjóður síðan að ábyrgjast að þrotabú Kaupþings greiði kröfur þeirra....

.....eða hvar endar hin margumtalaða ábyrgð eða skuldbindingar ríkissjóðs gagnvart útlendingum sem heimta að íslenskir skattgreiðendur tryggi þeim að þeir tapi ekki á viðskiptum við glæpamenn.

Ef gengið er að kröfum Breta og Hollendinga er það fordæmisgefandi og hver Íslendingur þarf í raun alltaf að vera á iði af hræðslu við að einhverjir íslenskir glæpamenn séu að gera eitthvað af sér sem síðan þjóðinni verður gert að standa skil á.


mbl.is Tchenguiz-bræður undirbúa mál gegn Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þakka þér mjög góðar röksemdarfærslur. Ríkisstjórnin hlýtur nú að fara að fatta þetta. Mér sýnist að Bretar og Hollendingar séu að ná þessu.

Sigurdur Ingólfsson (IP-tala skráð) 4.4.2010 kl. 21:59

2 identicon

Orðræðan er farin að þyngjast verulega.  Stærri orð farin að falla, orð svo sem glæpamenn eins og þú notar.  

Ég var að ræða við yfirmann í einum bankanum um daginn þar sem við ræddum um hvernig tilteknnir einstaklingar hafa hreinsað sjóði og banka að innan og þá notaði viðkomandi orðið "glæpamaður" um einn gerandann. Ég hrökk við, en svona er þetta orðið.

Það sem ég er mjög óhress með er að almennir borgarar skuli vera að þurfa að fjalla um þessi mál; að réttarkerfið skuli ekki sinna þessu betur en það gerir.  Það eru til ferlar fyrir snærisþjófa en forhertir óreiðumenn sem láta greipar sópa um fjárhirslur bankanna eru ósnertanlegir.  Spurning hvar þetta endar allt saman.  Mér líst ekki á þetta, engan vegin.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 00:20

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Vonandi ekki, þess vegna meðal annars má aldrei samþykkja að borga IceSlave, ekki eina krónu án þess að við séum dæmd til þess. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.4.2010 kl. 01:23

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Miðað við að Hollendingar láta vinna ál úr súráli á Íslandi til að fullvinna í Hollandi [80%] munu þeir aldrei vegna mikils afsláttar af hálfu Íslendinga  færa vinnsluna annað.

Hinsvegar flytur UK 25% inn af sjávarhráefnum til fullvinnslu. Þannig ekki þarf að óttast viðskiptaþvinganir af þeim. Utan EU  er 5,5 millijarða neytendamarkaður og um 60 milljóna uppamarkaðir í þúsundum stórborga sem vel geta keypt lúsun fullvinnslu frá Íslandi. Margt smátt gerir eitt stórt. Betur selja margir einn.

Málið strax fyrir dóm.  UK á valið hafni þeir dómstólaleiðinn fá þeir ekkert greitt en við tækifæri að færa viðskiptajöfnuðinn upp. IMF fær skilaboðinn beint í æð. Hætta að gefa EU 40% afslátt af útflutningi.    Um 80 milljarða á ári á nýja fljótandi genginu. Icesave töfin af hálfu UK hentar öllu EU sem  allir vita að ætlar að tryggja sér alla orku og hráefni í efnahagslögsögu Íslands á lámarkkjörum til að styrkja samkeppni grunn fullvinnslu þroskuðu Meðlima-Ríkja EU.    UK mun líka græða á innflutning til Íslands í gegnu ákveðinna auðhringa hér. Þennan innflutning er hægt að kaupa miklu ódýrar milliliðalaust frá Asíu.

Færa höfuðstóla íbúðalán niður í eðlilegt á þroskaðra Ríkja mælikvarða hlutfall markaðsverðs fasteigna. Svo 60% þjóðarinn geti tekið þátt í virkri neytenda samkeppni neysluvöru.

Hækka lámarks bætur þannig að almenningur þurfa ekki að betla mat. Hvað með börn þess fólks er ekki verið að beita þau andlegri grimmd af hálfu Ríkisstjórnar og sveitarfélaga. 

Júlíus Björnsson, 5.4.2010 kl. 05:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband