Vinnuveitendur leika sér með sparifé launþega

Hvað eru vinnuveitendur að gera í stjórn lífeyrissjóðanna?

Lífeyrissjóðirnir sem eru eign launþega voru gerðir að spilavítispeningum bankamanna. 

Það sýnir greinilega hversu spilltir alþingismenn eru að þeir skuli þvinga launþega til þess að hleypa vinnuveitendum með lúkurnar í sparifé launþega. 

Almennir félagsmenn hafa ekki kosningarétt og geta ekki ýtt út úr stjórn lífeyrissjóða aðilum sem hafa þegið mútur og tapað gríðarlegum fjárhæðum.

Spillingin í íslenskum stjórnmálum hefur smitast inn í launþegahreyfingar og aðrar stofnanir samfélagsins. 
 

Núverandi ríkisstjórn gerir lítið til þess að taka á skipulagi sem vinnur gegn hagsmunum almennings.


mbl.is Gildi svarar Sjómannafélaginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Jakobína

Ekki sparar þú fullyrðingarnar. 

Þú ættir etv að kynna þér þetta kerfi betur og það fólk sem þarna starfar við að gæta hagsmuna fólksins sem að sjóðunum stendur.

Ég vona að einhver úr þeirra röðum fari í meiðyrðamál við þig og alla aðra sem spýja endalaust uppúr sér fullyrðingum um það sem þeir ekki þekkja.

Kjartan (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 11:59

2 identicon

Það er eitt máltæki sem kemur upp í huga eftir að hafa lesið þessi skrif þín Jakobína: Hátt glymur í tómri tunnu.

Nonni (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 12:11

3 identicon

Alveg sammála þér Jakobína,það þarf að fara fram meiriháttar hreinsun í stjórnum flestra lífeyrissjóða hér á landi. Best ef allir lífeyrissjóðir væru sameinaðir í einn öflugan sjóð,bæði opinberir og einkasjóðir.

Eyjólfur (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 12:28

4 identicon

Hverjir eiga lífeyrisjóðina?'

J.þ.A (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 17:33

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Merkilegt hvernig þeir sem hafa verið með lúkurnar í sjóðum almennings hóta öðrum málsókn. Það virðist ekki vera glæpur að stela peningum en hins vegar hin argasta ósvinna að nefna slíka gjörninga.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.5.2010 kl. 18:28

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Launþegar eiga í raun sjóðina. Það hefur bein áhrif á lífgæði þeirra að loknu ævistarfi að sjóðirnir séu ávaxtaðir vel.

Eina ástæða fyrir nærveru vinnuveitenda í stjórnum lífeyrissjóða er að þeir geti verið með lúkurnar í sjóðum launþega. Þeir eiga engra annarra hagsmuna að gæta eftir því er séð verður. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.5.2010 kl. 18:30

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Mér sýnist stjórnsýslan í EU sjá sér hag í því að dýrari hluti þjónustu geirans  úreldist á jafnflæðis eftirlaunatekjur sem taka mið af minni neyslu þörf.

Fleiri gamlir úr dýrari hluta núverandi þjónustugeira auka eftirspurn eftir störfum sem beinast að þeim og það er eftirspurn eftir lálauna störfum. Stöðvun fólksfjölgunar og temprun innflutnings heldur um hagsmuni fastra elítu tölu nægilega fárra yfirgreindra einstaklinga sem síu kerfi tryggir. Grunnvinnuaflið til tryggingar neyslu hinna er ekki nema hámark 20% af heildar fjölda neytenda. Þetta lið þarf ekki að lækka meira í EU. Hagræða þarf í 80%. Því fleiri eldri því betra. Þjóðartekjur á haus fara minnkandi í samanburði og hafa alltaf takmarkast við jörðina sem grunn.

Lífeyrissjóðir Íslenskra launþega samtaka voru eitt og híbýlasjóðir voru annað.

Þessum sjóðum hefur nú verið blandað saman sem veldur einum hæðsta híbýlakostnað í heimi  hvað varðar almenna launþega. Undir 600.000 kr.

Þetta mat byggir m.a. á stærðfræðilegum staðreyndum.  

http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/1051303/

Júlíus Björnsson, 13.5.2010 kl. 20:29

8 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Sæl Jakobína.

Eins og þú veist þá kjósa verkalýðsfélög fulltrúa sína í stjórnir lífeyrissjóða á fulltrúaráðsfundi verkalýðsfélaganna sem aðild eiga að viðkomandi sjóði. Þessir fundir geta verið mjög fjölmennir og þar er oft hart tekist á og ef ekki næst samkomulag um aðal og varamann í stjórn lífeyrissjóðsins er kosið um þá.

Vinnueitendur skipa sína menn eftir reglum sem mér eru ókunnar. En meðan svona er þá verða fulltrúar verkalýðsins að standa saman gegn hvers konar óeðlilegri afgreiðslu í stjórnum sjóðanna og geta það í raun, þar sem þeir eiga jafn marga fulltrúa og atvinnurekendur og allt fellur á jöfnu ef fólk stendur saman. 

Valmundur Valmundsson, 13.5.2010 kl. 20:44

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er nánast óvinnandi vegur fyrir launþega að hafa áhrif á stjórnun sjóðanna við núverandi skipulag.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.5.2010 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband