Já þetta er vel heppnuð lygi!

Í ljósi nýfrjálshyggjunnar er ber traust vott um vel heppnaða lygi. Íslandsbanki hefur stofnað útibú í New York sem sér um að selja íslenskar náttúruauðlindir til erlendra fjárfesta.

Bankanum er stjórnað af Birnu Einarsdóttir en ferill um lánveitingar til hennar gufaði upp í Glitni. Hún starfaði í Glitni undir handarjaðri Sigurðar Einarssonar.

Því er haldið dyggilega leyndu hverjir eru eigendur nýju bankanna en það munu vera áhættufjárfestar sem keyptu skuldir bankanna á uppboði fyrir um 6% af nafnverði skuldanna. 

Landsbankinn féll inn fyrir skjaldborg Samfylkingarinnar og er þess vandlega gætt að athafnir í Landsbankanum fyrir bankahrun líti ekki dagsins ljós.

Menn eins og Finnur Ingólfsson og Bjarni Ármannsson hafa verið nefndir til sögunnar sem nýir eigendur. Það er alla vega nokkuð ljóst að á meðan ekki eru sett lög sem krefjast þess að eignarhaldið liggi fyrir gagnvart viðskiptavinum þá er hin nýja einkavæðing bankanna nokkuð tortryggileg. 


mbl.is Gylfi treystir íslenskum bankamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband