Er verið að rannsaka þjófnað úr bótasjóði Sjóvár?

Ár er liðið fár því að fréttir bárust af þjófnaði bótasjóðs Sjóvár en fjármálaráðherra hljóp til og bætti þjófnaðinn með fjármunum úr ríkiskassanum sem er nokkuð óvenjulegt í þjófnaðarmáli.

Litlir sextán milljarðar ef ég man rétt og formaður sjálfstæðsiflokksins Bjarni Benediktsson einn af þeim sem græddi á tiltækinu. 


mbl.is Hreiðar Már í skýrslutöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu að saka formann Sjálfstæðisflokksins um þjófnað?

Þú ert menntuð kona, þú gerir þér væntanlega grein fyrir alvarleika slíkrar ásökunar. Ég geri ennfremur ráð fyrir að þú hafir sannanir, viltu þá ekki leggja fram kæru á hendur honum?

Hvaða sannanir hefurðu?

Haukur Skúlason (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 21:04

2 Smámynd: Davíð Þ. Löve

Ég get alls ekki lesið út úr þessari grein að hún sé að saka hann um þjófnað. Hún heldur því fram að hann hafi grætt á gjörningnum.

Davíð Þ. Löve, 6.5.2010 kl. 21:08

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Haukur Skúlason, það gengur ekki upp að vera forstjóri, stjórnarformaður, stjórnarmaður í fyrirtækjum eins og N1 og Vafningi og kannast ekki við neitt að brotlegt hafi átt sér stað með millifærslum á milljörðum út og suður.

Sævar Einarsson, 6.5.2010 kl. 21:13

4 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Ég skal segja það beint út, Bjarni Ben er þjófur og kemur af langri ætt þjófa. Við vitum það öll þó að við höfum ekki haldbærar sannanir.

Og veistu hvað, síðustu ár hefur tíðkast í réttarkerfinu að þú gætir þurft að sanna sýkn þína, í stað þess að ákæruvaldið þurfi að sanna sekt þína. 

Tómas Waagfjörð, 6.5.2010 kl. 21:32

5 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Hvað varð um Samvinnutryggingar  G.t.? Þar hurfu 30 milljarðar sem átti að deila til fv. tryggingataka við félagsslitin. Gufuðu bara upp.

Og hvað varð um Samband íslenskra samvinnufélaga. Það hefur með röngu talið að það hafi farið í gjaldþrot. Svo var ekki. Þar voru miklar eignir umfram skuldir. Landsbankinn tók það yfir og myndaði eignarhaldsfélagið Hömlur sem yfir tók eignir og skuldir.

Hverjir eignuðust afganginn af SÍS? Þetta þarf allt saman að upplýsa.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 6.5.2010 kl. 21:45

6 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Er ekki komin tími á  að reisa gálga á Austurvelli?

Árni Björn Guðjónsson, 6.5.2010 kl. 22:03

7 identicon

Það virðist alltaf þurfa að bakka alla óráðsíuna upp. Af hverju má ekki lögmálið hafa sinn gang. Ef eitthvað fyrirtæki, Sjóvá eða eitthvað annað, er ekki að ganga, þá er það bara ekki að ganga. Það er helber frekja að ráðstafa peningum þjóðarinnar til að hlaupa undir bagga með þessu liði. Skítt með alla röksemd um skuldbindingar þessara fyrirtækja til einstaklinga eða annarra. Þeim sjálfum hefur nú verið sama hingað til. Það hefði nú frekar átt að nota milljarðana til þessara einstaklinga frekar en að styrkja hel......félagið Sjóvá!

assa (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 22:26

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ertu að saka formann Sjálfstæðisflokksins um þjófnað? "Þú ert menntuð kona, þú gerir þér væntanlega grein fyrir alvarleika slíkrar ásökunar"!!! "Hvaða sannanir hefurðu?"....

Afsakið hláturinn og lætin í mér. Ég gargaði svo mikið af hlátri að ég er komin med hlaupasting....þetta er eins og bíómynd með Mr. Been....bara betri. :P

Óskar Arnórsson, 6.5.2010 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband